Hvernig var fyrri hluti ársins? Hvernig vel ég að seinni hlutinn verði? Hvað gerðist gott síðustu sex mánuði? Hverju hefði ég viljað breyta? Hvað lærði ég undanfarna sex mánuði sem ég get nýtt mér til að gera næstu sex mánuði betri? Hvað vil ég gera aftur? Hvaða mistök gerði ég? Hefði ég getað komið í veg fyrir þau? Get ég borið kennsl á mistök áður en ég geri þau næstu sex mánuði? Hvernig ætla wg að gera næstu sex mánuði eftirminnilega? Hvað langar mig til að gera til gera hvern dag góðan? Mun ég hætta að blogga daglega fyrsta vetrardag eins og ég ætlaði þegar ég hóf þessa tilraun fyrsta sumardaginn? Hverjar voru bestu bækur ár sem ég las síðustu sex mánuði? Hvað var það skemmtilegasta sem ég gerði? Hvað er ég að fara að gera skemmtilegt á næstunni? Hvað ætla ég að hafa í matinn Anna kvöld?
Allt góðar spurningar.
Ég ætla að sofa á þeim.
Takk fyrir fyrst sex.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli