Ég hef stundum horft með mömmu og dáumst bæði að búningunum og atriðunum sem eru sum sérlega flott.
Við reynum samt aldrei að giska hver er undir grímunni. Það skiptir engu máli. Við þekkjum þetta fólk ekkert frekar án grímunnar.
Það hljóta að vera fleiri eins og við. Þessi þáttur er keyptur, textaður og sýndur á besta tíma fyrir fólk sem kann að meta búninga.
Ég skil hvers vegna Íslendingar halda bæði uppá Hrekkjavöku og Öskudag.
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli