fimmtudagur, maí 23, 2024

Speculative non fiction

Í haust er ég vonandi að fara á námskeið þar sem við lærum um speculative non fiction. Þar sem ég er strax komin í smá fráhvörf frá skólanum (það er komin heil vika) og finnst erfitt að það sé ekkert að gerast á Canvas (skólasmáforritinu) hef ég verið að skoða speculative non fiction. 

Eins og fólk gerir til að undirbúa næstu önn. 

Þetta hefur ekki einu sinni verið viðburðasnauð vika.

Ég væri líklega búin að kaupa skólabækurnar ef ég hefði ekki haft neitt að gera.

Hvað myndi ég gera allan daginn ef ég hefði ekkert að gera?


Góðar stundir


Engin ummæli: