mánudagur, júlí 01, 2024

Kosningar

Að hugsa sér að þurfa að kjósa í Bandaríkjunum haustið 2024 og hafa, í augnablikinu, val um glæpamann og mann sem ætti að hafa vit á að draga sig í hlé. 

Ég er á því að það sé betra að taka erfiðar ákvarðanir áður en þær eru teknar fyrir mig. Ég vona til dæmis: 
- að ég hafi vit á að hætta að keyra þegar það er komið gott
- að ég lifi enn svo spennandi lífi að það sé ekki óhuggulegt að taka ákvörðun um að hætta að vinna
- að ég bjóði mig ekki fram í verkefni sem ég mun ekki koma til með að ráða við vegna hópþrýstings eða lélegrar sjálfsþekkingar
- að ég komi til með að þekkja minn vitjunartíma

Líklega er það flókið. 
Ég hef látið hrífast með aðstæðum og samþykkt hluti sem ég hefði ekki gert við aðrar aðstæður. 
Látið undan hópþrýstingi. Það gera það mögulega flestir einhvern tímann en það væri óskandi að leiðtogi heimsálfu hefði vit á að gera það ekki.

Þetta verður eitthvað í haust.

Lifið heil.

Engin ummæli: