þriðjudagur, maí 07, 2024

Gestabók

Ég hef verið í námskeiðinu Á þrykk þessa önn og lokaverkefnið okkar er útgefin bók. Á námskeiðinu skrifum við bók, ritstýrum, prófarkarlesum, setjum bókina upp, veljum forsíðumynd, pappír, hönnum allt, fjármögnum, auglýsum (@gestabok_), seljum og höldum útgáfuhóf. 

Bekkurinn gerir þetta saman en eins og í öllum hópverkefnum eru sumir sem draga vagninn og aðrir sitja í honum. Þessa önn hef ég verið einhvers staðar á milli, hvorki dregið vagninn né setið í honum. 
Suma daga hef ég hreinlega haft nóg með að verða ekki undir honum.

En ég hef selt slatta af happdrættismiðum og það er enn hægt að kaupa miða.



Þér er boðið!! Happdrætti til styrktar útgáfu vorbókar ritlistarnema - Gestabók 🥂

Hátt í hundrað vinningar í boði - listaverk, leikhúsmiðar, bækur fyrir börn og fullorðna og margt fleira.

Miðaverð er 1.500 kr. Hægt er að skrá sig í happdrættið með því að millifæra á reikninginn hér að neðan og skrifa athugasemd á þessa færslu eða senda skilaboð á Gestabók á Facebook eða Instagram. Einnig má senda skilaboð beint á höfunda bókarinnar.

Kennitala: 451012-0960
Bankareikningur: 0133-15-007037


… hvíslaði vitavörðurinn að vindinum


Lifið heil

Engin ummæli: