fimmtudagur, júní 13, 2024

Strandlengjan

Í dag fór ég að velta fyrir mér af hverju við förum ekki niður á strönd á Íslandi. Við erum vissulega með Strandvegi í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Vík, Garðabæ og á Sauðárkrók. Það eru líka Strandgötur í Hafnarfirði, Sandgerði, Neskaupstað, Ólafsfirði, Patreksfirði, Tálknafirði og Eskifirði og á Akureyri, Stokkseyri og Hvammstanga (fleiri?) en tölum við um ströndina? Mér er sagt að Akranesingar fari á ströndina þegar þeir fara niður á Langasand en fara ekki allir hinir Íslendingarnir, hringinn í kringum landið, niður í fjöru? 

Hafa einhverjir Íslendingar farið í fjöruferð á Tene?


Sólarkveðjur, sandur og ajór.

Engin ummæli: