laugardagur, júlí 13, 2024

Dagur tvö - Bakkaflöt á Akureyri

Vindur sem var ekki í kortunum vakti okkur en hjólin voru öll standi. Þau stóðu líka allan daginn um Hofsós, fyrir Tröllaskaga, á meðan við klöppuðum geitum og grísum. Á Siglufirði lögðum við hjólunum í skjóli og borðuðum pizzur áður en við héldum áfram suður í gegnum göng sem gerðu sum okkar drulluskítug. Bara sum hjól og suma galla, sérlega merkilegt.
Ég var með farþega. Sú sem á hjólið sem fór á undan okkur í bæinn. Það gekk ágætlega og það var svo lítið mál fyrir hjólið að bera okkur báðar að ég var sífellt að líta í spegla á til að fullvissa mig um að hún sæti ennþá fyrir aftan mig. Sætið er hins vegar ekki sérlega þægilegt og ekkert sissybar þannig að hún var orðin frekar þreytt þegar við komum á áfangastað þó að ég reyndi að keyra slétt.
Hópurinn fór í kvöldmat á Strikið en við fórum þrjú á Sykurverk og hittumst seinna um kvöldið á Lundabar. Einstakur og skemmtilegur samkomustaður. 

Jájá, þetta bara orðið að ferðasögu. Gaman að því. 
Og ein mynd:


Gunna og grísin.

Það var bíll frá RÚV á staðnum en þó að ég hafi aldrei snert grís áður og grísirnir þrír eltu Gunnu þegar hún var búin að kjassa þá - og þeir smakkað á henni - þótti það ekkert fréttnæmt. 

Aftur er ég fegin að hafa ekki lagt blaðamennskuna fyrir mig. Ég er ekki með neitt fréttanef.

Lifið heil.

Engin ummæli: