mánudagur, maí 06, 2024

Gleymni

Því meira sem er að gera hjá mér því gleymnari verð ég. Það á líklega við um flesta en ég var að velta fyrir mér áðan hvort það sé eitthvað hlutfall verkefna sem er eðlilegt að gleymist? Svona eins og Dunbar kenningin um félagsleg samskipti. Það hefur verið reynt að afsanna hana en í rúm 30 ár hefur hún staðist allar prófanir. Dunbar kenningin er sú að manneskjan getur verið í eðlilegum, daglegum samskiptum við um það bil 150 einstaklinga og sinnt um það bil  fimm nánari samskiptum.

Hver ætli talan sé varðandi verkefni? Hversu mörg verkefni getur einstaklingurinn munað eftir áður en hann fer að gleyma? Hverjar eru breyturnar sem hafa áhrif? Stærð verkefnanna? Fjölbreytni þeirra? Umhverfisþættir? Truflanir? Þreyta? Innri áreiti og andlegir þættir?

Þá er ég að tala um meðal manneskju sem er ekki á þeim stað að vita ekki hvort hún sé að koma eða fara ef hún er í úlpunni.

Kannski rannsaka ég þetta þegar ég er orðin stór. Kannski skrifaði ég um þessar vangaveltur í kvöld til að ég myndi síður gleyma því.

Góðar stundir.

Engin ummæli: