Hann hefur mikinn áhuga á Ásatrú og ég hjálpaði honum aðeins með verkefni tengt henni síðasta vetur. Ég var þess vegna búin að ákveða hvaða bók mig langaði til að gefa honum en þegar ég hélt á henni fannst mér hún ekki vera rétta gjöfin. Mér fannst hún alls ekki passa en gat ekki sagt hvers vegna ekki. Hann gæti sótt hana á bókasafn, hún var ábyggilega úrelt, kannski var hann bara spenntur fyrir Ásatrú útaf þessu eina verkefni?
En ef innsæið sagði mér að þessi bók myndi ekki virka hvað ætti ég þá að gefa honum? Skartgrip auðvitað!
Einmitt. Ég hef jafnmikið vit á skartgripum og snákar hafa á skóm. Mér gekk hins vegar ekkert að fá mig ofan af þessari skartgripahugmynd.
Þannig að ég fór að leita.
Að skartgrip fyrir 16 ára strák.
Rökrétt.
Alls ekki.
Í veislunni í dag spurði föðurbróðir minn útskriftarfrænda minn hvað hann ætlaði að gera í haust. Svarið kom án hiks. Hann langar til að verða gullsmiður.
Innsæi mitt klikkaði ekki í dag
Kannski er vitavörðurinn skyggn?
Hlustið með lifrinni, inn, út, inn, inn, út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli