þriðjudagur, júlí 31, 2007

Long time, no blog :)

í morgun var ég spurð að því hvort ég hefði verið í útlöndum, ég er víst orðin svo brún:) nei, ég hef ekki verið í útlöndum en ég fór að spá í hvað ég hefði verið að gera undanfarið og fékk satt að segja ogguponsusjokk þegar ég fattaði að ágúst byrjar á morgun!

ég verð að fara að undirbúa afmælið mitt, ykkur er auðvitað öllum boðið og þið munið fá formlegt boðskort (raunverulegt eða með símtali/sms/tölvupósti) um leið og ég er búin að ákveða hvað nákvæmlega stendur til:)

ég fór á Grundarfjarðarhátíð síðustu helgi og skemmti mér konunglega í mjög góðum hópi, stefni á að fara að ári og lofa að koma með hnetur ef ég fæ að gista á sama stað og síðast?;)

búin að vera frekar dugleg félagslega undanfarið, dugleg í vinnunni, á útilegusviðinu, búin að sjá Harry Potter og mun sjá Shrek III í þriðja sinn annað kvöld - kostir og gallar við að eiga mörg frændsystkini eru óteljandi þó að kostirnir séu ótvírætt fleiri en gallarnir;)

annars er lífið búið að vera svo skemmtilegt og fjölbreytt í sumar að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að byrja - segjum þetta hafa verið byrjunina?:)

... og endilega ef þið fáið einhverja sniðuga hugmynd um hvernig eigi að halda uppá þrítugsafmæli með stæl látið mig endilega vita! ég hef ekki haldið uppá afmælið mitt almennilega í nokkur ár og önnur ástæða fyrir því að veislan verður að vera frábær er sú að þrítgusafmælið ber uppá mánudegi;)

lifið heil:)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert algerlega velkomin að ári, jafnvel þó þú komir ekki með hnetur...lofa að reyna að sleppa því að fela tómatsósuna!!!!

Nafnlaus sagði...

Jibbí!
She´s alive!!!

Nafnlaus sagði...

Er ekki laust gott partíhúsnæði á Suðurlandinu, t.d. í Þykkvabænum?! Þá gætirðu bæði slegið í gegn og slegið um þig ... sirka 1,6 kílómetra frá bænum. Er það ekki 27. ágúst? Það er nefnilega góður partídagur.

Berglind

Nafnlaus sagði...

Þetta þarf að vera smá grand þar sem þetta er the big þríó. Hvað með útsýnisflug yfir Reykjavík í landgræðsluvélinni? Annars er keila alltaf góð á mánudögum :)

theddag sagði...

Ef þú færð góða hugmyndir þá máttu alveg deila þeim með mér, ég stend í sama vandanum.