Hver ætli talan sé varðandi verkefni? Hversu mörg verkefni getur einstaklingurinn munað eftir áður en hann fer að gleyma? Hverjar eru breyturnar sem hafa áhrif? Stærð verkefnanna? Fjölbreytni þeirra? Umhverfisþættir? Truflanir? Þreyta? Innri áreiti og andlegir þættir?
Þá er ég að tala um meðal manneskju sem er ekki á þeim stað að vita ekki hvort hún sé að koma eða fara ef hún er í úlpunni.
Kannski rannsaka ég þetta þegar ég er orðin stór. Kannski skrifaði ég um þessar vangaveltur í kvöld til að ég myndi síður gleyma því.
Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli