Kosningadagurinn!!
búin að kjósa niðrí Ráðhúsi - það tók rúmlega hálftíma því "kosningabókhaldið" stemmdi ekki og við þurftum öll að bíða eftir að þau væru búin að finna mistökin:/
núna á ég eftir að kjósa í Júróvisjón, held með Serbíu og Ungverjalandi og Finnlandi:) ... finnska lagið er að vísu það eina sem ég hef heyrt af þeim sem fóru beint í aðalúrslitin þannig að kannski skipti ég um skoðun þegar líður á kvöldið, sjáum til:)
hitti Berglindi áðan, bjóst við að hitta hana á kjörstað eins og í fyrra en við hittumst í Bónus eins og venjulega í staðinn:) hún minnti mig á að kíkja á heimasíðu Babels, félags þýðingafræðinema og ég minni ykkur hérmeð á það sama, kíkið endilega;)
ég er með smjörputta í dag og hitti ekki á rétta takka á lyklaborðinu, stóð of lengi úti og horfði á risessuna hitta pabba sinn:)
ætli þurfi meirapróf á risessuna?
lifið heil og góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Fór líka að sjá risessuna, en missti af pabbanum.
fór líka að sjá hana og sá þau bæði en ekki þig, guðrún
Skrifa ummæli