þriðjudagur, mars 06, 2007

Samband mitt við Jeff Buckley er í fyrsta lagi ímyndað en sambandi mitt við tónlistina hans er flókið, erfitt að útskýra og ég get ekki gert það upp við mig hvort ég kunni að meta hana (tónlistina) eður ei :)

þetta kemur stundum fyrir, ég veit ekki hvað mér finnst um hluti (samanber endalausa umræðu mína á þessum vettvangi um svani) ... og nýjasta dæmið, ég veit ekki hvað mér finnst um El Labertino del Fauno) sem við fórum að sjá síðasta föstudag en ég er ennþá að hugsa um hana og ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á þjóðfræði og ævintýrum áður en Disney dýfði þeim í flórsykur og aspartam :)

en þó ég viti ekki skoðun mína á Jeff Buckley þá get ég alveg sagt að ég held mér finnist pabbi hans Tim Buckley frekar flottur :) ég er ekki alveg 100% en Goodbye and Hello er verulega góður diskur og ég er jafnvel að hugsa um að reyna að nálgast fleiri diska með honum :)

mig langaði bara til að deila þessu með lesendum og því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum er "gleðifæð" er ekki orð ;)

Góðar stundir

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að gleðifæð ætti að vera orð! En Jeff Buckley, húmm margir fíla hann, mér finnst alltaf best að "melta" tónlistarmenn, stundum tekur það smástund en ég er buinn að vera að "melta" Sonic Youth í 12 ár :)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst gleðifæð vera ljótt orð. Ég er fegin að það er ekki orð.

Jæja kjelling, nú er ég byrjuð að blogga aftur - nú verður þrýstingnum aflétt!

Sjáumst ... fyrr en síðar ;)

Nafnlaus sagði...

Ég er heldur ekki viss hvað mér finnst um Jeff Buckley!!!

Ef við gefum okkur að gleðifæð sé orð er þá andheitið gleðifjöld????

Nafnlaus sagði...

Andheitið er gleðignægð myndi ég halda, sem er annað súper kúl orð...