fimmtudagur, júlí 04, 2024

Sniglar 40 ára

Í Varmalandi í Borgarfirðinum er verið að fagna 40 ára afmæli Sniglanna á Landsmóti þessa helgi.

Helgin verður frábær, staðurinn er flottur, veðurspáin er góð og það bara þannig að þegar mótorhjólafólk hittist er gaman. 

Fimmtudagar á Landsmóti eru alltaf skemmtilegir og í kvöld er Sniglabandið að spila. Ég tók myndband af stemningunni á dansgólfinu en það er ekki í boði að hlaða því beint upp á þessu síðu þannig að þið fáið bara skjáskot úr myndbandinu.




Passaðu uppá mótorhjólafólk, passaðu mig, líttu tvisvar.

Engin ummæli: