sunnudagur, júní 23, 2024

Sviss

Í haust fer ég til Sviss með fleira fólki. Við ætlum að leigja okkur mótorhjól og ferðast um, ekkert ákveðið ennþá annað en flugið til Zurich og hjólin. Ég verð á Ducati Multistrada. Hef aldrei prófað þannig en geri ráð fyrir að það verði ótrúlega gott hjól. Ég er sannfærð um að ferðin verði frábær.
Þess helgi byrjuðum við aðeins að ferðast á Google Maps. Höfum aldrei gert það áður því yfirleitt kaupum við bara flug, vitum nokkur vegin í hvaða átt við ætlum þegar við lendum og leggjum af stað. 
Kemur í ljós hvort er betra en gæti skeð að það lengi ferðalagið að gera þetta svona? Og ég fæ að sjá miklu meira en ef við hefðum bara valið átt því ég skoða svo mikið af myndum.

En ég ætla samt í ferðalagið. 
Ég er með ímyndunarafl en mig langar til að finna lyktina. Hún finnst ekki af myndum.

Lifið heil.

Engin ummæli: