mánudagur, maí 14, 2007

Þá er Serbía búin að vinna og ég er mjög sátt við þau úrslit:)

Ég hitti Majuna alltaf á barnum á mánudögum en í dag ætlum við að skjótast upp Esjuna fyrst, skyndiákvörðun en mér líst vel á hana ... ég fór líka í gær en þá lögðum við Gréta af stað snemma, á meðan borgin svaf og hittum eiginlega engan fyrr en á leiðinni niður aftur, en þá var varla hægt að fá stæði:)

í síðustu viku þegar við Maja hittumst á barnum var ég klukkutíma of snemma því ég var ekki alveg í sambandi eftir prófið fyrr um daginn:) við hittumst alltaf klukkan sjö þannig að ég var eiginlega orðin of sein þegar ég sat á ljósunum á Grensásveginum og beið eftir að beygja inn í Skeifuna. Fréttirnar voru nefnilega að byrja, þær eru yfirleitt á heila tímanum og klukkan hlaut því að vera orðin sjö en ég var rétt hjá þannig að Maja hlaut að fyrirgefa mér þriggja mínútna seinkun. En svo gleymdi ég öllum áhyggjum yfir að vera of sein þegar ég fór að hlæja að fréttaþulinum, hann sagði nefnilega: "klukkan er orðin sex, nú verða lesnar fréttir" svo kom löng þöng og ég hélt að hann væri að spá hvort hann ætti að leiðrétta sig og flissaði þess vegna að mistökum mannsins ... þegar ég keyrði Hagkaupsplanið fattaði ég svo að hann var ekki kjáninn í þessum brandara heldur ég sjálf, sem mér fannst að sjálfsögðu ennþá fyndnara þannig að skellihlæjandi lagði ég fyrir utan Hagkaup og skoðaði svo úrval Leikbæs, Rúmfatalagersins og Hagkaupa þangað til klukkan varð sjö:)

klukkutími of snemma er ekki neitt miðað við að ég er stelpan sem mætti 12 tímum og seint til læknis um árið:)

lifið heil og notið sólarvörn

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Humm, ég var heillengi að pæla í því hvaða bar þetta væri...þú ert að tala um Salatbarinn ekki Bóhem er það ekki :)

Nafnlaus sagði...

En mér finnst Leikbæs afar forvitnileg .. ehemm ... nálgun.

Þú hefðir átt að ráðlegga sólarvörnina eitthvað fyrr, ég fór í sund og ... ehemm .. er orðin hrukkótt (alveg glænýtt .. ehemm).

berglist

theddag sagði...

HAHAHAH, bara þú!

Lára sagði...

ég man eftir læknasögunni!
Schnilld - tær schnilld :) (en samt er "fatasagan" ennþá fyndnasta saga sem ég hef heyrt - EVER ;D

VallaÓsk sagði...

Stundum gerir maður bara alls konar hluti án þess að það séu beinlínis rök fyrir því....þeir gera hlutina skemmtilega!!!
En ég toppa þig samt....ég mætti degi of seint til augnlæknis einu sinni.

Nafnlaus sagði...

Yfir í allt annað, er „þitt fólk“ inni í Fréttablaðinu í dag? Yfirskriftin er „Bónorð á toppnum“.

Nafnlaus sagði...

Er ekki tími fyrir blitz-blogg? Er til eitthvað hraðara en það...Kannski Einstin-Rosen Blogg? Þá bloggarðu áður en þú bloggar..híhí nývaknaður :)