þriðjudagur, desember 18, 2007

Hvað haldiði??!!!

Ég er að fara á tveggja tíma fimleikaæfingu á fimmtudaginn:)

Litla frænka mín bauð mér á sérstaka fullorðins jólafimleikaæfingu, allar mömmurnar (og frænka) sem fóru til Ungverjalands mega koma og vera með ... auðvitað verð ég með ... auðvitað :)

Eins og litla frænka mín minnti mig á þá kann ég að "fara pírúett" og það er rétt, ég gat það í verslunarmiðstöð í Búdapest, ég hlýt að geta það í fimleikasal? :)

Auk þess er þetta ekki spurning um að geta eitthvað heldur að vera með, komið að því að stunda að sem ég prédikka - þó eitthvað virki ógnvekjandi og hrikalegt er stundum nauðsynlegt að hoppa út í djúpu laugina, auk þess verður þetta fínn undirbúningur undir það sem tekur við í janúar :)

Annars vona ég að þið séuð róleg og ekki að fara yfirum útaf því sem er að gerast í næstu viku? Það er betra að vera ekki að stressa sig of mikið, ef þú nærð ekki að klára allt fyrir aðfangadag get ég lofað því (og ég lofa ekki nema ég geti efnt) að heimurinn mun ekki farast - og ef svo ólíklega vill til að heimurinn skyldi farast (aldrei að vita og allt það) þá sver ég að það hefur nákvæmlega ekkert með þig og óhreinu gluggana þína að gera:)


Lifið heil og ræktið róna inní ykkur !


[stafsetning í setningunni að ofan leiðrétt eftir uppflettingu á lexis.hi.is - mér finnst ég sjálf ofsalega fyndin auðvitað:)]

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ferð nú létt með það að rúlla upp einni fimleikaæfingu. Tekur bara boot-camp útgáfuna ;)
Ég fór með Völu á svona foreldra-æfingu í fimleikunum og get nú alveg viðurkennt það að þetta var ekki alveg auðvelt. En ég lét bara eins og ég hefði aldrei gert neitt annað og klifraði, hoppaði og handahljóp þangað til ég var orðin fjólublá í framan og ansi sveitt (enda á þeim tíma með blóðþrýsting sem feitasta-miðaldra-kjelling hefði verið stolt af ;)
Mundu bara að enda allar æfingar með miklum tilþrifum þá gleyma allir hvernig sjálf æfingin var hehe Þú ert greinilega besta frænka í heimi!

Nafnlaus sagði...

Þessi ró sem þú tvítekur er í eignarfalli fleirtölu - þú varst með það alveg á hreinu, ekki satt? Þú veist alltént að fasistinn ég kommenta svona. (Ég reyndi að sjá tengingu við vinnuna þína þarna ...)

Annars leit ég aðallega inn núna til að segja þér að ég frétti að þú hefðir verið á hádegisvakt í dag. Mér fannst ÞAÐ fyndið, téhé.

BerglindSteins