sunnudagur, maí 12, 2024

Að skipta um tungumál

Eins og ég skrifaði um daginn hef ég verið að nota Duolingu daglega undanfarið. Síðustu 219 dagana til að vera nákvæm.
Ég hef verið að læra grísku því það er mikilvægt að geta sagt að kóngulær drekki mjólk og að ég sé í mínum eigin nærfötum. Ég hef ekkert notað grísku síðan ég kom til Korfú en í kvöld lærði ég orðið Φλοίσβος (borið fram: fleezvos) sem þýðir öldugjálfur. Ég lærði það ekki á Duolingo samt.

Núna er ég að velta fyrir mér hvenær ég skipti yfir í pólsku því næst stefni ég á ráðstefnu í Pólland í október. Skipti ég daginn eftir að ég kem heim? Strax í kvöld? Daginn sem ég fer heim?

Þar sem ég skrifa þetta man ég að ég er að fara í eina ferð fyrir október. Í september fer ég til Sviss í mótorhjólaferð … ætti ég að læra þýsku þangað til? Hvað ef við tökum stefnuna á Ítalíu? Eða Frakkland?

Það er erfitt að hafa svona mikið val og of lítinn tíma til að læra.


Lifið heil

Engin ummæli: