föstudagur, maí 11, 2007

Gleðilegan föstudag:)

ef það er spurning hvað þú ætlar að kjósa á morgun mæli ég með því að kíkja hingað


... þú lærir ekkert á því en gaman að þessu samt:) en ef þú vilt kaupa dansarann skoðið þetta :) gaman að þessum frjálsa markaði:)

annars á ég í erfiðleikum með að gera upp hug minn varðandi hvaða flokk ég á að kjósa ... ekki í fyrsta sinn sem ég óska þess að það væru persónukosningar á Alþingi:/ einu sinni bauð dúkka úr barnasjónvarpinu sig fram í kosningum til írska þingsins og komst inn minnir mig að heimildarfólk mitt hafi sagt? Helga? Keith? hvað hét þessi blessaði kalkúnn annars (ég man að hann var kalkúnn því hann vildi banna jólin) en hvað hét hann? var að leita að honum á netinu en fann ekki "réttu leitarorðin";)

og eitt enn varðandi íslensku, fékk póst áðan þar sem stóð "Framsendið skeytið sem víðast og fjölmennið sjálf!" ... get ég sjálf fjölmennt? ... er verið að segja mér að ég sé feit? eða tveggja manna maki kannski?:)

Lifið heil

1 ummæli:

theddag sagði...

Kannski kötturinn Keli ætti að bjóða sig fram?