fimmtudagur, maí 09, 2024

Endir

Mér gengur ekki að enda söguna mína og ég á að skila henni á morgun. Hversu opinn má endir smásögu vera? Hversu mikið eyðileggur lélegur endir fyrir góðri sögu? Ef sagan er lokaverkefni í heimspekinámskeiði er í lagi að skilja alla enda eftir lausa? Má ég enda á spurningu? Hver ætti að svara henni? Hver spyr?

Hvað þarf að standa hér til að það teljist sem bloggfærsla?

Lifið heil

Engin ummæli: