mánudagur, maí 27, 2024

Ný orð

Þegar ég er undir miklu álagi lendi ég stundum í því að nota röng orð. Ég er ekki ein um það. Að muna ekki orð getur meira að segja verið einkenni álags samkvæmt skólabókunum. Það getur sömuleiðis verið vísbending um alls konar taugasjúkdóma sem ég held ekki að hrjái mig því ég fer að hengja handklæðið aftur á ofninn inná baði og ekki hitagrindina um leið og ég fer að sofa betur.

En mér finnst líka gaman að nota ný orð sem mér finnst að ættu að vera til því þau eru svo lýsandi.

Bjartskýjað þegar það sér ekki til sólar í gegnum þykk ský en birta sólarinnar sést samt í gegnum skýin.

Steinaber á er nánast þurr á.

Trampólínfokrok er óvænt rok á árstíma þegar ekki er vanalega búist við stormi og engum dettur í hug að festa lausamuni. Það er líka bæði gaman að segja og skrifa trampólínfokrok.

Og fleiri. Ég læt ykkur vita.

Lifið heil og notið orðin ykkar.

Engin ummæli: