Ég er meyr og ánægð og stolt og glöð og sátt og þakklát. Ég er þakklát fyrir óteljandi margt í kvöld og nei, ég fékk mér ekki of mikið af veitingunum. Þetta eru sannar tilfinningar.
Ég er þakklát fyrir að þekkja og vinna með svona frábæru fólki, fyrir að þetta hafi tekist hjá okkur. Þakklát fyrir Hörpu Rún kennara okkar sem leiddi okkur í gegnum allt ferlið og studdi okkur fallega, faglega og dyggilega. Þakklát fyrir að svo margir hafi komið í kvöld, keypt happadrættismiða og keypt bókina. Ég er þakklát fyrir alla sem komu til að styðja mig og fyrir að fá gjöf frá yndislegri stelpu til að veita mér innblástur í áframhaldandi skrif.
Það er gaman að vera rithöfundur og ég stefni á fleiri kvöld eins og í kvöld.
Takk öll aftur og góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli