þriðjudagur, júní 18, 2024

Þriðjudagur

Vegna þess að 17. júní var í gær, á mánudegi þá er þetta bara fjögurra daga vinnuvika. Ég hef hlakkað til hennar. Það eru bara þrír vinnudagar eftir.

Ég kann vel við vinnuna mína, ég vinn með algerlega frábæru fólki og vinnan er skemmtileg en mér finnst hún fækka tímunum sem ég hef á hverjum degi til að gera aðra hluti. 

Á morgun fer ég að vísu aðeins fyrr úr vinnunni en það er til að fara til kvensjúkdómalæknis og ég væri alveg til í að sleppa við það.

En annað kvöld verða bara tveir vinnudagar eftir í þessari viku.

Ætli vitaverðir verði þreyttir á sinni vinnu líka?


Lifið heil 

Engin ummæli: