sunnudagur, ágúst 05, 2007

Gleðilega verslunarmannahelgi:)

núna er ég búin að sofa út tvisvar en ég má sofa lengur á morgun líka:) að sofa út er frekar afstætt að vísu, ég get sem sagt farið aftur að sofa eftir að ég vakna um sexleytið:)

ég fór í bíó í gærkvöldi og hélt mig vera að fara á skemmtilega, feel-good, chick-flick með Írisinni en myndin var auglýst allt, allt öðruvísi en hún var í rauninni - hún var fyndin en brandararnir byggðu á efni myndarinnar sem var allt annað en fyndið þannig að ég kunni yfirleitt ekki við að hlæja að því sem átti að vera fyndið ... og þegar ég gerði það fannst mér ég vera grimm og tillitslaus:/

ætlaði að gera allt annað í gærkvöldi en það var of mikið rok til að grilla í Hljómskálagarðinum eins og stóð til þannig að við frestuðum því þangað til í kvöld - allir velkomnir auðvitað:) en látið mig vita ef ykkur langar til að koma því ef það lægir ekki verðum við að skipta um stað;) eftir grillið ætlaði ég að fara á sveitaball en ... ég fór ekki;)

aníhú, ég er kjánaleg vegna þess að þó ég verði þrítug í mánuðinum fékk ég gat á hausinn síðasta miðvikudag en vegna þess að stoltið meiddist líka var þetta ekki orðið fyndið ennþá:) núna er mér ekki lengur sérstaklega illt og þetta er orðið frekar fyndið því ég togaði sjálf hlerann ofaná hausinn á mér, selfinflicted gat á hausinn;)

og ég ætla að benda fólki á að það þarf ekki alltaf að sauma göt á höfðinu, ef það hættir að blæða innan skynsamlegs tíma og sárið er ekki allt, alltof stórt þá er betra að leyfa þessu bara að vera því þeir raka alltaf svæðið í kringum sárið og ekki bara smá til að sjá skurðinn heldur nægilega stórt svæði til að athafna sig;)

Lifið heil, njótið dagsins og helgarinnar:)

6 ummæli:

Gunnella sagði...

awww huggle, en veistu 30 er ekkisvo slaemt og eg fae enn allavegana eitt gat a hausinn a ari! Not joking! ;-D (may explain a lot!)

Nafnlaus sagði...

Yfir í allt annað, ég sá Þykkvabæjarbíl í dag og kíkti, þannig lagað, í bílstjórasætið (reyndar var bíllinn á ferð) en þú sast ekki í því. Ég lagði númerið á minnið ...

Berglind Steins

Nafnlaus sagði...

Hey, vá, ég var a'fatta hvað þú átt að gera tuttastosjönda. Auðvitað. Það er svo augljóst að ég skammast mín fyrir að hafa ekki fattað þetta fyrr:
Þú leigir litla salinn í Regnboganum (þennan pínulitla, upp'á lofti) og býður okkur öllum í bíó - á Logan's Run...
aaahrrarhaha!!! É'rs'o fyndinn, múhahahrarrahra... fattar'u ekki;
30 => Logan's Run

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.
Gaman að sjá þig blogga aftur.

Hvaff, Já !! Logans Run og 30 ára...
Afar góður punktur !!

Ég er þá eflaust í rangri mynd, með rangt handrit, og hef fengið rangan karakter til að leika.
Það skýrir ýmislegt í lífinu, hmm ?
En hva.. ekki svo eftirsóknarvert að vera alltaf aðalhetjan, sjáðu t.d. bara John McClain.
Ég hef nú ekki séð það nýjasta af lífhlaupi hans..
Sætti mig við mitt tíðindalausa líf í hans samanburði.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.

theddag sagði...

Hvur fjandinn er Logans run?

Annað ... bíð eftir nýju bloggi.

VallaÓsk sagði...

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Guðrún hún á afmæli í dag!!!
Velkominn í fjörið á fertugsaldri:oD