Búin að vera lasin núna í nokkra daga og búin að fá alveg meira en nóg þannig að ég ætla í vinnuna á morgun ... ég er auðvitað líka orðin hress :)
Ég er búin að skoða netið frekar mikið og breyta aðeins linknum hérna hægra megin, bæta við síðum og spjallsíðum sem ég fer inná daglega og reglulega :) líka búin að hugsa mikið um komandi sumar - hefði mátt vera duglegri við að læra heima og lesa skólabækur því ég fæ ekki að gera neitt skemmtilegt í sumar ef ég verð að taka sumarpróf!! en ég er stundum smábarn og ræð ekki við mig:(
ég ætla að taka hjólið úr geymslu um leið og ég er búin að skrifa eina ritgerð - sem ég hefði getað komist langleiðina með undanfarna daga ef ég hefði ekki verið svona upptekin við að skipuleggja sumarið ;)
og strax eftir vorpróf taka ferðalögin við, alltaf gott veður í maí þó að næturnar séu kaldar þannig að fyrstu ferðarnar verða í heimsóknir til fólk sem ég þekki hingað og þangað - má ég ekki koma í heimsókn eina nótt annars? :)
ætlaði að blogga um heilan helling skemmtilegt en ég er búin að gleyma hvað það var nákvæmlega þannig að ég geri það bara næst ... eða ekki;)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli