miðvikudagur, júní 05, 2024

Japönsk orð

Í kvöld fór ég í bíó og sá Snertingu, nýju mynd Baltasars Kormáks eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þetta var afskaplega falleg mynd og ég mæli með því að sjá hana. Alls ekki eins sorgleg og ég bjóst við og ég þurfti varla að nóta tissjúin sem ég fór með.

Eitt það merkilegasta við myndina var hversu líkur Tom Hanks mér fannst Egill Ólafsson vera. Aftur og aftur fannst mér ég vera að horfa á Hollywood mynd með Tom Hanks í aðalhlutverki, ekki íslenska mynd. 

Á næstu önn fer ég á námskeið þar sem ég læri að skrifa um menningarafurðir almennilega. Þá geri ég kannski aðra tilraun til skrifa um þessa mynd.

En í kvöld ætla ég að láta að nægja að skrifa um japönsk orð. Eitt sem var minnst á í myndinni var kodokushi, óttinn við að deyja án þess að hafa einhvern hjá sér. Annað orð var hibakusha, fórnarlamb kjarnorkuárásir. 

Ég á mér nokkur uppáhalds japönsk orð sem þýða eitthvað ákveðið en eru ekki til nema sem setningar í öðrum tungumálum. Eitt þeirra er tsundoku. Þau eru fleiri en ég er líka afskaplega þreytt og þyrfti að fletta upp stafsetningunni.

Góðar stundir


Engin ummæli: