Ég gleymdi að óska Guðrúnu Lind litlu frænku minni innilega til hamingju með árangurinn í Landsbankahlaupinu í gær!!
Það eru engin úrslit en það kepptu nokkur þúsund krakkar og hún var með fremstu í mark;) vinkona hennar hljóp hraðar en "hún er að æfa frjálsar, ef við hefðum keppt í fimleikum hefði ég unnið" - that's the spirit! :)
fyrir þátttökuna fékk hún brúsa og bol og aðra medalíu!! núna eru medalíurnar orðnar 17 talsins ... ég fékk bara eina sem krakki, að vísu fékk ég hana fyrir að vera í 2. sæti unglingaflokks í frjálsum bardaga á íslandsmeistaramóti í karate, hverjum hefði dottið það í hug:) ég vona medalíuleysið stafi af því að ég hafi einfaldlega ekki tekið þátt í mörgum keppnum, ekki að ég hafi verið svona léleg? er hreinlega ekki viss:)
aníhú, vegna þess að Guðrún Lind var að keppa þá fór mamma með Ólöfu Maríu í ballet, á leiðinni heim sáu þau mann með hund og litla stelpan segir:
"þessi maður er nágranni minn"
Ólöf María hefur aldrei talað eins og krakki, hún er bara sex ára núna en les allt og er komin með ágætis Morgunblaðsorðaforða:)
Mamma kannaðist við manninn og rámaði í að hann væri pabbi tvíburastráka sem búa í sömu götu, þegar þær keyra inn götuna bendir Ólöf María á húsið sem þeir búa í og segir:
"þarna býr maðurinn sem við sáum með hundinn sinn, hann á líka tvo stráka. Þeir eru ekkert skemmtilegir! Einu sinni köstuðu þeir grenikönglum í okkur!!"
Mamma alltaf jafnmikill jafnréttissinni svaraði:
"afhverju tókuð þið ekki könglana bara upp og hentuð í þá á móti?!"
"sko! Ég var bara tveggja ára!!"
spurning hvað hún myndi gera í dag? :)
og að lokum, heimsreisumennirnir Sverrir og Einar eiga eins hjól og ég og segjast hafa valið það vegna þess að þeir eru vissir um að það eigi eftir að komast alla leið, þeir taka meira að segja nánast enga varahluti með sér:) þeir eru að vísu búnir að breyta frekar miklu og hjólin þeirra eru núna orðin rauð eftir að þeir settu stærri bensíntank á þau, en samt sama hjólið undir aukabúnaðinum:)
Lifið heil:)
sunnudagur, maí 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli