fimmtudagur, mars 08, 2007

Farandabloggið er núna opið þannig að krækja er komin á það hérna hægra megin, ég notaði tækifærið og uppfærði eina gamla krækju á nýja bloggið hennar Þóru Ká og bætti við blogginu hans Kolbeins Há og Heiðrúnar ... löngu kominn tími á þetta en af einhverju ástæðum finnst mér alltaf eins og svona breytingar eigi eftir að taka svo langan tíma þannig að ég geri ekkert í þeim fyrr en eftir dúk og disk:)

ræðunámskeiðið mitt gengur skínandi vel og ég á bara eftir að læra að tala hægar ... gekk ekki alveg upp í gær að tala hægt samt talaði ég næstum hálfri mínútu lengur en á æfingum - ég hlýt að hafa talað eins og byssubrandur þegar ég hélt ræðuna fyrir Fídel fyrr um daginn, hann hefur ábyggilega ekki skilið orð af því sem ég sagði eyminginn ;) nema kannski undir lokin hafi hann verið búinn að ná ræðunni allri, ég endurtók hana nefnilega nokkrum sinnum til að slípa hana til ... og æfa hraðann greinilega ;)

í kvöld fer ég svo á þjóðdansanámskeið og annað kvöld í matarboð - eftir það verður félagslífið sett á pásu þangað til eftir vorprófin og ég bið ykkur um að vera ekki fúl þegar ég afþakka boð og hittinga.

það er einfaldlega aðeins of mikið að gera hjá mér og auðvitað væri ég miklu frekar til í að gera eitthvað með fólki í staðinn fyrir að sitja heima og lesa verk löngu látinna meistara öll kvöld vikunar en eitthvað verður að láta undan og þangað til í maí verða það vinirnir því miður - þið verðið (vonandi) enn til staðar eftir vorprófin en ekki tækifærið til að læra heima og brillera á prófi :)

ég mun samt ennþá fara á æfingar og út fyrir bæinn með hundinn þannig að ef þið viljið hitta mig tékkið þá endilega göngutúra-planinu og komið með - það er að koma vor og yndislegt að komast úr svifrykinu, gott bæði fyrir líkama og sál, ég lofa ;)

Lifið heil og verið hraust!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vonandi gengur þér lesturinn vel og vonandi brillerarðu eins og umm...brilli(er það orð?)

theddag sagði...

Ekki fórst þú neitt þegar ég lagðist í dvala, þú þarft því ekki vera hrædd um að ég fari neitt. Gangi þér bara vel og ég sendi þér mínar lærdómskveðjur.

Nafnlaus sagði...

Hmm hmmm, ertu í skóla? Ég hélt ... að þú værir, humm, komin í hlé frá námi. Humm, en ertu að þýða eitthvað?

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í öllu þessu, aldrei að vita nema maður eigi eftir að fá að fara með þér og hundinum í gönguferð. Láttu ekki fólk eins og mig leiða þig út í einhverja vitleysu, nema kannski einu sinni í viku, same time same place? ;)