föstudagur, maí 03, 2024

Lystigarðurinn

Ég var að hugsa í dag um hvernig ég skrifa. Mér finnst ég oft ráfa frá einum punkti til annars, skoða þetta og hitt, pæli í þessu og hinu en kemst aldrei að beinni niðurstöðu.
Mögulega eru þessar vangaveltur tengdar því að mér tekst ekki að skrifa góðan endi á smásögu sem ég er að skrifa í heimspeki námskeiði (spurðu mig endilega hvernig er að vera í svona skemmtilegu námi). 
Sagan er of stór fyrir plássið sem hún fær (4000 orð) en ég er samt að reyna að troða henni í það rými.

Um helgina lítur út fyrir að ég þurfi að drepa einhverjar elskur mínar …




Engin ummæli: