sunnudagur, maí 26, 2024

Sunnudagskvöld

Helgin var svakalega skemmtileg.

Brúðkaup á föstudag, dásamlegt fólk, fyndin skemmtiatriði, æðislegur matur og ástin, öll þessi ást.

Furðusagnahátíð og allt fólkið þar. Mikið óskaplega er þessi bókmenntakimi prýddur fallegum mennskum blómum.

Ég er engu nær um hvað mig langar til að skrifa en ég verð alltaf vissari um að ég muni gera það. Öðruvísi en til þess að skila inn verkefnum.

En næsta vika er heilir fimm dagar. 
Langt síðan síðast og þrjár vikur í næstu fjögurra daga helgi. 
Það verður í lagi. Ég mun auðveldlega lifa á þessari helgi fram að næstu.


Góðar stundir

Engin ummæli: