Laugardagur 5. maí ... vika síðan ég gekk á hæsta tind landsins og í morgun skreið ég á maganum í gæsakúk í Hljómskálagarðinum, skemmtilegt hvað fólk getur gert marga og mismunandi hluti sér til skemmtunar:)
eftir laugardagsæfingar fáum við alltaf Powerade en í dag stóð til boða að fá sambærilegan en öðruvísi drykk líka og ég er svo ævintýragjörn að ég fékk mér að sjálfsögðu þetta nýja, með appelsínubragði ... minnir að það heiti AquaActive, flaskan er útí bíl, tóm:) þetta var fínn orkudrykkur en þegar ég smakkaði hann var fyrsta hugsun mín: "oh, gervibragð! ég þoli ekki svona áberandi gervilega drykki, ég hefði átt að fá mér bláan Powerade eins og venjulega" ... nú spyr ég, hversu náttúrulegt er "blátt" bragð? :)
próf á mánudaginn svo bara vinna ... og sumarfrí og útilegur og svoleiðis:)
búin að banna mér að taka hjólið út fyrr en eftir próf, þriðjudagur er málið geri ég fastlega ráð fyrir, skipta um olíu og byrja að hjóla:)
lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Afhverju skyldu þeir hafa Powerade bláan?
The Queen of Norm says: Blátt bragð er náttúrulegt, og gott!
Garún, garún (klapp klapp) Þú ert snillingur ;) ekki margir sem ég þekki sem myndi skríða í gæsakúk sér til skemmtunar og þjálfunar :D
verð að fara og bjalla í þig - margt skemmtileg að gerast fyrir norðan, hehe
Ég óska eftir að fá heimsókn á hjóli. Langar að sjá það.
Skrifa ummæli