mánudagur, júní 24, 2024

Öpp

Ég er með nokkur öpp í símanum. Hugsanlega of mörg? Stundum næ ég í app, nota það einu sinni og svo dagar það uppi. Oft opna ég það aldrei aftur en eyði því ekki fyrr en eftir dúk og disk.
Ég notaði til dæmis alltaf bara norsku veðurspána en var með nokkur önnur sem virkuðu aldrei. Líklega orðin úreld en ég lokaði þeim alltaf bara aftur og opnaði annað app, án þess að eyða því sem virkaði ekki. 
Ef til vill bjóst ég við að það myndi batna ef ég léti það bíða?

En, núna er ég búin að finna algerlega frábært app sem ég vona að haldi áfram að vera frábært. Það heitir Betra veður.

Mæli með því.
Reikna líka með betra veðri með þetta í vasanum.

Kveðja vitavörðurinn

Engin ummæli: