sunnudagur, júní 02, 2024

Kosninganótt

Ég er ekki að fylgjast með tölunum en er frekar spennt að sjá hver verður forseti þegar ég vakna á morgun. Ekki mikið spennt. Ekki eins og ég eigi afmæli á morgun en smá spennt.

Stundum vildi ég að ég hefði meiri áhuga á pólitík en í sannleika sagt vantar hana í mig. Það er ekkert við stjórnmál sem mér finnst spennandi nema mögulega í sjónvarpsþáttum þar sem er búið að slípa og pússa og þjappa alls konar málum í hálftíma langan úrdrátt. Stjórnmálasaga er líka ágæt, þegar það er hægt að lesa um atburði á nokkrum blaðsíðum sem var marga mánuði eða ár að raungerast.

Það er á svona kvöldum, þegar ég ætti að vera vakandi og spennt, sem ég er svo ánægð að hafa hætt í fjölmiðlafræði. Það skiptir mig ekki máli hvenær ég fæ að heyra fréttirnar, það sem gerist gerist.

Megi einhver fambjóðandi vinna.

Engin ummæli: