Ein sú mesta gæfa sem hverjum getur hlotnast er að mínu mati að geta hlakka til næsta dags. Það er ekki sjálfgefið. Það þarf ekki að hlakka til dagsins í heild en eitthvað hlýtur að vera tilhlökkunarefni?
Að fara í hreinan stuttermabol, að greiða sér án þess að greiða í gegnum flækju eða greiða sér til að losa flækju, við erum öll svo ólík. Að sjá hvernig veðrið verður. Að finna lyktina af öspunum. Að vekja hundinn og fagna þegar það bætist enn einn stolinn tennisbolti við dótakörfuna. Það gerist ekki á hverjum degi en þá eru jólin hjá Blíðu.
Ætli það sé í einhverjum sjálfshjálparbókum að skrifa þakklætisdagbók og hlakka til næstu hversdags-micro-jóla?
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli