laugardagur, maí 04, 2024

4. maí 2024

Í dag er alþjóðlegi kvenhjóladagurinn og Skutlurnar fagna því. Við erum mótorhjólaklúbbur og við erum stelpur, það er no brainer.

Mögulega hefði ég átt að ljúka daglega blogginu mínu af áður en ég fór að skála fyrir vel heppnuðum degi? En dagurinn var sérlega vel heppnaður. Tæplega fjörtíu konur á jafnmörgum hjólum, tvö löggumótorhjól (takk kærlega Bjössi og Matti!), það rigndi ekki og pylsur í Auðbrekkunni. 

Unnur Magna magnaða tók myndir og Kittý ofurskutla og kílómetradrottning bjó líka til myndband.

Núna er veisla og ég ætla að snúa mér að henni.


Skál og lifið heil!

Engin ummæli: