þriðjudagur, júní 11, 2024

Skúli Óskarsson

Þegar ég var þriggja ára setti Skúli Óskarsson heimsmet í kraftlyftingum. Hann var frægur og mér fannst hann algerlega æðislegur. Ég átti úrklippubók og safnaði myndum af honum og límdi fallegustu límmiðana mína á blaðsíðurnar. Mér er sagt að ég hafi gengið um með þessa bók og sýnt fólki hana í óspurðum fréttum. Með þessum orðum: “finnst þér hann ekki ógeðslegur?” 

Held ekki að það hafi varla verið mín eigin orð því mér hefur alltaf fundist hann frábær. Sjarmerandi. Fyndinn og myndarlegur en núna er hann fallinn frá. Það hefði verið gaman að hitta hann í eigin persónu en ég hef gert það að lífsreglu að hitta helst ekki átrúnaðargoð mín. Ég kýs að upphefja þau á þann hátt að engin manneskja getur staðið undir því.


Blessuð verði minning Skúla Óskarssonar 

Engin ummæli: