Karólínu var boðið að vera í Steinshúsi á Nauteyri og bauð Sölva með sér. Þau voru með ljóðaupplestur og listamannaspjall í beinni útsendingu úr pottinum. Á morgun verða þau með upplestur einhvers staðar sem hluti af Snæfjallahátíðinni sem er verið að halda í fyrsta sinn þessa helgi. Kannski stefni ég á að mæta á hana næstu Jónsmessuhelgi?
Það hljómar í það minnsta vel að stefna á eitthvað ferðalag að ári liðnu í tilefni af sumarsólstöðum (laugardagur) og Jónsmessunni (þriðjudagur).
Gott plan!
Og góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli