En mér finnst líka gaman að nota ný orð sem mér finnst að ættu að vera til því þau eru svo lýsandi.
Bjartskýjað þegar það sér ekki til sólar í gegnum þykk ský en birta sólarinnar sést samt í gegnum skýin.
Steinaber á er nánast þurr á.
Trampólínfokrok er óvænt rok á árstíma þegar ekki er vanalega búist við stormi og engum dettur í hug að festa lausamuni. Það er líka bæði gaman að segja og skrifa trampólínfokrok.
Og fleiri. Ég læt ykkur vita.
Lifið heil og notið orðin ykkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli