sunnudagur, maí 05, 2024

Cinco de mayo

Ég var að lesa um cinco de mayo því ég var ekki alveg viss hverju væri verið að fagna. 
Merkileg lesning. 
Þjóðhátíðardagur Mexíkó er 16. september því 1810 lýsti Miguel Hidalgo yfir sjálfstæði landsins frá Spáni. 5. maí er til að minnast sigurs Mexíkó á her Frakka árið 1862 í bardaga við Puebla. Dagurinn er einmitt líka kallaður Dagur Puebla bardagans. 
2000 Mexíkóar á móti 6000 Frökkum, 100 Mexíkanar létust og 500 Frakkar. Sigurinn var ímyndar-sigur mexíkönsku þjóðarinnar á Frakklandi og leiddi að lokum til þess að Benito Juárez forseti komst aftur til valda, með aðstoð Bandaríkjanna. 

5. maí er helst fagnað í Bandaríkjunum, eiginlega ekkert í Mexíkó (nema í borginni Puebla), með hefðbundnum mat, tónlist, dansi og fjölskylduskemmtunum. Ástæðan fyrir því að þessi dagur er svona merkilegur í Bandaríkjunum er sú að sigur Mexíkana á stórveldinu Frakklandi hafði áhrif á bardagaþrek hermanna í borgarastyrkjöldinni sem þá geisaði norðan landamæranna. Ef þeir geta það í Puebla getum við það líka!

Þannig er það.

Þýðir ekkert að fara til Mexíkó í maí sem sagt og búast við skrúðgöngum.

Gott að vita, lifið heil

Engin ummæli: