Ég tala um breytingar á fyrirlestrum. Ég minnist yfirleitt á þær í öllum fyrirlestrum og ég held fyrirlestur tvisvar á önn sem heitir einfaldlega Breytingar. Ég grínast með að uppáhalds spakmæli mitt sé:
Ef ekkert breytist breytist ekkert
Einu sinni skrifaði ég það á pappakassa sem ég notaði fyrir bókahillu eftir að líf mitt breyttist töluvert. Það var til að auðvelda sjálfri mér nýju kringumstæðurnar. Sannfær mig um að það væri gott að hlutirnir breyttust.
Þá eins og núna hataði ég breytingar. Ég þoli þær ekki.
Það fylgir því að lifa að breytast. Vissulega kýs ég frekar að breytast en að deyja en ég væri til í að það væri ekki annað hvort eða.
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli