Ég var hins vegar að læra um eitthvað sem heitir aphantasia. Fólk með aphantasíu getur ekki séð hluti á fyrir sér. Það sér ekki mynd af tjaldi og finnur lyktina af grasinu í fortjaldinu eða sér litinn innaní því eða getur fundið fyrir hitanum þegar sólin fer að skína. Það bara vantar. Ef ég væri með aphantasíu myndi ég ekki sjá Blíðu fyrir mér þegar ég hugsa um hana heldur orðið Blíða. Orðið sjálft.
Mér finnst afskaplega erfitt að ímynda mér þetta þrátt fyrir að vera einstaklega góð í að sjá hlutina fyrir mér. Þegar ég reyni að sjá Blíðu fyrir mér sem orðið Blíða sé ég litla nefið á henni stinga sér útum ð-ið eða að naga kommuna yfir í-inu.
Stórmerkilegt alveg.
Lifið heil.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli