Merkileg lesning.
Þjóðhátíðardagur Mexíkó er 16. september því 1810 lýsti Miguel Hidalgo yfir sjálfstæði landsins frá Spáni. 5. maí er til að minnast sigurs Mexíkó á her Frakka árið 1862 í bardaga við Puebla. Dagurinn er einmitt líka kallaður Dagur Puebla bardagans.
2000 Mexíkóar á móti 6000 Frökkum, 100 Mexíkanar létust og 500 Frakkar. Sigurinn var ímyndar-sigur mexíkönsku þjóðarinnar á Frakklandi og leiddi að lokum til þess að Benito Juárez forseti komst aftur til valda, með aðstoð Bandaríkjanna.
5. maí er helst fagnað í Bandaríkjunum, eiginlega ekkert í Mexíkó (nema í borginni Puebla), með hefðbundnum mat, tónlist, dansi og fjölskylduskemmtunum. Ástæðan fyrir því að þessi dagur er svona merkilegur í Bandaríkjunum er sú að sigur Mexíkana á stórveldinu Frakklandi hafði áhrif á bardagaþrek hermanna í borgarastyrkjöldinni sem þá geisaði norðan landamæranna. Ef þeir geta það í Puebla getum við það líka!
Þannig er það.
Þýðir ekkert að fara til Mexíkó í maí sem sagt og búast við skrúðgöngum.
Gott að vita, lifið heil
Engin ummæli:
Skrifa ummæli