fimmtudagur, júlí 11, 2024

Stóraferðin 2024

Á morgun leggja Skutlur og makar af stað í árlega mótorhjólaferð sem verður að þessu sinni sex nætur.

Við frestuðum brottför um klukkutíma til að vera ekki að leggja af stað í grenjandi rigningu en við munum ekki hjóla norður í þurru á morgun.


Það er alveg ástæða fyrir því að Skutlur eru eini mótorhjólaklúbbur landsins sem hjólar í merktum pollagöllum.

En þetta verður gaman!


Góðar stundir.

Engin ummæli: