Gleðilegt ár litlu rúsínurnar mínar og hafði það sem allra, allra best á nýju ári!
Samviskubréf ársins 2003 verður ekki birt á netinu... ekki fræðilegur:) mér þykir of vænt um fólkið sem kemur hingað til að bjóða þeim að lesa svoleiðis:) samt búið að vera mjög viðburðarríkt ár....
eyðilagði bílinn minn og keypti nýjan... draumabílinn minn:)
skipti um vinnu... sem er að vísu árlegur viðburður hjá mér:) og gengur mjög vel í þeirri nýju þó ég sakna strákanna í fiskbúðinni mjög mikið.... eftir að það var bætt við kvöldvakt í mynduninni og nýrri myndavél hafa afköstin aukist um þriðjung:)
fór tvisvar til útlanda!! mjög grand á því:)
hélt snilldar afmælisveislu, júróvisjónpartý, þjóðfræðipartý, matarboð og alls konar partý:)
ég klippti af mér allt hárið en get núna sett í tagl!!! að vísu lítið tagl en samt tagl:)
ég synti frá Engey og frá Kópavogi til Reykjavíkur:)
og margt, margt, margt annað....
við Fídel erum að fara í ferðalag í dag og ég verð að fara að klára undirbúninginn, þannig að ég kveð að sinni... heyrumst á næsta ári:)
miðvikudagur, desember 31, 2003
þriðjudagur, desember 30, 2003
bara rétt að kíkja inn... merkilegt að hafa svona mikið að gera en vera samt í svona miklu "fríi":)
bætti við link á síðu sem ég var búin að fá leyfi til að linka á fyrir löngu en hvarf svo bara af netinu:( gaman að sjá bloggið þitt Dagný Ásta!! ég linkaði bara á það í staðinn:)
.... og Hannesinn bara að skoða bloggið mitt! undrin gerast enn:) rematch soon?
var búin að lofa vini mínum líka að tala um hann á blogginu mínu, mjög góður vinur minn sem ég hef ekki hitt síðan ég var í París fyrir löngu..... hmmmm ætli það hafi ekki verið '98??? vá... getur ekki verið svona langt síðan við hittumst??? eða jú... það er ábyggilega svona langt síðan? anívei, núna skiptumst við á bréfum og e-mailum og hittumst reglulega á msn:) þessi vinur minn heitir NICK og er alger snillingur! hann les bloggið mitt stundum en kann ekki sérlega mikið í íslensku... ekki alveg nóg til að skilja allt sem ég skrifa en hann nær sumu... sérstaklega ef ég myndi skrifa "Leikandi gott í gogginn" því við borðuðum alltaf Coco Puffs þegar hann bjó hérna svo getur hann sagt fullt af mjög merkilegum hlutum sem ég hef ekki hugmynd um hvar hann lærði:)... maðurinn er bara tungumálasnillingur! hann bjó hérna í nokkra mánuði, keypti söngleikinn Hárið á íslensku og þýddi hann yfir á frönsku! mjög merkilegt!:) verð bara að segja að hann er yndislegur maður og vona að ég fái að hitta hann aftur bráðlega... kannski ég kíki til Frakklands á næsta ári? ég ætla að minnsta kosti að fara til útlanda einhvern tímann innan næstu 12 mánaða:) en ég er ekki alveg búin að ákveða hvert ég ætla að fara... hugsanlega einhvert sem ég hef aldrei farið áður.... eða kaupa ódýrt flug til London og "hoppa" þaðan eitthvert? svo ætla ég auðvitað að fara í ferðir á nýja fína bílnum mínum:).... sem bæ þe vei verður ekki færður fyrr en í vor því þó hann sé stór er hann alveg á kafi eftir snjókomu gærdagsins:( en þvílík snilld sem þessi snjór er! eftir vinnu í gærkvöldi bjó ég til snjókall og er verulega að pæla í að búa til heila snjókallafjölskyldu í dag:) en núna verð ég að fara að koma mér...
bætti við link á síðu sem ég var búin að fá leyfi til að linka á fyrir löngu en hvarf svo bara af netinu:( gaman að sjá bloggið þitt Dagný Ásta!! ég linkaði bara á það í staðinn:)
.... og Hannesinn bara að skoða bloggið mitt! undrin gerast enn:) rematch soon?
var búin að lofa vini mínum líka að tala um hann á blogginu mínu, mjög góður vinur minn sem ég hef ekki hitt síðan ég var í París fyrir löngu..... hmmmm ætli það hafi ekki verið '98??? vá... getur ekki verið svona langt síðan við hittumst??? eða jú... það er ábyggilega svona langt síðan? anívei, núna skiptumst við á bréfum og e-mailum og hittumst reglulega á msn:) þessi vinur minn heitir NICK og er alger snillingur! hann les bloggið mitt stundum en kann ekki sérlega mikið í íslensku... ekki alveg nóg til að skilja allt sem ég skrifa en hann nær sumu... sérstaklega ef ég myndi skrifa "Leikandi gott í gogginn" því við borðuðum alltaf Coco Puffs þegar hann bjó hérna svo getur hann sagt fullt af mjög merkilegum hlutum sem ég hef ekki hugmynd um hvar hann lærði:)... maðurinn er bara tungumálasnillingur! hann bjó hérna í nokkra mánuði, keypti söngleikinn Hárið á íslensku og þýddi hann yfir á frönsku! mjög merkilegt!:) verð bara að segja að hann er yndislegur maður og vona að ég fái að hitta hann aftur bráðlega... kannski ég kíki til Frakklands á næsta ári? ég ætla að minnsta kosti að fara til útlanda einhvern tímann innan næstu 12 mánaða:) en ég er ekki alveg búin að ákveða hvert ég ætla að fara... hugsanlega einhvert sem ég hef aldrei farið áður.... eða kaupa ódýrt flug til London og "hoppa" þaðan eitthvert? svo ætla ég auðvitað að fara í ferðir á nýja fína bílnum mínum:).... sem bæ þe vei verður ekki færður fyrr en í vor því þó hann sé stór er hann alveg á kafi eftir snjókomu gærdagsins:( en þvílík snilld sem þessi snjór er! eftir vinnu í gærkvöldi bjó ég til snjókall og er verulega að pæla í að búa til heila snjókallafjölskyldu í dag:) en núna verð ég að fara að koma mér...
fimmtudagur, desember 25, 2003
Gleðileg jól til ykkar allra!
Vonandi var aðfangadagurinn yndislegur og hafið það sem allra best það sem eftir er af hátíðunum:) og á næsta ári ... og bara alltaf:)
Takk kærlega fyrir öll jólakortin og jólasmsin - ég sendi hvorugt en mér þykir samt rosalega vænt um ykkur öll:) ég hafði því miður ekki tíma til að senda nein jólakort... afhverju líka að brjóta hefðina? ég hef aldrei sent jólakort en það er ekki vegna þess að mig langi ekki til þess heldur brenn ég alltaf inná tíma.... ég ætla að gera það þegar ég verð orðin stór eða skrifa þau í ágúst til að ná því örugglega:) ég ætlaði að senda e-mail og hringja nokkur símtöl en náði því miður ekki áður en jólin sjálf voru komin og ég kunni ekki við að hringja þá:) hleðslutækið mitt er nefnilega læst inni á einhverjum vinnustaðnum og síminn er týndur einhvers staðar, batteríslaus og ég hef ekki hugmynd um hvar hann er og get ekki hringt til að finna hann... 99% viss um að hann sé heima hjá mömmu og pabba samt - nenni ekki að hafa áhyggjur af honum:)... en klukkan var orðin of margt þegar ég loksins komst í "landlínu":)
Svaf rosalega lengi í nótt... frábær matur í gærkvöldi og fullt af pökkum:) er í fríi í allan dag og er boðin í jólamat til mömmu og pabba á eftir... ætla að lesa og sofa í allan dag og senda nokkur e-mail til fólks sem mér þykir vænt um en fékk hvorki pakka né kort frá mér þessi jól... bara til að láta þau vita að ég er að hugsa um þau og þannig - hafið það sem allra best:)
Vonandi var aðfangadagurinn yndislegur og hafið það sem allra best það sem eftir er af hátíðunum:) og á næsta ári ... og bara alltaf:)
Takk kærlega fyrir öll jólakortin og jólasmsin - ég sendi hvorugt en mér þykir samt rosalega vænt um ykkur öll:) ég hafði því miður ekki tíma til að senda nein jólakort... afhverju líka að brjóta hefðina? ég hef aldrei sent jólakort en það er ekki vegna þess að mig langi ekki til þess heldur brenn ég alltaf inná tíma.... ég ætla að gera það þegar ég verð orðin stór eða skrifa þau í ágúst til að ná því örugglega:) ég ætlaði að senda e-mail og hringja nokkur símtöl en náði því miður ekki áður en jólin sjálf voru komin og ég kunni ekki við að hringja þá:) hleðslutækið mitt er nefnilega læst inni á einhverjum vinnustaðnum og síminn er týndur einhvers staðar, batteríslaus og ég hef ekki hugmynd um hvar hann er og get ekki hringt til að finna hann... 99% viss um að hann sé heima hjá mömmu og pabba samt - nenni ekki að hafa áhyggjur af honum:)... en klukkan var orðin of margt þegar ég loksins komst í "landlínu":)
Svaf rosalega lengi í nótt... frábær matur í gærkvöldi og fullt af pökkum:) er í fríi í allan dag og er boðin í jólamat til mömmu og pabba á eftir... ætla að lesa og sofa í allan dag og senda nokkur e-mail til fólks sem mér þykir vænt um en fékk hvorki pakka né kort frá mér þessi jól... bara til að láta þau vita að ég er að hugsa um þau og þannig - hafið það sem allra best:)
mánudagur, desember 22, 2003
ógeðslega snemmt... en get ekki sofið lengur...
í dag er það Þorláksmessuskatan! soldið sátt við að vera að fara í vinnuna með kvef því þá finn ég vonandi ekki eins mikla lykt:) á móti kemur að vísu að ég á ekki eftir að finna neina lykt af sjálfri mér heldur og það gerir "lyktar-control" alltaf miklu flóknara:) hef bara sama system og árin áður, klæði mig úr á stigapallinum og skil fötin eftir þar, losa köttinn rólega af bakinu á mér til að fá ekki ör eftir neglurnar eða fer í sturtu með hann áfastann og leyfi honum að blotna almennilega og tengja lyktina við sjokk ekki gleði (skilyrðing sko, úr sálfræðinni) og útskýri fyrir honum að hann megi leika sér í fatahrúgunni einhvern tímann á morgun þegar ég þarf ekki að mæta aftur í sömu fötunum í fiskbúðina - gengur ekki að vera loðinn af kattarhárum í vinnunni og það er nægilega erfitt að slá af sér kettina í nágrenninu:)
ef einhver vill verulega góða Þorláksmessuskötu mæli ég hiklaust með Gallery fisk, Nethyl 2, bæði til að kaupa og borða á staðnum þar sem þeir eru með þennan snilldar veitingarstað:) og ef þið eruð rosalega heppin þá mun ég afgreiða ykkur:)
... ef þið borðið ekki skötu hins vegar þá er það alltaf Svarta kaffi og súpa í brauði, mjög gott jólaglögg og stemmningin mun vera frábær á Þorláksmessu - við erum búin að vera að peppa okkur upp í margar vikur til að vera hress og svo er búið að lofa okkur staffapartýi eftir vinnu:)... þannig að þegar við kveikjum ljósin þá er búið að loka þó að þið séuð full og vitlaus:)
í dag er það Þorláksmessuskatan! soldið sátt við að vera að fara í vinnuna með kvef því þá finn ég vonandi ekki eins mikla lykt:) á móti kemur að vísu að ég á ekki eftir að finna neina lykt af sjálfri mér heldur og það gerir "lyktar-control" alltaf miklu flóknara:) hef bara sama system og árin áður, klæði mig úr á stigapallinum og skil fötin eftir þar, losa köttinn rólega af bakinu á mér til að fá ekki ör eftir neglurnar eða fer í sturtu með hann áfastann og leyfi honum að blotna almennilega og tengja lyktina við sjokk ekki gleði (skilyrðing sko, úr sálfræðinni) og útskýri fyrir honum að hann megi leika sér í fatahrúgunni einhvern tímann á morgun þegar ég þarf ekki að mæta aftur í sömu fötunum í fiskbúðina - gengur ekki að vera loðinn af kattarhárum í vinnunni og það er nægilega erfitt að slá af sér kettina í nágrenninu:)
ef einhver vill verulega góða Þorláksmessuskötu mæli ég hiklaust með Gallery fisk, Nethyl 2, bæði til að kaupa og borða á staðnum þar sem þeir eru með þennan snilldar veitingarstað:) og ef þið eruð rosalega heppin þá mun ég afgreiða ykkur:)
... ef þið borðið ekki skötu hins vegar þá er það alltaf Svarta kaffi og súpa í brauði, mjög gott jólaglögg og stemmningin mun vera frábær á Þorláksmessu - við erum búin að vera að peppa okkur upp í margar vikur til að vera hress og svo er búið að lofa okkur staffapartýi eftir vinnu:)... þannig að þegar við kveikjum ljósin þá er búið að loka þó að þið séuð full og vitlaus:)
laugardagur, desember 20, 2003
ennþá lasin... kannski meira lasin en ég var í gærkvöldi en ekki með eins mikinn hita... fer ekki í vinnuna í dag sem er synd vegna þess að það verður geðveikt að gera þar en ekkert að gera hérna því ég er búin að kaupa OG pakka inn öllum jólagjöfunum mínum (hef aldrei verið svona skipulögð!!!) að vísu er ég með einn pakka sem ég á ábyggilega ekki eftir að gefa og mig vantar einn... alltof flókið að finna gjafir handa sumum! en núna hef ég heilan dag til að velta því fyrir mér... ég get líka alveg farið að taka til en ég hef ekki orku í það akkúrat núna þannig að ég er bara að taka til í pósthólfunum mínum... ekkert smá sem safnast fyrir þegar maður kíkir ekki á e-mailin sín í að verða viku:)
fékk e-mail um að eina bloggsíðuna vantaði þannig að linkurinn verður kominn eftir smá stund...
Hannesinn er kominn heim og ég er bara búin að hitta hann tvisvar... stundum er bara ekkert gaman að vera í vinnum... kannski ætti ég bara að taka neyslulán og díla við þetta allt saman þegar ég er orðin stór?:) ég sá einu sinni í sjónvarpinu viðtal við fólk á mínum aldri sem skuldaði nokkrar milljónir í neyslulán, Fólk með Sirrý sko, en ég held að ef þú skuldar einhverjar 20 milljónir án þess að eiga neitt í staðinn ertu í soldið vondum málum? ég skulda ekki 20 milljónir...
kannski ég taki soldið til á þessari síðu líka? bæti inn einhverju eða eitthvað?... kannski á eftir, ætla að leggja mig smá núna:)hehehehe engin orka:)
fékk e-mail um að eina bloggsíðuna vantaði þannig að linkurinn verður kominn eftir smá stund...
Hannesinn er kominn heim og ég er bara búin að hitta hann tvisvar... stundum er bara ekkert gaman að vera í vinnum... kannski ætti ég bara að taka neyslulán og díla við þetta allt saman þegar ég er orðin stór?:) ég sá einu sinni í sjónvarpinu viðtal við fólk á mínum aldri sem skuldaði nokkrar milljónir í neyslulán, Fólk með Sirrý sko, en ég held að ef þú skuldar einhverjar 20 milljónir án þess að eiga neitt í staðinn ertu í soldið vondum málum? ég skulda ekki 20 milljónir...
kannski ég taki soldið til á þessari síðu líka? bæti inn einhverju eða eitthvað?... kannski á eftir, ætla að leggja mig smá núna:)hehehehe engin orka:)
og núna held ég að sé tíminn til að linka á nokkrar skemmtilegar jólaheimasíður í tilefni þess að það er svona stutt í jólin:) ég er ekki að vinna í kvöld... eins og öll kvöld þessa vikuna vegna þess að ég er orðin bullandi lasin og búin að sofa síðan klukkan fimm í dag... var að vakna og það er ekkert í sjónvarpinu þannig að ég ákvað að surfa á netinu þangað til ég þarf að fara að sofa aftur:)... svo er næstum koma vika síðan ég bloggaði síðast:)
Jólaskraut
tampax-englar á jólatréið
flamingófuglar eru hugsanlega jólalegir í sumum heimshlutum?... mjög vinsælir:)
haglabyssuskreytingar
fiskaskreytingar
Hryllilegar ofskreytingar
ég gæti ekki búið hérna
nokkur hús í Atlanta
skrollið niður... hvað ER dátinn þarna neðst að gera við hreindýrið???
Hvað jólin geta gert
maður sem snappaði... og átti haglabyssu og garð:)
retail rage...
Hérna er listi til að koma auga á þá sem skreyta alltof mikið...:
1. Ruglast flugvélar á leið inn til lendingar á jólaljósunum og flugbrautinni?
2. Eru jólalög á repít allan sólahringinn í stórum hátölurum sem vísa útá götu?
3. Blandar fólk saman mismunandi hátíðum þegar það skreytir, til dæmis þjóðhátíðardeginum og jólunum?
4. Notar fólk teiknimyndafígúrur í stað Jesús, Maríu og Jósef eða nota þau teiknimyndapersónur til að skreyta hjá sér sem hafa ekkert með jólin að gera?
5. Er risastórt uppblásið jólaskraut í garðinum?
6. Myndast umferðateppa í götunni þinni í desember, þó það sé botnlangi?
7. Eru ljósaskilti í garðinum sem eru stærri en auglýsingaskiltið hjá Kringlunni?
8. Eru þau með lítið fjölskylduleikrit í garðinum fyrir nágrannana á hverju kvöldi?
9. Auglýsa þau skreytingarnar sínar í hverfisblaðinu eða eru með eigin heimasíðu?
10. og það skreytir sýndarheimili tölvuleiks sem það spilar... takið eftir klósettinu:)
farin að sofa.... kannski finn ég meira á morgun ef ég verð ekki orðin nægilega góð til að fara í vinnuna:)
Jólaskraut
tampax-englar á jólatréið
flamingófuglar eru hugsanlega jólalegir í sumum heimshlutum?... mjög vinsælir:)
haglabyssuskreytingar
fiskaskreytingar
Hryllilegar ofskreytingar
ég gæti ekki búið hérna
nokkur hús í Atlanta
skrollið niður... hvað ER dátinn þarna neðst að gera við hreindýrið???
Hvað jólin geta gert
maður sem snappaði... og átti haglabyssu og garð:)
retail rage...
Hérna er listi til að koma auga á þá sem skreyta alltof mikið...:
1. Ruglast flugvélar á leið inn til lendingar á jólaljósunum og flugbrautinni?
2. Eru jólalög á repít allan sólahringinn í stórum hátölurum sem vísa útá götu?
3. Blandar fólk saman mismunandi hátíðum þegar það skreytir, til dæmis þjóðhátíðardeginum og jólunum?
4. Notar fólk teiknimyndafígúrur í stað Jesús, Maríu og Jósef eða nota þau teiknimyndapersónur til að skreyta hjá sér sem hafa ekkert með jólin að gera?
5. Er risastórt uppblásið jólaskraut í garðinum?
6. Myndast umferðateppa í götunni þinni í desember, þó það sé botnlangi?
7. Eru ljósaskilti í garðinum sem eru stærri en auglýsingaskiltið hjá Kringlunni?
8. Eru þau með lítið fjölskylduleikrit í garðinum fyrir nágrannana á hverju kvöldi?
9. Auglýsa þau skreytingarnar sínar í hverfisblaðinu eða eru með eigin heimasíðu?
10. og það skreytir sýndarheimili tölvuleiks sem það spilar... takið eftir klósettinu:)
farin að sofa.... kannski finn ég meira á morgun ef ég verð ekki orðin nægilega góð til að fara í vinnuna:)
laugardagur, desember 13, 2003
Gauti litli á afmæli í dag!!!! Hann er orðinn þriggja ára og rosalega stór:)
Innilega til hamingju með daginn:)
en í dag er líka því miður mikill sorgardagur í lífi okkar Íslendinga, þjóðarhetja og landkynningartæki fyrrverandi er látið
einnar mínútu þögn takk
Samkvæmt fréttinni úr útvarpinu (finn ekki neitt um hann á netinu ennþá) þá lifði Keiki mjög góðu og löngu lífi en fékk bráðalungnabólgu í nótt og er allur. Háhyrningar lifa yfirleitt ekki eins lengi og hann hefur gert og mjög fáir hvalir hafa starfsfólk sem hugsa vel um þá í ellinni.... hvort það sé réttlætanlegt að hafa tekið hann fanga til að byrja með er allt annar handleggur:)
fyrir alla þá sem eru í prófum er þessi mynd tileiknuð ykkur:)
svo getiði líka tékkað á þessum leik og séð hversu mikið þið hafið drukkið um ævina... og getið hlakkað til að vera búin í prófunum til að byrja aftur....
Innilega til hamingju með daginn:)
en í dag er líka því miður mikill sorgardagur í lífi okkar Íslendinga, þjóðarhetja og landkynningartæki fyrrverandi er látið
einnar mínútu þögn takk
Samkvæmt fréttinni úr útvarpinu (finn ekki neitt um hann á netinu ennþá) þá lifði Keiki mjög góðu og löngu lífi en fékk bráðalungnabólgu í nótt og er allur. Háhyrningar lifa yfirleitt ekki eins lengi og hann hefur gert og mjög fáir hvalir hafa starfsfólk sem hugsa vel um þá í ellinni.... hvort það sé réttlætanlegt að hafa tekið hann fanga til að byrja með er allt annar handleggur:)
fyrir alla þá sem eru í prófum er þessi mynd tileiknuð ykkur:)
svo getiði líka tékkað á þessum leik og séð hversu mikið þið hafið drukkið um ævina... og getið hlakkað til að vera búin í prófunum til að byrja aftur....
föstudagur, desember 12, 2003
góðan og blessaðan:)
ég var að skoða bloggið hjá henni Kollu vinkonu minni og hún var með þetta snilldar próf á síðunni sinni þar sem hún gat prófað vini sína og núna ætla ég að herma:) ég að vísu klikkaði stórkostlega og gleymdi að setja nafnið mitt inn:/ en ég sagði henni frá því og ef þið gerið sömu mistökin verðið þið að gera það líka:) ég sendi nokkrum prófið beint en ekki öllum þannig að linkurinn er þarna efst til hægri undir myndunum mínum... og nei, ég er ekki búin að setja inn nýjar myndir ennþá:) geri það bráðum:)
ég veit ekki alveg úr hvaða potti ég var dregin og vissi ekki einu sinni að ég hafði tekið þátt í nokkrum leik en ég var að fá sendan boðsmiða á þriðju Lord of The Rings bíómyndina, silkipappír (svona þykkur glansandi pappír) og innsigli úr vaxi og vesen, hélt fyrst að ég væri boðin í eitthvað brúðkaup en það reyndist vera þessi boðsmiði og ef ég kemst ekki í bíó fæ ég mynd númer tvö á vídeóspólum gefins í næstu Skífuverslun auk þess fæ ég 2.500.- króna inneign í verslunum Símans upp í einhvern gsm búnað, að eigin vali... var einvher að skrá mig í leik sem ég vissi ekki af? veit einhver hvort það sé leikur í gangi hjá Símanum sem ég var að vinna? ég er auðvitað rosalega ánægð en hvaðan kemur þetta??
anívei, Gréta var að koma í heimsókn og ég ætla ekki að vera þessi leiðinda týpa sem hangi í tölvunni þegar það er fólk í heimsókn:)
góðar stundir:)
ég var að skoða bloggið hjá henni Kollu vinkonu minni og hún var með þetta snilldar próf á síðunni sinni þar sem hún gat prófað vini sína og núna ætla ég að herma:) ég að vísu klikkaði stórkostlega og gleymdi að setja nafnið mitt inn:/ en ég sagði henni frá því og ef þið gerið sömu mistökin verðið þið að gera það líka:) ég sendi nokkrum prófið beint en ekki öllum þannig að linkurinn er þarna efst til hægri undir myndunum mínum... og nei, ég er ekki búin að setja inn nýjar myndir ennþá:) geri það bráðum:)
ég veit ekki alveg úr hvaða potti ég var dregin og vissi ekki einu sinni að ég hafði tekið þátt í nokkrum leik en ég var að fá sendan boðsmiða á þriðju Lord of The Rings bíómyndina, silkipappír (svona þykkur glansandi pappír) og innsigli úr vaxi og vesen, hélt fyrst að ég væri boðin í eitthvað brúðkaup en það reyndist vera þessi boðsmiði og ef ég kemst ekki í bíó fæ ég mynd númer tvö á vídeóspólum gefins í næstu Skífuverslun auk þess fæ ég 2.500.- króna inneign í verslunum Símans upp í einhvern gsm búnað, að eigin vali... var einvher að skrá mig í leik sem ég vissi ekki af? veit einhver hvort það sé leikur í gangi hjá Símanum sem ég var að vinna? ég er auðvitað rosalega ánægð en hvaðan kemur þetta??
anívei, Gréta var að koma í heimsókn og ég ætla ekki að vera þessi leiðinda týpa sem hangi í tölvunni þegar það er fólk í heimsókn:)
góðar stundir:)
fimmtudagur, desember 11, 2003
Þessi "ss" sem eru í lokin þarna þar sem á að standa "Comment"?
búin að borða snilldar kvöldmat sem tók næstum tvo tíma að elda og var alveg þess virði:) er núna að surfa og leita að vitleysu á netinu eins og mér finnst svo gaman... og hvað haldiði að ég hafi fundið?
Mafían er núna að reyna að finna þá sem búa til tölvuvírusa og þá sem eru með "spam"-fyrirtæki, þessi sem sjá um að hotmail pósthólfið þitt er alltaf fullt af einhverju rugli... mig langar ekkert til að kaupa viagra eða láta stækka á mér typpið en ég fæ um það bil fimmtíu svona email á dag. Ástæðan fyrir því að þeir eru að leita að forsvarsmönnunum er sú að nú á að gera spam ólöglegt og allir sem þeir stunda arðbær ólögleg viðskipti þurfa fyrr eða seinna að díla við mafíuna... skemmtileg grein en alveg neðst kemur í ljós að það er óskaplega lítið sem styður hana:)
þetta finnst mér alveg rosalegt... maður sem auglýsti á netinu eftir fólki sem vildi láta drepa sig og borða, 430 svöruðu emailum hans innan árs... það er meira en einn á dag, sumt mun ég aldrei skilja:) og auðvitað er fólk á netinu að tala um þetta... hérna getið þið séð miklar rökræður um siðferðislegar hliðar mannáts ... meðal annars
og þetta krakkar mínir er þvílík snilld!!! skemmti mér heillengi með þetta:) sko, þið skrifið inn einhvern texta... hvað sem er en það er best ef þið notið einföld orð sem eru í popplögum því það eru ekki öll orð til í databeisinum, ýtið á "let them sing it" og hlustið:) ef þetta heppnast vel geturðu kosið að senda vini ykkar lagið:) enn og aftur hrein snilld:)hehehehe
eftir að ég hafði látið syngja nokkur lög fyrir mig horfði ég á þessa "teiknimynd"... tvisvar:) mér finnst hún rosalega góð... fullt af ástæðum... verðið að hafa tónlistina á þegar þið horfið... helst soldið hátt og látið augun "slappa af" og missa fókus... eiginlega hálfdáleiðandi:)... það eru líka fleiri hreyfimyndir hérna frá sama fyrirtæki ef einhver hefur áhuga:)
svo er alltaf gaman að skoða myndir:) hérna eru mugshots af frægu fólki... og stundum fylgja skýrslurnar líka... hérna er hægt að kaupa og skoða alls konar stuttermaboli með myndum frá 8. áratugnum, það verður bara að fletta til að skoða... nenni ekki að linka beint á allt sem ég hló að:) svo er þessi síða mjög skemmtileg... þið verðið að klikka á broskallinn þarna í neðri línunni til að þið farið beint inn á síðu með myndum:)
nenni þessu ekki lengur... farin að gera eitthvað annað gáfulegra:)
búin að borða snilldar kvöldmat sem tók næstum tvo tíma að elda og var alveg þess virði:) er núna að surfa og leita að vitleysu á netinu eins og mér finnst svo gaman... og hvað haldiði að ég hafi fundið?
Mafían er núna að reyna að finna þá sem búa til tölvuvírusa og þá sem eru með "spam"-fyrirtæki, þessi sem sjá um að hotmail pósthólfið þitt er alltaf fullt af einhverju rugli... mig langar ekkert til að kaupa viagra eða láta stækka á mér typpið en ég fæ um það bil fimmtíu svona email á dag. Ástæðan fyrir því að þeir eru að leita að forsvarsmönnunum er sú að nú á að gera spam ólöglegt og allir sem þeir stunda arðbær ólögleg viðskipti þurfa fyrr eða seinna að díla við mafíuna... skemmtileg grein en alveg neðst kemur í ljós að það er óskaplega lítið sem styður hana:)
þetta finnst mér alveg rosalegt... maður sem auglýsti á netinu eftir fólki sem vildi láta drepa sig og borða, 430 svöruðu emailum hans innan árs... það er meira en einn á dag, sumt mun ég aldrei skilja:) og auðvitað er fólk á netinu að tala um þetta... hérna getið þið séð miklar rökræður um siðferðislegar hliðar mannáts ... meðal annars
og þetta krakkar mínir er þvílík snilld!!! skemmti mér heillengi með þetta:) sko, þið skrifið inn einhvern texta... hvað sem er en það er best ef þið notið einföld orð sem eru í popplögum því það eru ekki öll orð til í databeisinum, ýtið á "let them sing it" og hlustið:) ef þetta heppnast vel geturðu kosið að senda vini ykkar lagið:) enn og aftur hrein snilld:)hehehehe
eftir að ég hafði látið syngja nokkur lög fyrir mig horfði ég á þessa "teiknimynd"... tvisvar:) mér finnst hún rosalega góð... fullt af ástæðum... verðið að hafa tónlistina á þegar þið horfið... helst soldið hátt og látið augun "slappa af" og missa fókus... eiginlega hálfdáleiðandi:)... það eru líka fleiri hreyfimyndir hérna frá sama fyrirtæki ef einhver hefur áhuga:)
svo er alltaf gaman að skoða myndir:) hérna eru mugshots af frægu fólki... og stundum fylgja skýrslurnar líka... hérna er hægt að kaupa og skoða alls konar stuttermaboli með myndum frá 8. áratugnum, það verður bara að fletta til að skoða... nenni ekki að linka beint á allt sem ég hló að:) svo er þessi síða mjög skemmtileg... þið verðið að klikka á broskallinn þarna í neðri línunni til að þið farið beint inn á síðu með myndum:)
nenni þessu ekki lengur... farin að gera eitthvað annað gáfulegra:)
miðvikudagur, desember 10, 2003
I’M BACK!!!
Núna geta allir tekið gleði sína aftur... eða réttara sagt núna get ég tekið gleði mína aftur og þið hin sem eruð í prófum getið skemmt ykkur við að lesa nýuppfært blogg þangað til ykkar eru búin:)
Merkilegt að þegar ég er að flýta mér þá finn ég aldrei samstæða sokka, yfirleitt skiptir það engu máli hvort sokkarnir passa saman eður ei vegna þess að ég er í skónum allan daginn en ég er þannig gerð að það fer í mig... einhver brenglun sem ég er viss um að fleiri þjást af en eru ekki jafnhugrakkir og ég, þora þar af leiðandi ekki að viðurkenna það:)
Ég er ekki aðeins hugrökk heldur ætla ég að deila með ykkur kenningunni minni um staka sokka og Öskubuskugenið, auðvitað er ég með kenningu um það! ég er með kenningu um allt sem máli skiptir í mannlegu samfélagi:
Grunnbirtingarmynd Öskubuskugensins er hvarf annars sokksins eftir þvott, þetta er sammannlegt og finnst meðal flestra einstaklinga um allan heim með aðgang að þvottavél... og sokkum. Þú þværð haug af sokkum en endar alltaf með nokkra staka sem passa ekki við neinn annan - margir álíta, ranglega, að þetta sé verk húsálfa eða búálfa en þeir eru aðallega í týndum lyklum, ónýtri mjólk og almennu pirrelsi (öðru en stakir sokkar) við að koma sér úr húsi þegar maður er orðinn of seinn:) en ef þú hefur gert á hlut þeirra lendirðu stundum í því að finna eitthvað í niðurfallinu þínu sem var kannski einu sinni hár og sápa en er núna farið að stofna verkalýsfélag og helsta baráttumál næstu kosninga er að reka þig úr íbúðinni:) hús- og búálfar koma sem sagt hvorki nálægt sokkunum né skónum þínum - ef þú ert farinn að týna öðrum skónum getur vel verið að Öskubuskugenið þitt sé að þróast.
Fólk fæðist með genið á vissu stigi, hjá mörgum stelpum stökkbreytist það á unglingsaldrinum, eins og sjá má á ungum stúlkum sem haltra um miðbæinn á einum hæl seint á laugardagsnóttum vegna skorts á riddurum á hvítum hestum sem myndu bera þær í leigubílaröðina og sjá til þess að þær komist heim heilu og höldnu... hjá strákum hefur þessi stökkbreyting hins títtnefnda gens ekki orðið, eða er ekki eins marktæk og þeir kunna þar af leiðandi ekki að haga sér nálægt Öskubuskum í öngum sínum, komnar úr skónum, sveittar eftir dans og ringlaðar eftir gleði næturinnar, og halda sig fjarri.
Sumir strákar eru hins vegar með fremur þróað gen, þeir eiga eingöngu staka sokka, týna skónum sínum, öðrum eða báðum, og finna hjá sér þörf fyrir riddaramennsku í einhverri mynd, hvort sem þetta er meðfætt, afleiðing stökkbreytingar eða líffræðilegrar þróunar gensins. Þessir kunna að öllum líkindum að haga sér í návist þessara drottninga næturinnar. Einhvern tímann seinna á ævinni kann að vera að þessir drengir óska sér það heitast að eiga "kósí-kvöld" með sinni heittelskuðu og heimta heilalausa stelpubíómynd í tækið... það eru til lyf;)
ég er að fara að borða hreindýrasúpu í brauði:) var ég búin að minnast á hvað er gaman að það skuli vera kaffihús í fjölskyldunni? áður en ég fæ samt hreindýrasúpu verð ég að búa til auglýsingu um að það sé til hreindýrasúpa... er í lagi að hafa mynd af hreindýri á auglýsingunni??? ... sjáum til;)
góðar stundir og megi prófandinn vera ykkur góður
Núna geta allir tekið gleði sína aftur... eða réttara sagt núna get ég tekið gleði mína aftur og þið hin sem eruð í prófum getið skemmt ykkur við að lesa nýuppfært blogg þangað til ykkar eru búin:)
Merkilegt að þegar ég er að flýta mér þá finn ég aldrei samstæða sokka, yfirleitt skiptir það engu máli hvort sokkarnir passa saman eður ei vegna þess að ég er í skónum allan daginn en ég er þannig gerð að það fer í mig... einhver brenglun sem ég er viss um að fleiri þjást af en eru ekki jafnhugrakkir og ég, þora þar af leiðandi ekki að viðurkenna það:)
Ég er ekki aðeins hugrökk heldur ætla ég að deila með ykkur kenningunni minni um staka sokka og Öskubuskugenið, auðvitað er ég með kenningu um það! ég er með kenningu um allt sem máli skiptir í mannlegu samfélagi:
Grunnbirtingarmynd Öskubuskugensins er hvarf annars sokksins eftir þvott, þetta er sammannlegt og finnst meðal flestra einstaklinga um allan heim með aðgang að þvottavél... og sokkum. Þú þværð haug af sokkum en endar alltaf með nokkra staka sem passa ekki við neinn annan - margir álíta, ranglega, að þetta sé verk húsálfa eða búálfa en þeir eru aðallega í týndum lyklum, ónýtri mjólk og almennu pirrelsi (öðru en stakir sokkar) við að koma sér úr húsi þegar maður er orðinn of seinn:) en ef þú hefur gert á hlut þeirra lendirðu stundum í því að finna eitthvað í niðurfallinu þínu sem var kannski einu sinni hár og sápa en er núna farið að stofna verkalýsfélag og helsta baráttumál næstu kosninga er að reka þig úr íbúðinni:) hús- og búálfar koma sem sagt hvorki nálægt sokkunum né skónum þínum - ef þú ert farinn að týna öðrum skónum getur vel verið að Öskubuskugenið þitt sé að þróast.
Fólk fæðist með genið á vissu stigi, hjá mörgum stelpum stökkbreytist það á unglingsaldrinum, eins og sjá má á ungum stúlkum sem haltra um miðbæinn á einum hæl seint á laugardagsnóttum vegna skorts á riddurum á hvítum hestum sem myndu bera þær í leigubílaröðina og sjá til þess að þær komist heim heilu og höldnu... hjá strákum hefur þessi stökkbreyting hins títtnefnda gens ekki orðið, eða er ekki eins marktæk og þeir kunna þar af leiðandi ekki að haga sér nálægt Öskubuskum í öngum sínum, komnar úr skónum, sveittar eftir dans og ringlaðar eftir gleði næturinnar, og halda sig fjarri.
Sumir strákar eru hins vegar með fremur þróað gen, þeir eiga eingöngu staka sokka, týna skónum sínum, öðrum eða báðum, og finna hjá sér þörf fyrir riddaramennsku í einhverri mynd, hvort sem þetta er meðfætt, afleiðing stökkbreytingar eða líffræðilegrar þróunar gensins. Þessir kunna að öllum líkindum að haga sér í návist þessara drottninga næturinnar. Einhvern tímann seinna á ævinni kann að vera að þessir drengir óska sér það heitast að eiga "kósí-kvöld" með sinni heittelskuðu og heimta heilalausa stelpubíómynd í tækið... það eru til lyf;)
ég er að fara að borða hreindýrasúpu í brauði:) var ég búin að minnast á hvað er gaman að það skuli vera kaffihús í fjölskyldunni? áður en ég fæ samt hreindýrasúpu verð ég að búa til auglýsingu um að það sé til hreindýrasúpa... er í lagi að hafa mynd af hreindýri á auglýsingunni??? ... sjáum til;)
góðar stundir og megi prófandinn vera ykkur góður
mánudagur, desember 08, 2003
fyndið að þegar ég er í prófum þá er ég alltaf að búa til lista í höfðinu á mér um allt það sem ég ætla að gera þegar ég er búin að þessu öllu... stundum þegar ég er alveg að snappa þá skrifa ég sumt meira að segja niður þannig að ég gleymi því ekki þegar á hólminn er komið en ef mig minnir rétt þá geri ég aldrei neitt á þessum lista fyrr en ég hef í rauninni ekki tíma til þess vegna skólans önnina eftir:) merkilegt:)
það sem er efst á to-do listanum mínum núna eru nokkrar jólabækur sem ég ætla að skrifa fyrir næsta ár og verða rík í jólabókaflóðinu eða fá að minnsta kosti snilldar jólagjöf handa öllum vinum og vandamönnum - hver vill ekki fá áritaða bók frá höfundi í jólagjöf:)hehehehe það verður líka að bæta upp kvenhöfundarleysið... er það kannski vitleysa í mér eða eru konur ekkert að gefa út neinar bækur fyrir þessi jól? það eru auðvitað bækur eftir konur sem eru að koma út en mér sýnist það vera ein kona á móti þremur eða fjórum körlum... og bara ein kona tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna af tíu höfundum... og afhverju hefur Sigmundur Ernir bara talað við tvær konur í þáttunum sínum Maður á mann?.... kannski er ég bara að sjá þetta því ég hef verið að skrifa og lesa um heim karlmanna síðustu vikur vegna lokaritgerða og þannig en er samkvæmt öllum vísbendingum stelpa sjálf og á ekkert heima í þeirra heimi - ein ritgerðin var um blóðhefndarsamfélagið önnur var um að "vera karlmenni" miðað við sagnahefð í ákveðinni starfsstétt...
þessi listi er samt orðin helv*** langur... svo margt sem ég ætla að gera að það er hugsanlega ekkert svo slæmt að læra undir próf?:)
hvað um það - hver vill kaupa jólabók eftir mig næstu jól? svona óformleg markaðskönnun:) núna ætla ég að halda áfram að lesa og lesa og lesa og lesa þangað til ég er búin og gleymi því að ég ætlaði að skrifa jólabók... en ég er búin að skrifa um þær hérna þar sem allir geta lesið og minnt mig á ef ég skyldi gleyma því:)
fyrir þá sem lesa blogg og fyrir þá sem eru í vandræðum vegna þess að það er enginn að blogga svona í prófunum þá hefur Bryndís loksins uppfært hjá sér og Bedda skrifar reglulega mjög skemmtilegt blogg:)
svo er kominn nýr linkur:)
það sem er efst á to-do listanum mínum núna eru nokkrar jólabækur sem ég ætla að skrifa fyrir næsta ár og verða rík í jólabókaflóðinu eða fá að minnsta kosti snilldar jólagjöf handa öllum vinum og vandamönnum - hver vill ekki fá áritaða bók frá höfundi í jólagjöf:)hehehehe það verður líka að bæta upp kvenhöfundarleysið... er það kannski vitleysa í mér eða eru konur ekkert að gefa út neinar bækur fyrir þessi jól? það eru auðvitað bækur eftir konur sem eru að koma út en mér sýnist það vera ein kona á móti þremur eða fjórum körlum... og bara ein kona tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna af tíu höfundum... og afhverju hefur Sigmundur Ernir bara talað við tvær konur í þáttunum sínum Maður á mann?.... kannski er ég bara að sjá þetta því ég hef verið að skrifa og lesa um heim karlmanna síðustu vikur vegna lokaritgerða og þannig en er samkvæmt öllum vísbendingum stelpa sjálf og á ekkert heima í þeirra heimi - ein ritgerðin var um blóðhefndarsamfélagið önnur var um að "vera karlmenni" miðað við sagnahefð í ákveðinni starfsstétt...
þessi listi er samt orðin helv*** langur... svo margt sem ég ætla að gera að það er hugsanlega ekkert svo slæmt að læra undir próf?:)
hvað um það - hver vill kaupa jólabók eftir mig næstu jól? svona óformleg markaðskönnun:) núna ætla ég að halda áfram að lesa og lesa og lesa og lesa þangað til ég er búin og gleymi því að ég ætlaði að skrifa jólabók... en ég er búin að skrifa um þær hérna þar sem allir geta lesið og minnt mig á ef ég skyldi gleyma því:)
fyrir þá sem lesa blogg og fyrir þá sem eru í vandræðum vegna þess að það er enginn að blogga svona í prófunum þá hefur Bryndís loksins uppfært hjá sér og Bedda skrifar reglulega mjög skemmtilegt blogg:)
svo er kominn nýr linkur:)
föstudagur, nóvember 28, 2003
það var verið að taka viðtal við mig og ég þyki "skemmtilegur og líflegur viðmælandi" ... ok:) ekki slæmt:) en ég held að ég hafi ekki sagt neitt mikið af viti samt:) viðtalið snérist um viðhorf til trúmála, kristni, heiðni, islam etc. hvað ég hefði kynnt mér og hvað mér fyndist og almennar heimsmyndapælingar:) ... mjög skemmtilegt samt að taka sér frí frá náminu til að tala um eitthvað gersamlega óskylt mínum ritgerðarefnum til að hjálpa samnemanda með sína:)
annars fór ég á jólahlaðborð í gær í Perlunni, á þakkargjörðardaginn sjálfan og þó að ég sé ekki amerísk þá hélt ég uppá daginn með því að borða alltof mikið... of mikið af of góðum mat á þessu hlaðborði, sem er að sjálfsögðu alls ekki slæmt:) eitt af því besta þarna var ómerkt þannig að ég spurði einn kokkanna sem voru þarna á sveimi og endaði í miklum samræðum við hann um fyllingar... þetta var kalkúnafylling og við fórum að tala um fyllingar almennt og hvernig þessi tiltekna uppskrift hefði þróast og hvað hann hélt að væri í henni, hvað átti að vera í henni samkvæmt uppskriftinni og hvað ég hélt að væri í henni... hélt ekki að ég myndi vera þessi týpa sem færi að tala við kokk um uppskriftir á matsölustað en greinilega hefur uppskrift síðustu færslu haft einhver áhrif á mig:) endaði með því að ég fékk uppskriftina hjá honum, eins og hann mundi hana, og fór með hana heim í kollinum og skrifaði hana niður... spurning um hversu mikil brenglun hafi átt sér stað en ég er samt soldið góð í að muna uppskriftir eftir að hafa unnið á veitingastað í soldinn tíma... að minnsta kosti hefur sumt heppnast alveg ágætlega sem ég endurskapaði eftir minni:)
núna verð ég samt að fara að læra aftur... en ef einhver reddar kalkún skal ég fylla hann - lifandi eða dauðann... en ef hann er lifandi má ekki koma með hann heim til mín vegna þess að ég held hreinlega að Fídel myndi aldrei höndla fullan kalkún á hlaupum um íbúðina...
annars fór ég á jólahlaðborð í gær í Perlunni, á þakkargjörðardaginn sjálfan og þó að ég sé ekki amerísk þá hélt ég uppá daginn með því að borða alltof mikið... of mikið af of góðum mat á þessu hlaðborði, sem er að sjálfsögðu alls ekki slæmt:) eitt af því besta þarna var ómerkt þannig að ég spurði einn kokkanna sem voru þarna á sveimi og endaði í miklum samræðum við hann um fyllingar... þetta var kalkúnafylling og við fórum að tala um fyllingar almennt og hvernig þessi tiltekna uppskrift hefði þróast og hvað hann hélt að væri í henni, hvað átti að vera í henni samkvæmt uppskriftinni og hvað ég hélt að væri í henni... hélt ekki að ég myndi vera þessi týpa sem færi að tala við kokk um uppskriftir á matsölustað en greinilega hefur uppskrift síðustu færslu haft einhver áhrif á mig:) endaði með því að ég fékk uppskriftina hjá honum, eins og hann mundi hana, og fór með hana heim í kollinum og skrifaði hana niður... spurning um hversu mikil brenglun hafi átt sér stað en ég er samt soldið góð í að muna uppskriftir eftir að hafa unnið á veitingastað í soldinn tíma... að minnsta kosti hefur sumt heppnast alveg ágætlega sem ég endurskapaði eftir minni:)
núna verð ég samt að fara að læra aftur... en ef einhver reddar kalkún skal ég fylla hann - lifandi eða dauðann... en ef hann er lifandi má ekki koma með hann heim til mín vegna þess að ég held hreinlega að Fídel myndi aldrei höndla fullan kalkún á hlaupum um íbúðina...
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
verkefnum þarf að skila... en til að skila þeim þarf að vinna þau... er að reyna það þessa dagana en til að fólk haldi ekki að ég sé DÖD og hætti að mæta hingað;) þá kemur hérna ein uppskrift vegna þess að ég er svo mikill snillingur í eldhúsinu eins og allir sem hafa komið hingað í matarboð vita:)
þetta er í raun jólauppskrift en hægt er að nota hana á páskum, í afmælum og við önnur tilfefni líka ef skreytingin er viðeigandi og í samræmi við partýið:
Einfalt finnskt jólaglögg
1 lítri finnskur vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni.
Ef ætlunin er að vera ekki of
hátíðlegur má sleppa rúsínunni.
góðar stundir
þetta er í raun jólauppskrift en hægt er að nota hana á páskum, í afmælum og við önnur tilfefni líka ef skreytingin er viðeigandi og í samræmi við partýið:
Einfalt finnskt jólaglögg
1 lítri finnskur vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni.
Ef ætlunin er að vera ekki of
hátíðlegur má sleppa rúsínunni.
góðar stundir
mánudagur, nóvember 24, 2003
við vorum að skoða myndir í skólanum í dag þetta er ein þeirra:
rosalega gaman þegar kennari manns er svona tæknivæddur:) alltaf að skoða eitthvað á netinu... eins og síðasta þriðjudag vorum við að skoða myndir af The Tourist of Death:)
farin að læra meira... og meira og meira...
rosalega gaman þegar kennari manns er svona tæknivæddur:) alltaf að skoða eitthvað á netinu... eins og síðasta þriðjudag vorum við að skoða myndir af The Tourist of Death:)
farin að læra meira... og meira og meira...
laugardagur, nóvember 22, 2003
soldið sniðugt próf with a twist:) mæli með að allir bloggarar taki þetta próf:)
My weblog owns 31.25 % of me.
Does your weblog own you?
ef þið eruð hrifin af samsærum er sniðugt að nota þessa anagram heimasíðu til að finna hvað orð standa fyrir í alvöru:) og nokkur dæmi um hvað þetta virkar vel:
The Florida Vote Recount = Done To Cover Their Fault
Year Two Thousand = A Year to Shut Down
Allied Force = Oil-led farce = Farce! Old lie!
Slobodan Milosevic = O, I'm an evil, cold boss!
President Milosevic = Is epic devil monster - Demonic evil persist - I, devil, creep, sin most
The Microsoft Corporation = Horror of Competition Acts
og að lokum Bill og Monica:
President Clinton of the USA = To copulate he finds interns
Monica Lewinsky =
Nice silky woman
I may own nickels
Income? A sly wink!
Wank cosily in me
I yowl nicknames
Wank my silicone
Icy silken woman
I lay sick men now
Knew a Slimy Icon
Now I Lay Sick Men
We May Lock in Sin
News May Ink Coil
búið að vera rosalega mikið að gera í skólanum síðustu vikuna... missti af því að spila við Írisi og allt saman:(.... en það er tæpur mánuður þangað til að þetta verður allt búið og svo ætla ég að sofa á aðfangadag... ég er nefnilega búin að lofa mér í botnlausa vinnu um leið og skólinn er búinn - sem er gott því þá fæ ég pening og hef ekki tíma til að eyða honum þannig að ég kemst aftur til útlanda:) lofaði Hannesi að það myndu ekki líða önnur þrjú ár þangað til ég kæmi að heimsækja hann aftur og ég ætla að standa við það:)
ég var fyrir utan húsið mitt í gær um miðnætti þegar það koma tvær stelpur keyrandi og spurðu mig hvar þær væru...
ég: á Njarðargötu
þær: erum við þá í Vesturbænum?
ég: eeehhh, nei, þetta er frekar kallað Þingholtin
þær: er þetta ekki kaþólska kirkjan? (bentu á Hallgrímskirkju)
ég: neibbs, þetta er Hallgrímskirkja
þær: og hún er í Vestubænum er það ekki?
ég: nei, kaþólska kirkjan er í Vesturbænum...
þær: okkur var sagt að fara niður brekkuna frá kirkjunni
ég: hvert eruð þið að reyna að komast?
þær: Bárugötu
ég: hún er í Vesturbænum... hinum megin við Tjörnina?
þær: þar sem endurnar eru? (!!!!)
ég: já... Bárugatan er upp brekkuna frá Tjörninni ... hina brekkuna....
gaf þeim eins góðar leiðbeiningar og ég gat... beygja niður hjá kaþólksu kirkjunni, önnur gata til hægri etc. .... veit samt ekki hvort þær hafi náð leiðbeiningunum því Njarðargata er soldið langt frá krókaleiðslega séð frá Bárugötunni:)... benti þeim samt á að fara Hringbrautina, framhjá Háskólanum ("já, stóra, gráa húsið með ljósunum fyrir framan"), hringtorgið, tvö gangbrautarljós og upp á gatnamótaljósunum við Hofsvallagötu... en þetta endaði í soldið löngum leiðbeiningum...
hvað um það ég er komin með nýjan vatnskassa í bílinn minn:)!! þannig að núna ætla ég að fara út að keyra... og versla jólagjafir fyrir krakkana... sem er beisikallí afsökun fyrir að fara í dótabúðir og skoða barnabækur:)
Does your weblog own you?
ef þið eruð hrifin af samsærum er sniðugt að nota þessa anagram heimasíðu til að finna hvað orð standa fyrir í alvöru:) og nokkur dæmi um hvað þetta virkar vel:
The Florida Vote Recount = Done To Cover Their Fault
Year Two Thousand = A Year to Shut Down
Allied Force = Oil-led farce = Farce! Old lie!
Slobodan Milosevic = O, I'm an evil, cold boss!
President Milosevic = Is epic devil monster - Demonic evil persist - I, devil, creep, sin most
The Microsoft Corporation = Horror of Competition Acts
og að lokum Bill og Monica:
President Clinton of the USA = To copulate he finds interns
Monica Lewinsky =
Nice silky woman
I may own nickels
Income? A sly wink!
Wank cosily in me
I yowl nicknames
Wank my silicone
Icy silken woman
I lay sick men now
Knew a Slimy Icon
Now I Lay Sick Men
We May Lock in Sin
News May Ink Coil
búið að vera rosalega mikið að gera í skólanum síðustu vikuna... missti af því að spila við Írisi og allt saman:(.... en það er tæpur mánuður þangað til að þetta verður allt búið og svo ætla ég að sofa á aðfangadag... ég er nefnilega búin að lofa mér í botnlausa vinnu um leið og skólinn er búinn - sem er gott því þá fæ ég pening og hef ekki tíma til að eyða honum þannig að ég kemst aftur til útlanda:) lofaði Hannesi að það myndu ekki líða önnur þrjú ár þangað til ég kæmi að heimsækja hann aftur og ég ætla að standa við það:)
ég var fyrir utan húsið mitt í gær um miðnætti þegar það koma tvær stelpur keyrandi og spurðu mig hvar þær væru...
ég: á Njarðargötu
þær: erum við þá í Vesturbænum?
ég: eeehhh, nei, þetta er frekar kallað Þingholtin
þær: er þetta ekki kaþólska kirkjan? (bentu á Hallgrímskirkju)
ég: neibbs, þetta er Hallgrímskirkja
þær: og hún er í Vestubænum er það ekki?
ég: nei, kaþólska kirkjan er í Vesturbænum...
þær: okkur var sagt að fara niður brekkuna frá kirkjunni
ég: hvert eruð þið að reyna að komast?
þær: Bárugötu
ég: hún er í Vesturbænum... hinum megin við Tjörnina?
þær: þar sem endurnar eru? (!!!!)
ég: já... Bárugatan er upp brekkuna frá Tjörninni ... hina brekkuna....
gaf þeim eins góðar leiðbeiningar og ég gat... beygja niður hjá kaþólksu kirkjunni, önnur gata til hægri etc. .... veit samt ekki hvort þær hafi náð leiðbeiningunum því Njarðargata er soldið langt frá krókaleiðslega séð frá Bárugötunni:)... benti þeim samt á að fara Hringbrautina, framhjá Háskólanum ("já, stóra, gráa húsið með ljósunum fyrir framan"), hringtorgið, tvö gangbrautarljós og upp á gatnamótaljósunum við Hofsvallagötu... en þetta endaði í soldið löngum leiðbeiningum...
hvað um það ég er komin með nýjan vatnskassa í bílinn minn:)!! þannig að núna ætla ég að fara út að keyra... og versla jólagjafir fyrir krakkana... sem er beisikallí afsökun fyrir að fara í dótabúðir og skoða barnabækur:)
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
er að klára verkefni þessa stundina en er með dót fast í höfðinu sem ég er alltaf að hugsa um aftur og aftur og aftur í hringi þannig að ég ákvað að dömpa því hingað og kannski vitið þið svarið:)
í vinnunni um daginn vorum við að pæla í þessu með tvo heimana, að sýna einhverjum í tvo heimana... um hvaða tvo er verið að tala?
man einhver sem hefur verið með mér í tímum eftir rannsókn um gaur sem reyndi að halda sér vakandi eins lengi og mögulegt var? mig minnir að hann hafi verið annað hvort mannfræðingur eða sálfræðingur... eða sállífeðlisfræðilegur mannfræðingur:)
fær maður skarlatsótt ekki örugglega bara einu sinni á ævinni?
... að var eitthvað meira líka en ég man það ekki þessa stundina:)
afhverju finnur stelpan á neðri hæðinni sig knúna til að spila Bona Vista Social Club á hæðsta og syngja með um leið og maðurinn hennar er farinn úr húsi?... það er samt skárra en ef þau væru bæði að fíla sig svona fyrir hádegi á miðvikudegi:) annars er ég mjög heppin með tónlistarsmekk nágranna minna verandi mjög hljóðbært hverfi, gaurinn á efstu hæðinni í húsinu ofar í brekkunni spilar blús og jazz sem ískrar ekki, fólkið á efstu hæðinni neðar í brekkunni spilar aðallega franska tónlist og evrópska, strákurinn í kjallaranum á móti spilar rokk og þungarokk sem er mjög gott þegar hann er ekki aktúallí að spila það sjálfur (hann kann tvö Nirvana intró og "strumpalagið" á rafmagnsgítarinn sinn...):) og stelpan á neðri hæðinni spilar aðallega tónlist sem er í tísku meðal "ungs fólks á leiðinni upp í menningarheiminum"... ég veit ekki hvað hún heitir... svona tónlist sem segir "ég bjó í útlöndum og er rosalega víðsýn" dæmi:) smá galli hvað hún spilar hana hátt svona þegar annað fólk er að læra ... sem minnir mig á það að ég verð að halda áfram:)
ég held að háskólanám sé ábyggilega mitt everest....
í vinnunni um daginn vorum við að pæla í þessu með tvo heimana, að sýna einhverjum í tvo heimana... um hvaða tvo er verið að tala?
man einhver sem hefur verið með mér í tímum eftir rannsókn um gaur sem reyndi að halda sér vakandi eins lengi og mögulegt var? mig minnir að hann hafi verið annað hvort mannfræðingur eða sálfræðingur... eða sállífeðlisfræðilegur mannfræðingur:)
fær maður skarlatsótt ekki örugglega bara einu sinni á ævinni?
... að var eitthvað meira líka en ég man það ekki þessa stundina:)
afhverju finnur stelpan á neðri hæðinni sig knúna til að spila Bona Vista Social Club á hæðsta og syngja með um leið og maðurinn hennar er farinn úr húsi?... það er samt skárra en ef þau væru bæði að fíla sig svona fyrir hádegi á miðvikudegi:) annars er ég mjög heppin með tónlistarsmekk nágranna minna verandi mjög hljóðbært hverfi, gaurinn á efstu hæðinni í húsinu ofar í brekkunni spilar blús og jazz sem ískrar ekki, fólkið á efstu hæðinni neðar í brekkunni spilar aðallega franska tónlist og evrópska, strákurinn í kjallaranum á móti spilar rokk og þungarokk sem er mjög gott þegar hann er ekki aktúallí að spila það sjálfur (hann kann tvö Nirvana intró og "strumpalagið" á rafmagnsgítarinn sinn...):) og stelpan á neðri hæðinni spilar aðallega tónlist sem er í tísku meðal "ungs fólks á leiðinni upp í menningarheiminum"... ég veit ekki hvað hún heitir... svona tónlist sem segir "ég bjó í útlöndum og er rosalega víðsýn" dæmi:) smá galli hvað hún spilar hana hátt svona þegar annað fólk er að læra ... sem minnir mig á það að ég verð að halda áfram:)
ég held að háskólanám sé ábyggilega mitt everest....
mánudagur, nóvember 17, 2003
ég er andvaka eins og kemur svo oft fyrir fólk á öllum aldri... að vísu er ég viss um að ég geti sofnað ef ég færi upp í rúm núna en ég gat það ekki áðan og hef ekki reynt það aftur:)
hvað um það ... ég hef verið að pæla soldið í trú undanfarið, meira en venjulega... kannski vegna þess að það var verið að spila jólalög í vinnunni allan laugardaginn og allt "skreyttist" í dag (er þetta sögn?:) mér finnst hún fín:))...
ég hef lesið Biblíuna - nei, ekki ALLA, ég nennti engan vegin nafnlistunum og því öllu... ég held að það nenni því enginn - og ég held að margir sem lesi Biblíuna gerist heiðingjar eða trúlausir eins og ég ... tökum sem dæmi Markúsarguðspjallið, í ellefta kafla er Jesú á ferð með lærisveinunum tólf:
Á leiðinni frá Betaníu morguninn eftir kenndi hann hungurs. Þá sá hann álengdar laufgað fíkjutré og fór að gá, hvort hann fyndi nokkuð á því. En þegar hann kom að því, fann hann ekkert nema blöð, enda var ekki fíknatíð. Hann sagði þá við tréð: "Enginn neyti framar ávaxtar af þér að eilífu!" Þetta heyrðu lærisveinar hans. ... Árla morguns fóru þeir hjá fíkjutrénu og sáu, að það var visnað frá rótum. Pétur minntist þess, sem gerst hafði, og segir við hann: "Rabbí, sjáðu! fíkjutréð, sem þú formæltir, er visnað." Jesús svaraði þeim: "Trúið á Guð".
Markúsarguðspjall, 11:12-14, 20-21
ég spyr, hvers konar fáviti leitar að fíkjum þegar það er ekki fíknatíð (sem er mjög skemmtilegt orð ef þið pælið í fíklum sem frelsast og þannig... ok, mér finnst það:))? og hvers konar viðbrögð eru það að drepa tré fyrir það eitt að bera ekki ávöxt á vitlausum árstíma??? kannski er hann á einhvers konar pávertrippi? eins og starfsmaður með stimpilvöld í skrifræðisríki? og hvers konar svar er "trúið á Guð" annars? ...
.... Jesú er heldur ekkert svo góður kall samkvæmt Matteusarguðspjalli, sem er í Nýja testamentinu og það er allt saman miklu fallegra en það gamla... miklu, guð er ekki lengur að biðja menn um að fórna sonum sínum og þannig... kannski ræði ég það seinna:)?
Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum. Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra, son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans. Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður.
Matteusarguðspjall 10:32-38
... þvílíkt miskunsamur frelsari? en þeir sem trúa og lesa Biblíuna myndu líklega segja að ég væri að slíta þetta allt úr samhengi og misskilja et cetera... en hvernig er hægt að misskilja þegar það stendur orðrétt "Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð"?? jújú, almennt séð er boðskapur Biblíunnar alveg ágætur en Kommúnista ávarpið er líka fallegt þó það virki ekki endilega:)
já, og nokkrar myndir frá London (og ein frá Oxford) voru að bætast við:)
good night, sleep tight... vissuð þið að "sleep tight" er upprunið frá þeim tíma sem dýnur voru stekktar milli rúmstólpa með böndum svo fólk svæfi ekki í holu:)?
hvað um það ... ég hef verið að pæla soldið í trú undanfarið, meira en venjulega... kannski vegna þess að það var verið að spila jólalög í vinnunni allan laugardaginn og allt "skreyttist" í dag (er þetta sögn?:) mér finnst hún fín:))...
ég hef lesið Biblíuna - nei, ekki ALLA, ég nennti engan vegin nafnlistunum og því öllu... ég held að það nenni því enginn - og ég held að margir sem lesi Biblíuna gerist heiðingjar eða trúlausir eins og ég ... tökum sem dæmi Markúsarguðspjallið, í ellefta kafla er Jesú á ferð með lærisveinunum tólf:
Á leiðinni frá Betaníu morguninn eftir kenndi hann hungurs. Þá sá hann álengdar laufgað fíkjutré og fór að gá, hvort hann fyndi nokkuð á því. En þegar hann kom að því, fann hann ekkert nema blöð, enda var ekki fíknatíð. Hann sagði þá við tréð: "Enginn neyti framar ávaxtar af þér að eilífu!" Þetta heyrðu lærisveinar hans. ... Árla morguns fóru þeir hjá fíkjutrénu og sáu, að það var visnað frá rótum. Pétur minntist þess, sem gerst hafði, og segir við hann: "Rabbí, sjáðu! fíkjutréð, sem þú formæltir, er visnað." Jesús svaraði þeim: "Trúið á Guð".
Markúsarguðspjall, 11:12-14, 20-21
ég spyr, hvers konar fáviti leitar að fíkjum þegar það er ekki fíknatíð (sem er mjög skemmtilegt orð ef þið pælið í fíklum sem frelsast og þannig... ok, mér finnst það:))? og hvers konar viðbrögð eru það að drepa tré fyrir það eitt að bera ekki ávöxt á vitlausum árstíma??? kannski er hann á einhvers konar pávertrippi? eins og starfsmaður með stimpilvöld í skrifræðisríki? og hvers konar svar er "trúið á Guð" annars? ...
.... Jesú er heldur ekkert svo góður kall samkvæmt Matteusarguðspjalli, sem er í Nýja testamentinu og það er allt saman miklu fallegra en það gamla... miklu, guð er ekki lengur að biðja menn um að fórna sonum sínum og þannig... kannski ræði ég það seinna:)?
Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum. Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra, son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans. Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður.
Matteusarguðspjall 10:32-38
... þvílíkt miskunsamur frelsari? en þeir sem trúa og lesa Biblíuna myndu líklega segja að ég væri að slíta þetta allt úr samhengi og misskilja et cetera... en hvernig er hægt að misskilja þegar það stendur orðrétt "Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð"?? jújú, almennt séð er boðskapur Biblíunnar alveg ágætur en Kommúnista ávarpið er líka fallegt þó það virki ekki endilega:)
já, og nokkrar myndir frá London (og ein frá Oxford) voru að bætast við:)
good night, sleep tight... vissuð þið að "sleep tight" er upprunið frá þeim tíma sem dýnur voru stekktar milli rúmstólpa með böndum svo fólk svæfi ekki í holu:)?
laugardagur, nóvember 15, 2003
var að koma úr vinnunni og er alltof upptjúnuð til að fara að sofa strax get heldur ekki farið að gera neitt af viti eins og að læra heima eða svara bréfum... kemur alltaf fyrir:) er orðin verulega þreytt á meðan ég er að vinna en þegar ég kem heim er alltaf eitthvað left-over-adrenalín í kerfinu... ekki gott þegar maður þarf að vakna snemma daginn eftir en ég á ekkert vídeó lengur eins og þegar ég var síðast að vinna svona á kvöldin/nóttunni:)... núna verð ég að sætta mig við að taka persónuleikapróf... svo ætla ég að horfa á Goonies sem er ein besta mynd sem hefur verið gerð... og vona að það kvikni ekki í örgjafanum....
You're living the movie Scary Movie!
?? Which Horror Movie Are You Living ??
brought to you by Quizilla
Britain
?? Which Country Are You From ??
brought to you by Quizilla
þessar prófsíður eru alltof hægvirkar þessa stundina:)
góða nótt:)
You're living the movie Scary Movie!
?? Which Horror Movie Are You Living ??
brought to you by Quizilla
Britain
?? Which Country Are You From ??
brought to you by Quizilla
þessar prófsíður eru alltof hægvirkar þessa stundina:)
góða nótt:)
föstudagur, nóvember 14, 2003
Þriðja tilraun að ferðasögu....
á miðvikudaginn var ég að verða búin með hana þegar tölvan slökkti á sér.... alls ekki gott.... tölvusérfræðingurinn sem ég er að vinna með sagði að líklega væri örgjafinn að gefa sig og þetta hafi verið varnarviðbrögð hjá tölvunni að slökkva bara á sér í stað þess að bráðna... eða eitthvað... verð að láta líta á þetta:/ ég er að minnsta kosti komin með eitt á jólagjafalistann: nýja örgjafa:) ... eða ef hann er í lagi... nýja viftu svo hann bráðni ekki ef það er það sem er að?:) núna ætla ég samt að vera sniðug og seiva alveg jafnóðum og ég skrifa því það er svo rosalega svekkjandi að vera búin að skrifa heilan helling og týna því svo!!!! strax farin að kvíða því að eipa á jólaritgerðunum vegna tölvurugls:)
núna er ég samt búin að skrifa söguna svo oft og segja svo mörgum hana að ég er búin að komast að því hvað er skemmtilegt og hvað ekki - soldið eins og að skrifa nokkur uppköst og gera svo alvöru útgáfu nema hvað það stendur ekki til boða að tékka á því sem ég skrifaði síðast:)
Fimmtudagur
Hitti Hannes og við fórum út að borða á Pizza Express - rosalega góðar pizzur og drukkum mjög gott vín með:) vegna þess að við erum "sniðugt fólk" skrifaði ég niður nafnið á víninu... ég man bara ekki alveg hvar:)hehehehe að vísu borðuðum við líka salat vegna þess að ég pantaði mér það óvart áður en ég fattaði að það væri ekki pizza, leiðréttingin komst samt ekki til skila og þjóninn kom með þrjá diska á borðið... við ætluðum að senda það til baka en salatið var svo girnilegt að við ákváðum að borða það bara líka:) ótrúlega grand á því svona fyrsta kvöldið:)
Hafsteinn kom og hitti okkur eftir matinn og við fórum á Pitcher and Piano (allir barir í Englandi virðast heita tveimur nöfnum, Eagle and Child, Hand and Flower, King and Crown etc.), keyptum hvítvínsflösku sem var ekki kæld... en átti að vera það - ég veit að sumt hvítvín er í lagi ef það er við stofuhita en þetta átti definetly að kæla.... get ekki mælt með þessum stað annars, eitt orð nægir til að lýsa honum: kjötmarkaður!
Föstudagur
Vaknaði ótrúlega hress Hannesi til mikillar armæðu... stal af honum húslyklunum og fór út í göngutúr til að kaupa morgunmat:) labbaði í að verða klukkutíma og fann stað sem hann hafði bent á úr strætó kvöldið áður og sagt að það væru seldar góðar beylgur þar, keypti tvær og tók strætóinn til baka vegna þess að ég er svo ótrúlega klár:)
Hannes varð að hitta einhverja stelpa útaf skólanum þannig að við tókum strætó og lest niðrá Oxford Circus, hann fór aftur niður í Undergroundið og ég fór fyrir hornið og ætlaði að labba niður Regent Street... þegar ég var búin að labba um það bil fimm skref gekk ég inn í hóp af sígaunakonum sem reyndu að festa arfa í álpappír við jakkann minn... gekk ekki þannig að hún tróð honum bara innum hálsmálið og vildi fá pening í staðinn: "for the children" mig langaði ekki í arfa í álpappír! ég reyndi að skila honum aftur en þær vildu hann greinilega ekki heldur... ég fann 10 pens í vasanum og rétti þeim hann en þá vildu þær fá "papermoney, for the children".... þá byrjaði ég að bakka, reyndi aftur að láta þær fá arfann aftur en fyrst þær vildu hann ekki labbaði ég bara í burtu - sem betur fer eru gangstéttirnar breiðar á stórum götum:)
Labbaði um allt West End hverfið þennan dag... sá Covert Garden, Soho, Trafalgar Square, Piccadilly, Chinatown, Leicester Square, St. James's Park, Haymarket... Old Bond Street þar sem úr kosta meira en hús á Íslandi, Downing Street er lokuð með hliði þannig að það sést ekkert, bókabúð á Jermyn Street þar sem ríkir og frægir versla.... amk þegar ég var þar voru þrír biksvartir Land Roverar þar, þrír leðurhanskaklæddir bílstjórar og sex jakkafataklæddir gaurar með eitthvað í eyranu sem fylgdust vel með íslenskri stelpu í gallabuxum, með bakpoka og hárgreiðslu a la Hannes... þannig að ég fór inn:) ég fór líka inn í Fortnum & Mason sem er langflottasta matvörubúð í heimi!!! allt eikarinnréttingar, þykkt rautt teppi, einkennisklæddur lyfturvörður, öryggisverðir sem elta mann um allt og bregður þegar maður spyr þá um leiðbeiningar, nammi sem lítur út fyrir að geimvera hafi skitið því - allt eitthvað rosalega exótískt og merkilegt:) mæli hiklaust með því að þeir sem fari til London kíki þangað inn:) hún er á Piccadilly:)
Fór svo aftur á Oxford Circus til að hitta Hannes og Palla fósturpabba hans, fórum að versla föt og á kaffihús og loks í skólann hans Hannesar til að ná í sjónvarp með innbyggðum DVD spilara sem hann fékk í fyrirfram jólagjöf frá vinnuveitanda sínum:) ... mjög stórt þannig að við tókum leigubíl heim til hans:)
Fórum í sturtu, í strætó, á MacDónalds og heim til Hafsteins í mjög skemmtilegan leik sem gerir kvöld ósjaldan mjög skemmtileg:)hehehehe... ég get kennt ykkur reglurnar ef þið viljið.... enívei, við fórum á skemmtistað sem heitir Pop Stars á/í/við King's Cross með þremur hæðum og þremur tónlistarstefnum, píkupopp efst, teknó í miðjunni og rokk á lægri miðhæðinni og svo einhvers konar "re-mix" (fræg lög með alls konar tónlistarmönnum í teknó útgáfum:)) á jarðhæðinni:) þar reyndu tvær stelpur við mig.... held jafnvel að þetta hafi verið gay-bar...?
Í stætónum á leiðinni heim var maður sem var dauður/sofandi í sætinu sínu fyrir framan okkur - mest pirrandi maður í heimi því við vorum alla leiðina að bíða eftir því að hann dræpist bara alveg og dytti úr sætinu og kláraði þetta en nei, hann sat alveg láréttur alla leiðina og var alltaf alveg við það að detta þegar hann reisti sig smá við og byrjaði aftur að halla á hliðina... maðurinn með sterkustu magavöðva heims.... spurning um að hafa samband við Heimsmetabókina? við sátum fyrir aftan hann í að verða klukkutíma....
Laugardagur
Mikill rólegheitadagur:) vorum næstum allan daginn í Camden - þvílík snilld:) útimarkaðir, innimarkaðir, búðir og furðufuglar:) gengur aldrei að telja allt upp en við sáum Einar Ágúst hjálpa kærustunni sinni að velja eyrnalokka, róna-mann sem sat við borð á kínverskum veitingastað og borðaði afganga úr pappaboxi (svona kína-mat-boxi) á milli þess sem hann notaði sama boxið sem öskubakka.... tveir bitar, smókur, aska, tveir bitar, smókur, aska.... soldið erfitt að hætta að horfa á svoleiðis... næstum eins og bílslys á repít, fórum í búð með geimveruþema, "geimtónlist", starfsfólk frá öðrum plánetum (líklega ráðið fyrir að vera með allof langar lappir hlutfallslega, of lítið höfuð hlutfallslega, skringilegt höfuð etc.), alls konar föt sem gætu líka verið í Universal Studios sem propp í Star Trek, Star Wars, Babylonia.... þeir seldu meira að segja Borg-fylgihluti... mæli með þessu fyrir þá sem hafa horft of mikið á Star Trek um ævina:)
Löbbuðum í marga klukkutíma en sáum ekki næstum allt:) fórum þaðan beint á Íslendingakvöld með Einari Ágústi og öðrum manni sem ég man ekki/veit ekki hvað heitir.... en hann er íslenskur og frægur.... reyni að finna mynd á eftir en ég þori ekki að óverlóda örgjafann núna því kannski slekkur hann aftur á tölvunni og ég bara nenni því ekki:) ég hitti... Önnu Heiðu og Darren, Lilju, Kristrúnu, Soffíu af Nesinu, Lúlla og Lailu, Jón Gunnar (sem var einu sinni fréttamaður á Skjá einum og er vinur hans Hannesar) .... og kynntist fullt af Íslendingum líka:) þetta byrjaði sjö.... lokaði klukkan eitt ... eða ellefu??? mjög óíslenskur tími:)hehehe.... þetta var gaman... kynntist vodka&RedBull sem er bara mjög gott saman:) hringdi í Gunnar lillabó og hann fékk að heyra í stemmningunni:) klósettin voru snilld... eitt var bilað en þrjú virkuðu, af þessum þremur var eitt með hurð, ein hurð datt af þannig að það varð alltaf að lyfta henni og setja hana fyrir opið og á þriðja klósettinu var engin hurð þannig að það varð alltaf einhver að standa fyrir... ég lék hurð nokkrum sinnum um kvöldið - mjög góð leið til að kynnast fólki þegar maður þekkir engan:) maður gæti líklega notað það sem ísbrjót í samræðum: "jamms, ég er að leika hurð - maður lærir svo mikið í leiklistarskólum í London"... held samt að ég hafi ekki sagt það:)
laugardagurinn var bara skemmtilegur... nánari útlistanir væru samt ábyggilega leiðinlegar:)
Sunnudagur
Vaknaði aftur óbærilega hress og fór til Oxford:) Hannes þurfti að læra þannig að ég hoppaði mér uppí strætó og fór á Viktoríulestarstöðina þar sem maður getur farið í rútu beinustu leið:) þar sem ég var svo nálægt Buckingham Palace ákvað ég að kíkja á hana áður en ég færi í rútuna.... Buck House eins og þeir sem til þekkja kalla húsið.... það var... errr... hvítt:) en ég sá það:)!!!! labbaði til baka, var næstum yfirkeyrð af mótorhjóli, fann The Oxford Tube, mjög straumlínulagaður double-dekker og keypti miða: "there and back again".... ég er ábyggilega búin að lesa of mikið af Tolkien:)hehehehe ferðin tók rúmlega klukkutíma en það var nóg að sjá, stór mótmæli í Hyde Park, Notting Hill, Warnar Village - bíó-þorp:), trailertrashparka, slökkvilið að æfa sig með að kveikja í dóti, risastór opin öskuhaugur með jarðýtum og mávum, skógar, lítil þorp etc. - fór úr rútunni á rútustöðinni og byrjaði að labba... gerði það allan daginn og þetta er alveg frábær borg:)
Fór í Blackwell's bókabúðina... sem betur fer var alltof mikið úrval - ég gat ekki valið því það var svo mikið til að velja um þannig að ég keypti mér bara nokkrar bækur:) ég sá Oxford Castle and Prison, minnstu dómkirkju Englands, labbaði Dead Man's Walk (jarðarfaraleið frá miðöldum, sá elsta bókasafn Englands (Merton minnir mig), fullt af görðum og síkjum (eða ám?), ég sá Oxford University Press þaðan sem svo margar bækur koma.... og fullt, fullt meira:) allt rosalega gamalt og fallegt:) soldið sniðugt þarna því það eru svo margar götur sem eru bara fyrir fótgangandi:) líka mjög merkilegt að komast þangað því ég fíla Inspector Morse þættina í ræmur og þeir gerast allir í Oxford:)
... og auðvitað fór ég mitt prívat Tolkien-tour fyrst ég var þarna, ég sá húsið í St. John Street sem hann og Edith bjuggu fyrst í þegar þau komu til Oxford áður en hann varð kennari... á meðan hann var ennþá hermaður held ég:) svo fluttu þau hinum megin við hornið á Alfred Street þegar hann var að vinna við orðabókina og byrjaður að kenna smá... svo sá ég húsið sem hann bjó í þegar hann flutti aftur til Oxford eftir að Edith dó, á Merton Street... ég fór líka á Eagle and Child pöbbinn þar sem hann og T.S. Eliot drukku saman og lásu Angló Saxnesku og Norrænu:) það var að vísu eitthvað snilldar hádegisverðartilboð í gangi þannig að staðurinn var fullur þannig að ég labbaði yfir götuna á annan pöbb sem hét eitthvað Flag and Lamb eða Flag and Flower eða eitthvað:) þar hitti ég tvo Skota og Íra:) Skotarnir voru að vísu ekki lengi þannig að ég spjallaði aðallega við Írann og hann sýndi mér Colleginn sinn... sem ég man ekki hvað heitir akkúrat núna en ég skrifaði það niður:) ... líklega á sama stað og ég skrifaði nafnið á góða víninu fyrsta kvöldið:) kannski ég kíki á kortið sem ég keypti mér af miðbænum?.... þegar ég finn það:) þessir collegar eru yfirleitt lokaðir fyrir almenningi þannig að það var mjög kúl að fá að sjá inní einn:) ég fékk meira að segja símanúmerið hjá honum svo ég geti hringt næst þegar ég kem til "landsins" ... honum finnst svo gaman að ferðast og vill endilega sýna mér Dublin einhvern tímann:) mar er bara hösslari:)hehehehe
ég skemmti mér mjög vel í Oxford og er jafnvel að pæla í að fara þangað aftur einhvern tímann og skoða kannski söfn eða vera lengur í Blackwell's... eða ekki:) að vísu held ég að ég fari frekar til Brighton næst þegar ég fer til London... eða Reading eða York.... svo margir staðir svo lítill tími:) því núna er ég komin með bakteríuna, mig langar til að ferðast meira og meira og meira... helgarferðir eru bara blod på tannen:) ég var ekki einu sinni búin að vera nægilega lengi til að vera fegin að koma heim:)
Tók double-dekkerinn til baka þegar það var orðið dimmt og ætlaði að sofa á leiðinni til baka en nei... bílstjórinn var snarruglaður!!! stór maður með túrbana og demant fremst í honum... ég vissi ekki að það væri til nema hjá konungum... kannski var hann konungur í einhverju ríki sem var lagt niður? hann keyrði að minnsta kosti eins og hann væri Master of the Universe, sótbölvaði allan tímann á útlensku, flautaði eins og geðsjúklingur á alla bíla sem voru fyrir honum, tók framúr vinstra megin á neyðarakreininni, stundaði stórsvig milli akreina eins og Alberto Tomba og keyrði ábyggilega á 140 km/h að meðaltali... við vorum fljótari heim verð ég að viðurkenna en ..... það versta við allt var samt að hann var vitlausu megin í rútunni ... alltaf þegar ég leit fram til að sjá þennan geðsjúkling var enginn bílstjóri fyrir framan mig bara vegur og við vorum að stefna á eitthvað!!!.... svaf ekki mikið:)
Komst þó heilu og höldnu aftur til London, tók Undergroundið á Leicester Square, hitti Hannes og við fórum á Matrix lll:)
Löbbuðum í gegnum Soho og hittum eitthvað fólk og tók loks strætó heim aftur:)
Mánudagur
Fórum saman niður í bæ og á Oxford Street:) keypti mér nýja skó því ég "kláraði" strigaskónna mína með labbinu daginn áður... dagana áður:) keypti mér líka nærföt, sokka, skyrtu og.... já, dragt.... ég var með Hannesi:) fórum á kaffihús og í spilatækja sal þar sem við kláruðum einn kappakstursleikinn:) röltum svo bara um allt... fórum í viskíbúð... mig langaði í allt! það voru flöskur þarna sem kostuðu meira en bíllinn minn!!!! sátum á útikaffihúsi í Soho í langan tíma og pældum í fólkin sem labbaði framhjá - fullt af frægum en eini sem ég þekkti var gaurinn sem lék manninn með skeggið í Four Weddings and a Funeral:) kærasta John Hannah:) hann keypti sér kaffi á staðnum sem við sátum á en það var bara svona teikaway svo labbaði hann í burtu:) þetta var yndislegur letidagur þangað til það kom að því að ég varð að fara á flugvöllinn....
við tróðumst inn í Underground lestina.... þegar við komum upp úr henni kom enginn strætó og umferðin var stop þannig að við ákávðum að labba á næstu stöð... og næstu og næstu og þar sem við vorum að taka framúr öllum bílunum ákváðum við bara að labba alla leiðina heim.... svona þriggja kortéra leið:)... á leiðinni sáum við hvað orsakaði allar tafirnar, löggubíll, sjúkrabíll og læknabíll því það hafði mótorhjól keyrt á konu... umferðin gekk samt vel í hina áttina þannig að hver strætisvagninn á fætur öðrum keyrði framhjá okkur í áttina sem ég varð að fara til að komast á lestarstöðina.... ég fór að pæla... aldrei sniðugt.... kannski myndu allir vagnarnir "klárast" áður en við næðum heim fyrst það var enginn á leiðinni í okkar átt???? hálf hlupum restina af leiðinni heim, náði í töskuna mína og útá stoppistöð.... og það kom strætó:) sem betur fer:) pabbi hefði aldrei hleypt mér einni til útlanda aftur ef ég hefði misst af vélinni:)
þetta var mjög "merkileg" strætóferð:) það settist svona "heimilislaus" maður við hliðina á mér... kannksi ekki beint heimilislaus en ábyggilega ekki vinnandi maður... hans draumur hefur ábyggilega verið að lýsa fótboltaleikjum beint því hann sagði mér hvað var að gerast í strætónum, hver var að koma inn og hver var að fara út og þannig.... það kom inn maður með flöskur í poka, næst kom stór svertingjamamma inn með nokkra krakka á mismunandi aldri og skipaði þeim að setjast hingað og þangað um vagninn og settist sjálf þar sem hún gæti fylgst með.... gaurinn með flöskurnar rak þær í eitthvað þannig að þær brotnuðu og sulluðust á gólfið .... maðurinn við hliðina á mér tilkynnti mér þetta allt saman um leið og það gerðist:) stóra svertingjamamman trompaðist! byrjaði að kalla gaurinn með glerbrotin í pokanum ábyrgðarlausan alkahólista, viðbjóðslegt slím og ýmislegt annað á miður fallegu máli ... hún kallaði alla krakkana til sín, bannaði þeim að koma nálægt götufilthinu og fór að slá aumingjans manninn í öxlina með poka sem hún var sjálf með.... sessunautur minn var í essinu sínu:) hún hrúgaði svo öllum börnunum saman, tilkynnti strætóverðinu að hún ætlaði að kæra þennan ólifnað og fór út..... maðurinn með glerbrotin fór út á stöðinni eftir það, niðurbrotinn, vandræðalegur með marða öxl....
þegar ég kom á Liverpool Street Station voru taaaaaafffffiiiiiirrrrrrr... það voru ábyggilega jafnmargir að bíða eftir lest og búa á Íslandi.... Stansted Express lestin var sein en ég smyglaði mér inná pallana með því að þykjast vera að fara eitthvert annað og var tilbúin þegar hún kom loksins þannig að ég fékk sæti:) maður er svo klár:) hún fylltist auðvitað alveg og það stóðu jafnmargir og sátu þegar hún fór loksins af stað... tíu mínútum eftir að við fórum stoppaði hún aftur.... það varð að handtaka mann og það tók laaaaangannnnn tíma.... ég vissi ekki að það væri til neitt sem hét rail-rage fyrr en þarna í lestinni.... fólk var hægri og vinstri að verða of seint og hjón á leið til Írlands missti af vélinni sinni á meðan við sátum þarna kyrr á teinunum.... áður en við komum að stöðinni á flugvellinum var fólk farið að halda á töskunum sínum, roðna af pirringi og lemja hurðina að innan!!!! afhverju???? þú kemst ekkert fyrr út ef lestin er á ferð??? þegar hún loksins stoppaði reyndu allir að komast á eskaleitorinn í einu... það er eðlisfræðilega bara ekki hægt... en það stoppaði þetta fólk ekki neitt:) sjálf var ég orðin smá stressuð.... þessir klukkutímar sem ég hafði gefið mér til að komast á völlinn voru orðnir að 35 mínútum... ég tékkaði mig inn kortér yfir sjö, boarding byrjaði tuttugu mínútur yfir og vélin átti að fara í loftið tíu mínútur í átta... ég varð að fara í gegnum sekjúritíið (sem er ROSALEGT), með monorail á milli terminala og komast að hliðinu mínu.... ég var samt ekki seinust:) einhver gaur sem hafði greinilega verið með stærri tösku eða tapað bardaganum við eskaleitorinn kom á eftir mér:)... svo lögðum við af stað:)
þetta er beisikallí það sem ég gerði þarna úti.... ekki allt.... bara svona hælæts:) sem betur fer var þetta bara helgarferð... getiði ímyndað ykkur hvað þetta hefði verið langt ef ég hefði verið í viku???:)hehehehehe
á miðvikudaginn var ég að verða búin með hana þegar tölvan slökkti á sér.... alls ekki gott.... tölvusérfræðingurinn sem ég er að vinna með sagði að líklega væri örgjafinn að gefa sig og þetta hafi verið varnarviðbrögð hjá tölvunni að slökkva bara á sér í stað þess að bráðna... eða eitthvað... verð að láta líta á þetta:/ ég er að minnsta kosti komin með eitt á jólagjafalistann: nýja örgjafa:) ... eða ef hann er í lagi... nýja viftu svo hann bráðni ekki ef það er það sem er að?:) núna ætla ég samt að vera sniðug og seiva alveg jafnóðum og ég skrifa því það er svo rosalega svekkjandi að vera búin að skrifa heilan helling og týna því svo!!!! strax farin að kvíða því að eipa á jólaritgerðunum vegna tölvurugls:)
núna er ég samt búin að skrifa söguna svo oft og segja svo mörgum hana að ég er búin að komast að því hvað er skemmtilegt og hvað ekki - soldið eins og að skrifa nokkur uppköst og gera svo alvöru útgáfu nema hvað það stendur ekki til boða að tékka á því sem ég skrifaði síðast:)
Fimmtudagur
Hitti Hannes og við fórum út að borða á Pizza Express - rosalega góðar pizzur og drukkum mjög gott vín með:) vegna þess að við erum "sniðugt fólk" skrifaði ég niður nafnið á víninu... ég man bara ekki alveg hvar:)hehehehe að vísu borðuðum við líka salat vegna þess að ég pantaði mér það óvart áður en ég fattaði að það væri ekki pizza, leiðréttingin komst samt ekki til skila og þjóninn kom með þrjá diska á borðið... við ætluðum að senda það til baka en salatið var svo girnilegt að við ákváðum að borða það bara líka:) ótrúlega grand á því svona fyrsta kvöldið:)
Hafsteinn kom og hitti okkur eftir matinn og við fórum á Pitcher and Piano (allir barir í Englandi virðast heita tveimur nöfnum, Eagle and Child, Hand and Flower, King and Crown etc.), keyptum hvítvínsflösku sem var ekki kæld... en átti að vera það - ég veit að sumt hvítvín er í lagi ef það er við stofuhita en þetta átti definetly að kæla.... get ekki mælt með þessum stað annars, eitt orð nægir til að lýsa honum: kjötmarkaður!
Föstudagur
Vaknaði ótrúlega hress Hannesi til mikillar armæðu... stal af honum húslyklunum og fór út í göngutúr til að kaupa morgunmat:) labbaði í að verða klukkutíma og fann stað sem hann hafði bent á úr strætó kvöldið áður og sagt að það væru seldar góðar beylgur þar, keypti tvær og tók strætóinn til baka vegna þess að ég er svo ótrúlega klár:)
Hannes varð að hitta einhverja stelpa útaf skólanum þannig að við tókum strætó og lest niðrá Oxford Circus, hann fór aftur niður í Undergroundið og ég fór fyrir hornið og ætlaði að labba niður Regent Street... þegar ég var búin að labba um það bil fimm skref gekk ég inn í hóp af sígaunakonum sem reyndu að festa arfa í álpappír við jakkann minn... gekk ekki þannig að hún tróð honum bara innum hálsmálið og vildi fá pening í staðinn: "for the children" mig langaði ekki í arfa í álpappír! ég reyndi að skila honum aftur en þær vildu hann greinilega ekki heldur... ég fann 10 pens í vasanum og rétti þeim hann en þá vildu þær fá "papermoney, for the children".... þá byrjaði ég að bakka, reyndi aftur að láta þær fá arfann aftur en fyrst þær vildu hann ekki labbaði ég bara í burtu - sem betur fer eru gangstéttirnar breiðar á stórum götum:)
Labbaði um allt West End hverfið þennan dag... sá Covert Garden, Soho, Trafalgar Square, Piccadilly, Chinatown, Leicester Square, St. James's Park, Haymarket... Old Bond Street þar sem úr kosta meira en hús á Íslandi, Downing Street er lokuð með hliði þannig að það sést ekkert, bókabúð á Jermyn Street þar sem ríkir og frægir versla.... amk þegar ég var þar voru þrír biksvartir Land Roverar þar, þrír leðurhanskaklæddir bílstjórar og sex jakkafataklæddir gaurar með eitthvað í eyranu sem fylgdust vel með íslenskri stelpu í gallabuxum, með bakpoka og hárgreiðslu a la Hannes... þannig að ég fór inn:) ég fór líka inn í Fortnum & Mason sem er langflottasta matvörubúð í heimi!!! allt eikarinnréttingar, þykkt rautt teppi, einkennisklæddur lyfturvörður, öryggisverðir sem elta mann um allt og bregður þegar maður spyr þá um leiðbeiningar, nammi sem lítur út fyrir að geimvera hafi skitið því - allt eitthvað rosalega exótískt og merkilegt:) mæli hiklaust með því að þeir sem fari til London kíki þangað inn:) hún er á Piccadilly:)
Fór svo aftur á Oxford Circus til að hitta Hannes og Palla fósturpabba hans, fórum að versla föt og á kaffihús og loks í skólann hans Hannesar til að ná í sjónvarp með innbyggðum DVD spilara sem hann fékk í fyrirfram jólagjöf frá vinnuveitanda sínum:) ... mjög stórt þannig að við tókum leigubíl heim til hans:)
Fórum í sturtu, í strætó, á MacDónalds og heim til Hafsteins í mjög skemmtilegan leik sem gerir kvöld ósjaldan mjög skemmtileg:)hehehehe... ég get kennt ykkur reglurnar ef þið viljið.... enívei, við fórum á skemmtistað sem heitir Pop Stars á/í/við King's Cross með þremur hæðum og þremur tónlistarstefnum, píkupopp efst, teknó í miðjunni og rokk á lægri miðhæðinni og svo einhvers konar "re-mix" (fræg lög með alls konar tónlistarmönnum í teknó útgáfum:)) á jarðhæðinni:) þar reyndu tvær stelpur við mig.... held jafnvel að þetta hafi verið gay-bar...?
Í stætónum á leiðinni heim var maður sem var dauður/sofandi í sætinu sínu fyrir framan okkur - mest pirrandi maður í heimi því við vorum alla leiðina að bíða eftir því að hann dræpist bara alveg og dytti úr sætinu og kláraði þetta en nei, hann sat alveg láréttur alla leiðina og var alltaf alveg við það að detta þegar hann reisti sig smá við og byrjaði aftur að halla á hliðina... maðurinn með sterkustu magavöðva heims.... spurning um að hafa samband við Heimsmetabókina? við sátum fyrir aftan hann í að verða klukkutíma....
Laugardagur
Mikill rólegheitadagur:) vorum næstum allan daginn í Camden - þvílík snilld:) útimarkaðir, innimarkaðir, búðir og furðufuglar:) gengur aldrei að telja allt upp en við sáum Einar Ágúst hjálpa kærustunni sinni að velja eyrnalokka, róna-mann sem sat við borð á kínverskum veitingastað og borðaði afganga úr pappaboxi (svona kína-mat-boxi) á milli þess sem hann notaði sama boxið sem öskubakka.... tveir bitar, smókur, aska, tveir bitar, smókur, aska.... soldið erfitt að hætta að horfa á svoleiðis... næstum eins og bílslys á repít, fórum í búð með geimveruþema, "geimtónlist", starfsfólk frá öðrum plánetum (líklega ráðið fyrir að vera með allof langar lappir hlutfallslega, of lítið höfuð hlutfallslega, skringilegt höfuð etc.), alls konar föt sem gætu líka verið í Universal Studios sem propp í Star Trek, Star Wars, Babylonia.... þeir seldu meira að segja Borg-fylgihluti... mæli með þessu fyrir þá sem hafa horft of mikið á Star Trek um ævina:)
Löbbuðum í marga klukkutíma en sáum ekki næstum allt:) fórum þaðan beint á Íslendingakvöld með Einari Ágústi og öðrum manni sem ég man ekki/veit ekki hvað heitir.... en hann er íslenskur og frægur.... reyni að finna mynd á eftir en ég þori ekki að óverlóda örgjafann núna því kannski slekkur hann aftur á tölvunni og ég bara nenni því ekki:) ég hitti... Önnu Heiðu og Darren, Lilju, Kristrúnu, Soffíu af Nesinu, Lúlla og Lailu, Jón Gunnar (sem var einu sinni fréttamaður á Skjá einum og er vinur hans Hannesar) .... og kynntist fullt af Íslendingum líka:) þetta byrjaði sjö.... lokaði klukkan eitt ... eða ellefu??? mjög óíslenskur tími:)hehehe.... þetta var gaman... kynntist vodka&RedBull sem er bara mjög gott saman:) hringdi í Gunnar lillabó og hann fékk að heyra í stemmningunni:) klósettin voru snilld... eitt var bilað en þrjú virkuðu, af þessum þremur var eitt með hurð, ein hurð datt af þannig að það varð alltaf að lyfta henni og setja hana fyrir opið og á þriðja klósettinu var engin hurð þannig að það varð alltaf einhver að standa fyrir... ég lék hurð nokkrum sinnum um kvöldið - mjög góð leið til að kynnast fólki þegar maður þekkir engan:) maður gæti líklega notað það sem ísbrjót í samræðum: "jamms, ég er að leika hurð - maður lærir svo mikið í leiklistarskólum í London"... held samt að ég hafi ekki sagt það:)
laugardagurinn var bara skemmtilegur... nánari útlistanir væru samt ábyggilega leiðinlegar:)
Sunnudagur
Vaknaði aftur óbærilega hress og fór til Oxford:) Hannes þurfti að læra þannig að ég hoppaði mér uppí strætó og fór á Viktoríulestarstöðina þar sem maður getur farið í rútu beinustu leið:) þar sem ég var svo nálægt Buckingham Palace ákvað ég að kíkja á hana áður en ég færi í rútuna.... Buck House eins og þeir sem til þekkja kalla húsið.... það var... errr... hvítt:) en ég sá það:)!!!! labbaði til baka, var næstum yfirkeyrð af mótorhjóli, fann The Oxford Tube, mjög straumlínulagaður double-dekker og keypti miða: "there and back again".... ég er ábyggilega búin að lesa of mikið af Tolkien:)hehehehe ferðin tók rúmlega klukkutíma en það var nóg að sjá, stór mótmæli í Hyde Park, Notting Hill, Warnar Village - bíó-þorp:), trailertrashparka, slökkvilið að æfa sig með að kveikja í dóti, risastór opin öskuhaugur með jarðýtum og mávum, skógar, lítil þorp etc. - fór úr rútunni á rútustöðinni og byrjaði að labba... gerði það allan daginn og þetta er alveg frábær borg:)
Fór í Blackwell's bókabúðina... sem betur fer var alltof mikið úrval - ég gat ekki valið því það var svo mikið til að velja um þannig að ég keypti mér bara nokkrar bækur:) ég sá Oxford Castle and Prison, minnstu dómkirkju Englands, labbaði Dead Man's Walk (jarðarfaraleið frá miðöldum, sá elsta bókasafn Englands (Merton minnir mig), fullt af görðum og síkjum (eða ám?), ég sá Oxford University Press þaðan sem svo margar bækur koma.... og fullt, fullt meira:) allt rosalega gamalt og fallegt:) soldið sniðugt þarna því það eru svo margar götur sem eru bara fyrir fótgangandi:) líka mjög merkilegt að komast þangað því ég fíla Inspector Morse þættina í ræmur og þeir gerast allir í Oxford:)
... og auðvitað fór ég mitt prívat Tolkien-tour fyrst ég var þarna, ég sá húsið í St. John Street sem hann og Edith bjuggu fyrst í þegar þau komu til Oxford áður en hann varð kennari... á meðan hann var ennþá hermaður held ég:) svo fluttu þau hinum megin við hornið á Alfred Street þegar hann var að vinna við orðabókina og byrjaður að kenna smá... svo sá ég húsið sem hann bjó í þegar hann flutti aftur til Oxford eftir að Edith dó, á Merton Street... ég fór líka á Eagle and Child pöbbinn þar sem hann og T.S. Eliot drukku saman og lásu Angló Saxnesku og Norrænu:) það var að vísu eitthvað snilldar hádegisverðartilboð í gangi þannig að staðurinn var fullur þannig að ég labbaði yfir götuna á annan pöbb sem hét eitthvað Flag and Lamb eða Flag and Flower eða eitthvað:) þar hitti ég tvo Skota og Íra:) Skotarnir voru að vísu ekki lengi þannig að ég spjallaði aðallega við Írann og hann sýndi mér Colleginn sinn... sem ég man ekki hvað heitir akkúrat núna en ég skrifaði það niður:) ... líklega á sama stað og ég skrifaði nafnið á góða víninu fyrsta kvöldið:) kannski ég kíki á kortið sem ég keypti mér af miðbænum?.... þegar ég finn það:) þessir collegar eru yfirleitt lokaðir fyrir almenningi þannig að það var mjög kúl að fá að sjá inní einn:) ég fékk meira að segja símanúmerið hjá honum svo ég geti hringt næst þegar ég kem til "landsins" ... honum finnst svo gaman að ferðast og vill endilega sýna mér Dublin einhvern tímann:) mar er bara hösslari:)hehehehe
ég skemmti mér mjög vel í Oxford og er jafnvel að pæla í að fara þangað aftur einhvern tímann og skoða kannski söfn eða vera lengur í Blackwell's... eða ekki:) að vísu held ég að ég fari frekar til Brighton næst þegar ég fer til London... eða Reading eða York.... svo margir staðir svo lítill tími:) því núna er ég komin með bakteríuna, mig langar til að ferðast meira og meira og meira... helgarferðir eru bara blod på tannen:) ég var ekki einu sinni búin að vera nægilega lengi til að vera fegin að koma heim:)
Tók double-dekkerinn til baka þegar það var orðið dimmt og ætlaði að sofa á leiðinni til baka en nei... bílstjórinn var snarruglaður!!! stór maður með túrbana og demant fremst í honum... ég vissi ekki að það væri til nema hjá konungum... kannski var hann konungur í einhverju ríki sem var lagt niður? hann keyrði að minnsta kosti eins og hann væri Master of the Universe, sótbölvaði allan tímann á útlensku, flautaði eins og geðsjúklingur á alla bíla sem voru fyrir honum, tók framúr vinstra megin á neyðarakreininni, stundaði stórsvig milli akreina eins og Alberto Tomba og keyrði ábyggilega á 140 km/h að meðaltali... við vorum fljótari heim verð ég að viðurkenna en ..... það versta við allt var samt að hann var vitlausu megin í rútunni ... alltaf þegar ég leit fram til að sjá þennan geðsjúkling var enginn bílstjóri fyrir framan mig bara vegur og við vorum að stefna á eitthvað!!!.... svaf ekki mikið:)
Komst þó heilu og höldnu aftur til London, tók Undergroundið á Leicester Square, hitti Hannes og við fórum á Matrix lll:)
Löbbuðum í gegnum Soho og hittum eitthvað fólk og tók loks strætó heim aftur:)
Mánudagur
Fórum saman niður í bæ og á Oxford Street:) keypti mér nýja skó því ég "kláraði" strigaskónna mína með labbinu daginn áður... dagana áður:) keypti mér líka nærföt, sokka, skyrtu og.... já, dragt.... ég var með Hannesi:) fórum á kaffihús og í spilatækja sal þar sem við kláruðum einn kappakstursleikinn:) röltum svo bara um allt... fórum í viskíbúð... mig langaði í allt! það voru flöskur þarna sem kostuðu meira en bíllinn minn!!!! sátum á útikaffihúsi í Soho í langan tíma og pældum í fólkin sem labbaði framhjá - fullt af frægum en eini sem ég þekkti var gaurinn sem lék manninn með skeggið í Four Weddings and a Funeral:) kærasta John Hannah:) hann keypti sér kaffi á staðnum sem við sátum á en það var bara svona teikaway svo labbaði hann í burtu:) þetta var yndislegur letidagur þangað til það kom að því að ég varð að fara á flugvöllinn....
við tróðumst inn í Underground lestina.... þegar við komum upp úr henni kom enginn strætó og umferðin var stop þannig að við ákávðum að labba á næstu stöð... og næstu og næstu og þar sem við vorum að taka framúr öllum bílunum ákváðum við bara að labba alla leiðina heim.... svona þriggja kortéra leið:)... á leiðinni sáum við hvað orsakaði allar tafirnar, löggubíll, sjúkrabíll og læknabíll því það hafði mótorhjól keyrt á konu... umferðin gekk samt vel í hina áttina þannig að hver strætisvagninn á fætur öðrum keyrði framhjá okkur í áttina sem ég varð að fara til að komast á lestarstöðina.... ég fór að pæla... aldrei sniðugt.... kannski myndu allir vagnarnir "klárast" áður en við næðum heim fyrst það var enginn á leiðinni í okkar átt???? hálf hlupum restina af leiðinni heim, náði í töskuna mína og útá stoppistöð.... og það kom strætó:) sem betur fer:) pabbi hefði aldrei hleypt mér einni til útlanda aftur ef ég hefði misst af vélinni:)
þetta var mjög "merkileg" strætóferð:) það settist svona "heimilislaus" maður við hliðina á mér... kannksi ekki beint heimilislaus en ábyggilega ekki vinnandi maður... hans draumur hefur ábyggilega verið að lýsa fótboltaleikjum beint því hann sagði mér hvað var að gerast í strætónum, hver var að koma inn og hver var að fara út og þannig.... það kom inn maður með flöskur í poka, næst kom stór svertingjamamma inn með nokkra krakka á mismunandi aldri og skipaði þeim að setjast hingað og þangað um vagninn og settist sjálf þar sem hún gæti fylgst með.... gaurinn með flöskurnar rak þær í eitthvað þannig að þær brotnuðu og sulluðust á gólfið .... maðurinn við hliðina á mér tilkynnti mér þetta allt saman um leið og það gerðist:) stóra svertingjamamman trompaðist! byrjaði að kalla gaurinn með glerbrotin í pokanum ábyrgðarlausan alkahólista, viðbjóðslegt slím og ýmislegt annað á miður fallegu máli ... hún kallaði alla krakkana til sín, bannaði þeim að koma nálægt götufilthinu og fór að slá aumingjans manninn í öxlina með poka sem hún var sjálf með.... sessunautur minn var í essinu sínu:) hún hrúgaði svo öllum börnunum saman, tilkynnti strætóverðinu að hún ætlaði að kæra þennan ólifnað og fór út..... maðurinn með glerbrotin fór út á stöðinni eftir það, niðurbrotinn, vandræðalegur með marða öxl....
þegar ég kom á Liverpool Street Station voru taaaaaafffffiiiiiirrrrrrr... það voru ábyggilega jafnmargir að bíða eftir lest og búa á Íslandi.... Stansted Express lestin var sein en ég smyglaði mér inná pallana með því að þykjast vera að fara eitthvert annað og var tilbúin þegar hún kom loksins þannig að ég fékk sæti:) maður er svo klár:) hún fylltist auðvitað alveg og það stóðu jafnmargir og sátu þegar hún fór loksins af stað... tíu mínútum eftir að við fórum stoppaði hún aftur.... það varð að handtaka mann og það tók laaaaangannnnn tíma.... ég vissi ekki að það væri til neitt sem hét rail-rage fyrr en þarna í lestinni.... fólk var hægri og vinstri að verða of seint og hjón á leið til Írlands missti af vélinni sinni á meðan við sátum þarna kyrr á teinunum.... áður en við komum að stöðinni á flugvellinum var fólk farið að halda á töskunum sínum, roðna af pirringi og lemja hurðina að innan!!!! afhverju???? þú kemst ekkert fyrr út ef lestin er á ferð??? þegar hún loksins stoppaði reyndu allir að komast á eskaleitorinn í einu... það er eðlisfræðilega bara ekki hægt... en það stoppaði þetta fólk ekki neitt:) sjálf var ég orðin smá stressuð.... þessir klukkutímar sem ég hafði gefið mér til að komast á völlinn voru orðnir að 35 mínútum... ég tékkaði mig inn kortér yfir sjö, boarding byrjaði tuttugu mínútur yfir og vélin átti að fara í loftið tíu mínútur í átta... ég varð að fara í gegnum sekjúritíið (sem er ROSALEGT), með monorail á milli terminala og komast að hliðinu mínu.... ég var samt ekki seinust:) einhver gaur sem hafði greinilega verið með stærri tösku eða tapað bardaganum við eskaleitorinn kom á eftir mér:)... svo lögðum við af stað:)
þetta er beisikallí það sem ég gerði þarna úti.... ekki allt.... bara svona hælæts:) sem betur fer var þetta bara helgarferð... getiði ímyndað ykkur hvað þetta hefði verið langt ef ég hefði verið í viku???:)hehehehehe
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
bróðir minn var að kaupa sér ÓGISSLEGA flott mótorhjól:) svipað þessu:
set alvöru mynd af því í albúmið mitt bráðum - hef bara séð það í myrkri hingað til:)hehehehe
anívei, ég er komin heim:) þvílíkt gaman þarna úti:)
það nennir enginn að lesa boring ferðasögu en ég ætla samt að skrifa eitthvað í kvöld, svona highlights - for the children... verð að fara í skólann núna:) endilega kíkið við aftur seinna og lesið um geðsjúklinga sem keyra double-deckera með túrbana, sígaunakonur, stórar svertingjamömmur, káta írska nemendur, íslendingakvöld í London með Two Tricky???? held ég, strætóverði, umferðaslys í East End, Camden, geimverur og svo framvegis:)
góðar stundir:)
set alvöru mynd af því í albúmið mitt bráðum - hef bara séð það í myrkri hingað til:)hehehehe
anívei, ég er komin heim:) þvílíkt gaman þarna úti:)
það nennir enginn að lesa boring ferðasögu en ég ætla samt að skrifa eitthvað í kvöld, svona highlights - for the children... verð að fara í skólann núna:) endilega kíkið við aftur seinna og lesið um geðsjúklinga sem keyra double-deckera með túrbana, sígaunakonur, stórar svertingjamömmur, káta írska nemendur, íslendingakvöld í London með Two Tricky???? held ég, strætóverði, umferðaslys í East End, Camden, geimverur og svo framvegis:)
góðar stundir:)
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
fór alltof seint að sofa í gær... Dr. Phil var í sjónvarpinu og var að tala um fóbíur... að sjálfsögðu fór ég að pæla í fóbíum og fletti þeim upp núna áðan - váááá hvað það eru margar!!! hérna getið þið séð þær allar í stafrófsröð en ég ætla bara að láta nokkrar fylgja með til skemmtunar:)
Air- Anemophobia.
Air swallowing- Aerophobia.
Amnesia- Amnesiphobia.
Anything new- Neophobia.
Asymmetrical things- Asymmetriphobia
Bald people- Peladophobia.
Bald, becoming- Phalacrophobia.
Beards- Pogonophobia.
Beaten by a rod or instrument of punishment, or of being severely criticized- Rhabdophobia.
Beautiful women- Caligynephobia.
Beds or going to bed- Clinophobia.
Bicycles- Cyclophobia.
Birds- Ornithophobia.
Black- Melanophobia.
Blindness in a visual field- Scotomaphobia.
Blushing or the color red- Erythrophobia, Erytophobia or Ereuthophobia.
Body odors- Osmophobia or Osphresiophobia.
Body, things to the left side of the body- Levophobia.
Body, things to the right side of the body- Dextrophobia.
Bogeyman or bogies- Bogyphobia.
Bolsheviks- Bolshephobia.
Books- Bibliophobia.
Bowel movements: painful- Defecaloesiophobia.
Bums or beggars- Hobophobia.
Cats- Aclurophobia, Ailurophobia, Elurophobia, Felinophobia, Galeophobia, or Gatophobia.
Ceremonies, religious- Teleophobia.
Chickens- Alektorophobia.
Child, bearing a deformed; deformed people- Teratophobia.
Childbirth- Maleusiophobia, Tocophobia, Parturiphobia, or Lockiophobia.
Children- Pedophobia.
Chinese or Chinese culture- Sinophobia.
Chins- Geniophobia.
Church- Ecclesiophobia.
Clocks- Chronomentrophobia.
Clocks or time- Chronophobia.
Clothing- Vestiphobia.
Clouds- Nephophobia.
Clowns- Coulrophobia.
Coitus- Coitophobia.
Cold or cold things- Frigophobia.
Cold: extreme, ice or frost- Cryophobia.
Cold- Cheimaphobia, Cheimatophobia, Psychrophobia or Psychropophobia.
Color purple- Porphyrophobia.
Color yellow- Xanthophobia.
Color white- Leukophobia.
Colors- Chromophobia or Chromatophobia.
Computers or working on computers- Cyberphobia.
Constipation- Coprastasophobia.
Cooking- Mageirocophobia.
Corpses- Necrophobia.
Cosmic Phenomenon- Kosmikophobia.
Creepy, crawly things- Herpetophobia.
Criticism- Enissophobia.
Crosses or the crucifix- Staurophobia.
Crossing streets- Agyrophobia or Dromophobia.
Crowded public places like markets- Agoraphobia.
Crowds or mobs- Enochlophobia, Demophobia or Ochlophobia.
Crystals or glass- Crystallophobia.
Dampness, moisture or liquids- Hygrophobia.
Dancing- Chorophobia.
Dark or night- Nyctophobia.
Dark place, being in- Lygophobia.
Darkness- Achluophobia or Myctophobia, or Scotophobia.
Dawn or daylight- Eosophobia.
Daylight or sunshine- Phengophobia.
Death or dying- Thanatophobia.
Death or dead things- Necrophobia.
Decaying matter- Seplophobia.
Decisions: making decisions- Decidophobia.
Defeat- Kakorrhaphiophobia.
Deformed people or bearing a deformed child- Teratophobia.
Deformity or unattractive body image- Dysmorphophobia.
Demons- Demonophobia or Daemonophobia.
Dental surgery- Odontophobia.
Dentists- Dentophobia.
Dependence on others- Soteriophobia.
Depth- Bathophobia.
Diabetes- Diabetophobia.
Dining or dinner conversations- Deipnophobia.
Dizziness or vertigo when looking down- Illyngophobia.
Dizziness or whirlpools- Dinophobia.
Doctor, going to the- Iatrophobia.
Doctrine, challenges to or radical deviation from official- Heresyphobia or Hereiophobia.
Dogs or rabies- Cynophobia.
Dolls- Pediophobia.
Double vision- Diplophobia.
Drafts- Aerophobia or Anemophobia.
Dreams, wet- Oneirogmophobia.
Dreams- Oneirophobia.
Drinking- Dipsophobia.
Drugs, new- Neopharmaphobia.
Drugs or taking medicine- Pharmacophobia.
Dryness- Xerophobia.
Dust- Amathophobia or Koniophobia.
Dust- Amathophobia.
Duty or responsibility, neglecting- Paralipophobia.
Dying or death- Thanatophobia.
Eating or swallowing- Phagophobia.
Eating or food- Sitophobia or Sitiophobia.
Eating or swallowing or of being eaten- Phagophobia.
Eight, the number- Octophobia.
Electricity- Electrophobia.
Englishness- Anglophobia.
Erect penis- Medorthophobia.
Erection, losing an- Medomalacuphobia.
Everything- Panophobia, Panphobia, Pamphobia, or Pantophobia.
Eyes- Ommetaphobia or Ommatophobia.
Eyes, opening one's- Optophobia..
Fabrics, certain- Textophobia.
Failure- Atychiphobia or Kakorrhaphiophobia.
Fainting- Asthenophobia.
Fatigue- Kopophobia.
Feathers or being tickled by feathers- Pteronophobia.
Female genitals- Kolpophobia.
Female genitalia- Eurotophobia.
Fever- Febriphobia, Fibriphobia, Fidriophobia or Pyrexiophobia.
Fire- Arsonphobia or Pyrophobia.
Firearms- Hoplophobia.
Fish- Ichthyophobia.
Flashes- Selaphobia.
Flogging or punishment- Mastigophobia.
Floods- Antlophobia.
Flowers- Anthrophobia or Anthophobia.
Flutes- Aulophobia.
Fog- Homichlophobia or Nebulaphobia.
Food or eating- Sitophobia or Sitiophobia.
Food- Cibophobia.
Foreigners or strangers- Xenophobia.
Foreign languages- Xenoglossophobia.
Forests or wooden objects- Xylophobia.
Forests- Hylophobia.
Forests, dark wooded area, of at night- Nyctohylophobia
Forgetting or being forgotten- Athazagoraphobia.
France or French culture- Francophobia, Gallophobia or Galiphobia.
Freedom- Eleutherophobia.
Friday the 13th- Paraskavedekatriaphobia.
Frogs- Batrachophobia.
Frost, ice or extreme cold- Cryophobia.
Frost or ice- Pagophobia.
Functioning or work: surgeon's fear of operating- Ergasiophobia.
Fur or skins of animals- Doraphobia.
.... þetta er bara það sem ég hafði ekki hugmynd um að fólk væri með fóbíu fyrir úr fyrstu stöfum stafrófsins.... fóbía fyrir Bretum og Frökkum og mönnum með skalla:)hehehehe merkilegt:)
Air- Anemophobia.
Air swallowing- Aerophobia.
Amnesia- Amnesiphobia.
Anything new- Neophobia.
Asymmetrical things- Asymmetriphobia
Bald people- Peladophobia.
Bald, becoming- Phalacrophobia.
Beards- Pogonophobia.
Beaten by a rod or instrument of punishment, or of being severely criticized- Rhabdophobia.
Beautiful women- Caligynephobia.
Beds or going to bed- Clinophobia.
Bicycles- Cyclophobia.
Birds- Ornithophobia.
Black- Melanophobia.
Blindness in a visual field- Scotomaphobia.
Blushing or the color red- Erythrophobia, Erytophobia or Ereuthophobia.
Body odors- Osmophobia or Osphresiophobia.
Body, things to the left side of the body- Levophobia.
Body, things to the right side of the body- Dextrophobia.
Bogeyman or bogies- Bogyphobia.
Bolsheviks- Bolshephobia.
Books- Bibliophobia.
Bowel movements: painful- Defecaloesiophobia.
Bums or beggars- Hobophobia.
Cats- Aclurophobia, Ailurophobia, Elurophobia, Felinophobia, Galeophobia, or Gatophobia.
Ceremonies, religious- Teleophobia.
Chickens- Alektorophobia.
Child, bearing a deformed; deformed people- Teratophobia.
Childbirth- Maleusiophobia, Tocophobia, Parturiphobia, or Lockiophobia.
Children- Pedophobia.
Chinese or Chinese culture- Sinophobia.
Chins- Geniophobia.
Church- Ecclesiophobia.
Clocks- Chronomentrophobia.
Clocks or time- Chronophobia.
Clothing- Vestiphobia.
Clouds- Nephophobia.
Clowns- Coulrophobia.
Coitus- Coitophobia.
Cold or cold things- Frigophobia.
Cold: extreme, ice or frost- Cryophobia.
Cold- Cheimaphobia, Cheimatophobia, Psychrophobia or Psychropophobia.
Color purple- Porphyrophobia.
Color yellow- Xanthophobia.
Color white- Leukophobia.
Colors- Chromophobia or Chromatophobia.
Computers or working on computers- Cyberphobia.
Constipation- Coprastasophobia.
Cooking- Mageirocophobia.
Corpses- Necrophobia.
Cosmic Phenomenon- Kosmikophobia.
Creepy, crawly things- Herpetophobia.
Criticism- Enissophobia.
Crosses or the crucifix- Staurophobia.
Crossing streets- Agyrophobia or Dromophobia.
Crowded public places like markets- Agoraphobia.
Crowds or mobs- Enochlophobia, Demophobia or Ochlophobia.
Crystals or glass- Crystallophobia.
Dampness, moisture or liquids- Hygrophobia.
Dancing- Chorophobia.
Dark or night- Nyctophobia.
Dark place, being in- Lygophobia.
Darkness- Achluophobia or Myctophobia, or Scotophobia.
Dawn or daylight- Eosophobia.
Daylight or sunshine- Phengophobia.
Death or dying- Thanatophobia.
Death or dead things- Necrophobia.
Decaying matter- Seplophobia.
Decisions: making decisions- Decidophobia.
Defeat- Kakorrhaphiophobia.
Deformed people or bearing a deformed child- Teratophobia.
Deformity or unattractive body image- Dysmorphophobia.
Demons- Demonophobia or Daemonophobia.
Dental surgery- Odontophobia.
Dentists- Dentophobia.
Dependence on others- Soteriophobia.
Depth- Bathophobia.
Diabetes- Diabetophobia.
Dining or dinner conversations- Deipnophobia.
Dizziness or vertigo when looking down- Illyngophobia.
Dizziness or whirlpools- Dinophobia.
Doctor, going to the- Iatrophobia.
Doctrine, challenges to or radical deviation from official- Heresyphobia or Hereiophobia.
Dogs or rabies- Cynophobia.
Dolls- Pediophobia.
Double vision- Diplophobia.
Drafts- Aerophobia or Anemophobia.
Dreams, wet- Oneirogmophobia.
Dreams- Oneirophobia.
Drinking- Dipsophobia.
Drugs, new- Neopharmaphobia.
Drugs or taking medicine- Pharmacophobia.
Dryness- Xerophobia.
Dust- Amathophobia or Koniophobia.
Dust- Amathophobia.
Duty or responsibility, neglecting- Paralipophobia.
Dying or death- Thanatophobia.
Eating or swallowing- Phagophobia.
Eating or food- Sitophobia or Sitiophobia.
Eating or swallowing or of being eaten- Phagophobia.
Eight, the number- Octophobia.
Electricity- Electrophobia.
Englishness- Anglophobia.
Erect penis- Medorthophobia.
Erection, losing an- Medomalacuphobia.
Everything- Panophobia, Panphobia, Pamphobia, or Pantophobia.
Eyes- Ommetaphobia or Ommatophobia.
Eyes, opening one's- Optophobia..
Fabrics, certain- Textophobia.
Failure- Atychiphobia or Kakorrhaphiophobia.
Fainting- Asthenophobia.
Fatigue- Kopophobia.
Feathers or being tickled by feathers- Pteronophobia.
Female genitals- Kolpophobia.
Female genitalia- Eurotophobia.
Fever- Febriphobia, Fibriphobia, Fidriophobia or Pyrexiophobia.
Fire- Arsonphobia or Pyrophobia.
Firearms- Hoplophobia.
Fish- Ichthyophobia.
Flashes- Selaphobia.
Flogging or punishment- Mastigophobia.
Floods- Antlophobia.
Flowers- Anthrophobia or Anthophobia.
Flutes- Aulophobia.
Fog- Homichlophobia or Nebulaphobia.
Food or eating- Sitophobia or Sitiophobia.
Food- Cibophobia.
Foreigners or strangers- Xenophobia.
Foreign languages- Xenoglossophobia.
Forests or wooden objects- Xylophobia.
Forests- Hylophobia.
Forests, dark wooded area, of at night- Nyctohylophobia
Forgetting or being forgotten- Athazagoraphobia.
France or French culture- Francophobia, Gallophobia or Galiphobia.
Freedom- Eleutherophobia.
Friday the 13th- Paraskavedekatriaphobia.
Frogs- Batrachophobia.
Frost, ice or extreme cold- Cryophobia.
Frost or ice- Pagophobia.
Functioning or work: surgeon's fear of operating- Ergasiophobia.
Fur or skins of animals- Doraphobia.
.... þetta er bara það sem ég hafði ekki hugmynd um að fólk væri með fóbíu fyrir úr fyrstu stöfum stafrófsins.... fóbía fyrir Bretum og Frökkum og mönnum með skalla:)hehehehe merkilegt:)
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
London á morgun:)
var að tala við Hannes:) er víst að fara á eitthvað Íslendingakvöld á laugardaginn þar sem Einar Ágúst? og einhver úr Skítamóral er að spila.... ok:)
er að hlaða myndum inn á tölvuna frá síðasta föstudegi þannig að þið megið eiga von á myndum bráðum .... nei, ekki á netið:) Pálína, Edda og Helga: þið fáið þær í tölvupósti:) ... á eftir ... soldið margar myndir:)
einhverjir kúl linkar??
þetta er verulega illa gert ... en rosalega fyndið:)!!!
hverjum langar í svona kveikjara frá London? 007 rúlar:)
.... að lokum, þið sem eigið við vandamál að stríða verðið að fara varlega!!!
var að tala við Hannes:) er víst að fara á eitthvað Íslendingakvöld á laugardaginn þar sem Einar Ágúst? og einhver úr Skítamóral er að spila.... ok:)
er að hlaða myndum inn á tölvuna frá síðasta föstudegi þannig að þið megið eiga von á myndum bráðum .... nei, ekki á netið:) Pálína, Edda og Helga: þið fáið þær í tölvupósti:) ... á eftir ... soldið margar myndir:)
einhverjir kúl linkar??
þetta er verulega illa gert ... en rosalega fyndið:)!!!
hverjum langar í svona kveikjara frá London? 007 rúlar:)
.... að lokum, þið sem eigið við vandamál að stríða verðið að fara varlega!!!
sunnudagur, nóvember 02, 2003
jamms... henti inn nokkrum skóladótarlinkum sem ég fíla:)... að vísu bara þjóðfræðidæmi núna... verð að organæsa favoritsið betur til að sjá hvað ég er með og leita að því sem mig vantar:)
mæli með því að þið búið til ykkar eigið samsæri:) (efsti linkurinn minnir mig:)) - ég var að búa til þetta....:
What They Don't Want You to Know
In order to understand murder you need to realize that everything is controlled by an institution made up of blacks with help from hispanics.
The conspiracy first started during Boston Tea Party in New York. They have been responsible for many events throughout history, including Cuba Missile Threat.
Today, members of the conspiracy are everywhere. They can be identified by cracking knuckles.
They want to rape Rush Limbough and imprison resisters in Detroit using trains.
In order to prepare for this, we all must sign a petition. Since the media is controlled by Al Franken we should get our information from George Bush.
... möguleikarnir eru endalausir:)
góðar stundir
mæli með því að þið búið til ykkar eigið samsæri:) (efsti linkurinn minnir mig:)) - ég var að búa til þetta....:
What They Don't Want You to Know
In order to understand murder you need to realize that everything is controlled by an institution made up of blacks with help from hispanics.
The conspiracy first started during Boston Tea Party in New York. They have been responsible for many events throughout history, including Cuba Missile Threat.
Today, members of the conspiracy are everywhere. They can be identified by cracking knuckles.
They want to rape Rush Limbough and imprison resisters in Detroit using trains.
In order to prepare for this, we all must sign a petition. Since the media is controlled by Al Franken we should get our information from George Bush.
... möguleikarnir eru endalausir:)
góðar stundir
laugardagur, nóvember 01, 2003
snilldar gærkvöld!!!! alveg óvart en verðum að gera þetta aftur bráðum:)
hellings breytingar á blogginu mínu... linkadæmið aðallega.... búin að fá leið á næstum öllum linkunum sem voru hérna ... var farin að nota favorites meira og meira þannig að ég updeitaði soldið... ekki mikið samt.... tekur langan tíma og ég hef hann ekki í dag:)... en takið eftir því að ef þið farið með músina yfir eitthvað nafn... aftur: ekki öll.... þá koma fram fleiri upplýsingar:) stundum er maður svo klár:) alltaf að ræna og rupla aðrar heimasíður.... sonna lærir maður samt er það ekki?
ég hef aldrei skilið stærðfræði sérlega vel en .... veistu ég held ég skilji barasta þetta alveg ágætlega:)
hellings breytingar á blogginu mínu... linkadæmið aðallega.... búin að fá leið á næstum öllum linkunum sem voru hérna ... var farin að nota favorites meira og meira þannig að ég updeitaði soldið... ekki mikið samt.... tekur langan tíma og ég hef hann ekki í dag:)... en takið eftir því að ef þið farið með músina yfir eitthvað nafn... aftur: ekki öll.... þá koma fram fleiri upplýsingar:) stundum er maður svo klár:) alltaf að ræna og rupla aðrar heimasíður.... sonna lærir maður samt er það ekki?
ég hef aldrei skilið stærðfræði sérlega vel en .... veistu ég held ég skilji barasta þetta alveg ágætlega:)
föstudagur, október 31, 2003
well met, speak friend and enter.... duh
alveg að snappa á skólanum.... og öllu hinu..... borðaði fisk í hádeginu fyrir hinar litlu gráu, það var verið að segja mér að því meira sem þú notar litlu gráu því fleiri verða þær..... errrrr.... því fleiri virkjast hlýtur að vera? annars er að koma helgi... verð ekki að vinna neitt mikið, Björn er á leiðinni til Afríku á sunnudaginn..... 30°c hiti.... en það er víst um 12°c í London ... amk síðasta miðvikudag þegar ég talaði við Hannesinn:) fæ fíl frá Afríku... lítinn:) verð að finna eitthvað í London á móti, er það ekki? hermann með loðhúfu? er það ekki mjög londonískt?:)
ég er alltaf að læra nýja hluti - fress er hvorugkyns orð, það fressið, appelsínugulir kettir eru alltaf karlkyns þannig að ef þú sérð appelsínugulan kött geturðu sagt: "kssss, kssss, kondu kallinn" án þess að hann móðgist því hann er stelpa.... en ef þú sérð "rósóttan" kött, svartan, appelsínugulan og hvítann er hann alltaf kvenkyns, þannig að ef þú ávarpar þannig kött í karlkyni mun hún ekki virða þig viðlits.... ekki þannig að kettir nenni yfirleitt að tala við mann á förnum vegi.... nema Fídelinn í næsta húsi (jamms, kötturinn minn á nafna í græna húsinu:)) hann er alltaf í fótunum á manni þegar maður labbar framhjá:)
fimmtudagur, október 30, 2003
jújú.... fimmtudagur.... eftir viku verð ég á flugvellinum á leiðinni til London:) hlakka massíft til:)
ég er hætt að skoða heimasíður um allt sem ég get gert.... það kemur bara í ljós hvað ég gerði:)
linkur frá Gunnellu.... ótrúlegt að það skuli vera til svona heimskt fólk!!!!!
búin að skrifa og skrifa og delíta og delíta... hef greinilega ekkert merkilegt að segja sem ég vil deila með þeim sem ramba hingað inn.... enginn tilfinningabloggari í mér greinilega:) þannig að ég ætla að pósta inn einhverja linka sem allir geta haft gaman af.... eru að minnsta kosti skemmtilegri en rausið í mér um..... allt sem ég er búin að delíta:)
það liggur ótrúlega vinna á bak við síður eins og þessar, Transhumanist Resources, þau eru með orðalista og hugtakaskýringakafla svo að þú getir skilið öll orðin sem þau nota...
þarna á forsíðunni hjá Transhumanistunum er blár borði, hann stendur fyrir stuðnig við málfrelsi á netinu... hvað ætli það séu til margir litir af borðum??
Yellow Ribbon: gegn sjálfsmorðum unglinga
Yellow Ribbon: Bringing Them Home - the wonderful ways quilters have chosen to help our nation in this time of crisis
Yellow Ribbon: Operation Military Pride Proudly Presents Operation Yellow Ribbon
Yellow Ribbon: adopt a POW/MAI - Operation Just Cause...for as long as it takes - varð að hafa þetta með, tónlist á síðunni
Yellow Ribbon: wearing yellow ribbons to commemorate the release dates of friends and loved ones across the country
White Ribbon: Raising Awareness about Gay-Teen Suicide And remembering those who we've lost
White Ribbon: The white ribbon is dedicated to the memory of all women who have died in pregnancy and childbirth. Worldwide, every minute of every day, a woman dies of pregnancy-related complications – nearly 500,000 women each year.
White Ribbon: Speak freely, act responsibly. "Act as free men, but do not let your freedom be a cover for evil."
White Ribbon: karlmenn sem vinna gegn ofbeldi karlmanna gegn konum
Pink Ribbon: brjóstakrabbamein
Green Ribbon: styður líka málfrelsi en styður ekki þá sem misnota málfrelsi sitt á internetinu... verandi kristileg samtök, þess vegna þarf bláan internet borða líka...
Green Ribbon: The Green Ribbon Pledge, conserving energy, securing our future
Green Ribbon: til stuðnings við þá sem eru ættleiddir og vilja komast að því hverjir eru raunverulega foreldrar þeirra
Green Ribbon: Share Your Life - The Green Ribbon is a symbol for those who wait, the 78,000 men, women and children on waiting lists at Transplant Medical Centers across the United States.
Green Ribbon: For Freedom of Inovation - created to protest a series of suits filed by Hasbro concerning a number of games they claim have the same "look and feel" as old Atari games created by various companies and freelance developers... games like Tetris, Asteroids, and Pac-Man.
Red Ribbon: alnæmi
Red Ribbon: Keeping Kids Of Drugs
Red Ribbon: "Take A Minute, Make A Difference," focuses our attention on helping young people develop the internal and external assets they need to live healthy lives.
Purple Ribbon: stop animal abuse - be a hero - það er tónlist á síðunni - muzak útgáfa á skemmtara af We Need A Hero laginu með Tinu Turner:) mæli með þessari síðu... í smá stund:)
Purple Ribbon: Campaign to end Domestic Violence - fjólublátt valið því þannig eru marblettir á litinn
Purple Ribbon: þeir sem aðhyllast wicca og þannig - Fellowship of the Earth to show solidarity of kindred spirits. "Fight the Fear" is the slogan chosen to represent the Purple Ribbons. Like many ribbon campaigns, this is a way for us to outwardly show our support for religious tolerance and the freedom to believe in our own paths. Pagans and those of Goddess or Nature centered spirituality are misunderstood by most people with mainstream religious backgrounds.
Purple Ribbon: putting cancer in its place
Purple Ribbon: In symbolism of the Purple Heart given to men and women of the military for their sacrifice for the United States, we seek to honor and recognize the sacrifice parents make by displaying a purple ribbon with the message "You Gotta Love Parents" and a representation of the human heart.
Purple Ribbon: og þetta er náttúrulega bara fyndið!!!:) - In these hectic times, the lives of the Kindred have been burdened with many hardships. Although humans have increased in numbers, this has only made the hunt more difficult since there are eyewitnesses almost anywhere, at any time. The decay of modern civilization has brought on self-inflicted diseases. True, those who have taken drugs are often easy prey, but their blood is weakened from substance abuse and malnutrition, and therefore is nowhere as effective as it used to be. The Purple Ribbon Campaign was born when the Hunger was recognized. Several compassionate humans felt the need to do something for their suffering fellow beings, undead or alive. What started with merely a few individuals soon grew into a movement of some strength. New blood is, however, always welcome.
eRibbon: til minningar um alla sem létust 11. september 2001, hann er að sjálfsögðu rauður, blár og hvítur
Unity Ribbon: til að sameina alla eftir 11. september, allur ágóði rennur til munaðarlausra NYPD og FDNY barna (löggur og slökkvilið), líka í bandarísku fánalitunum en þessi er með stjörnum og allt
Black Ribbon: Melanoma means "black tumor". Black is the color of the warrior's mood when going into battle and the melanoma patient is in the battle for life. Black is our rage when we consider the lack of progress and lack of research funding going on after 25 years of the so-called "War On Cancer"
Black Ribbon: 11. september 2001 - Against The Hate
Black Ribbon: varð að hafa þetta með - a web site for Blood Drinkers looking for advice and a way out if their habit.
Black Ribbon: The Black Ribbon Campaign for Vampire Awareness - The Black Ribbon Campaign is intended to promote public awareness of who and what Vampires REALLY are, and to encourage their acceptance in society.
Black Ribbon: League of Non Voters - "An election is nothing more than an advance auction of stolen goods."
verð að hætta .... að eru til óteljandi borðar hérna á netinu... og ég tékkaði bara á nokkrum litum:)
ég er hætt að skoða heimasíður um allt sem ég get gert.... það kemur bara í ljós hvað ég gerði:)
linkur frá Gunnellu.... ótrúlegt að það skuli vera til svona heimskt fólk!!!!!
búin að skrifa og skrifa og delíta og delíta... hef greinilega ekkert merkilegt að segja sem ég vil deila með þeim sem ramba hingað inn.... enginn tilfinningabloggari í mér greinilega:) þannig að ég ætla að pósta inn einhverja linka sem allir geta haft gaman af.... eru að minnsta kosti skemmtilegri en rausið í mér um..... allt sem ég er búin að delíta:)
það liggur ótrúlega vinna á bak við síður eins og þessar, Transhumanist Resources, þau eru með orðalista og hugtakaskýringakafla svo að þú getir skilið öll orðin sem þau nota...
þarna á forsíðunni hjá Transhumanistunum er blár borði, hann stendur fyrir stuðnig við málfrelsi á netinu... hvað ætli það séu til margir litir af borðum??
Yellow Ribbon: gegn sjálfsmorðum unglinga
Yellow Ribbon: Bringing Them Home - the wonderful ways quilters have chosen to help our nation in this time of crisis
Yellow Ribbon: Operation Military Pride Proudly Presents Operation Yellow Ribbon
Yellow Ribbon: adopt a POW/MAI - Operation Just Cause...for as long as it takes - varð að hafa þetta með, tónlist á síðunni
Yellow Ribbon: wearing yellow ribbons to commemorate the release dates of friends and loved ones across the country
White Ribbon: Raising Awareness about Gay-Teen Suicide And remembering those who we've lost
White Ribbon: The white ribbon is dedicated to the memory of all women who have died in pregnancy and childbirth. Worldwide, every minute of every day, a woman dies of pregnancy-related complications – nearly 500,000 women each year.
White Ribbon: Speak freely, act responsibly. "Act as free men, but do not let your freedom be a cover for evil."
White Ribbon: karlmenn sem vinna gegn ofbeldi karlmanna gegn konum
Pink Ribbon: brjóstakrabbamein
Green Ribbon: styður líka málfrelsi en styður ekki þá sem misnota málfrelsi sitt á internetinu... verandi kristileg samtök, þess vegna þarf bláan internet borða líka...
Green Ribbon: The Green Ribbon Pledge, conserving energy, securing our future
Green Ribbon: til stuðnings við þá sem eru ættleiddir og vilja komast að því hverjir eru raunverulega foreldrar þeirra
Green Ribbon: Share Your Life - The Green Ribbon is a symbol for those who wait, the 78,000 men, women and children on waiting lists at Transplant Medical Centers across the United States.
Green Ribbon: For Freedom of Inovation - created to protest a series of suits filed by Hasbro concerning a number of games they claim have the same "look and feel" as old Atari games created by various companies and freelance developers... games like Tetris, Asteroids, and Pac-Man.
Red Ribbon: alnæmi
Red Ribbon: Keeping Kids Of Drugs
Red Ribbon: "Take A Minute, Make A Difference," focuses our attention on helping young people develop the internal and external assets they need to live healthy lives.
Purple Ribbon: stop animal abuse - be a hero - það er tónlist á síðunni - muzak útgáfa á skemmtara af We Need A Hero laginu með Tinu Turner:) mæli með þessari síðu... í smá stund:)
Purple Ribbon: Campaign to end Domestic Violence - fjólublátt valið því þannig eru marblettir á litinn
Purple Ribbon: þeir sem aðhyllast wicca og þannig - Fellowship of the Earth to show solidarity of kindred spirits. "Fight the Fear" is the slogan chosen to represent the Purple Ribbons. Like many ribbon campaigns, this is a way for us to outwardly show our support for religious tolerance and the freedom to believe in our own paths. Pagans and those of Goddess or Nature centered spirituality are misunderstood by most people with mainstream religious backgrounds.
Purple Ribbon: putting cancer in its place
Purple Ribbon: In symbolism of the Purple Heart given to men and women of the military for their sacrifice for the United States, we seek to honor and recognize the sacrifice parents make by displaying a purple ribbon with the message "You Gotta Love Parents" and a representation of the human heart.
Purple Ribbon: og þetta er náttúrulega bara fyndið!!!:) - In these hectic times, the lives of the Kindred have been burdened with many hardships. Although humans have increased in numbers, this has only made the hunt more difficult since there are eyewitnesses almost anywhere, at any time. The decay of modern civilization has brought on self-inflicted diseases. True, those who have taken drugs are often easy prey, but their blood is weakened from substance abuse and malnutrition, and therefore is nowhere as effective as it used to be. The Purple Ribbon Campaign was born when the Hunger was recognized. Several compassionate humans felt the need to do something for their suffering fellow beings, undead or alive. What started with merely a few individuals soon grew into a movement of some strength. New blood is, however, always welcome.
eRibbon: til minningar um alla sem létust 11. september 2001, hann er að sjálfsögðu rauður, blár og hvítur
Unity Ribbon: til að sameina alla eftir 11. september, allur ágóði rennur til munaðarlausra NYPD og FDNY barna (löggur og slökkvilið), líka í bandarísku fánalitunum en þessi er með stjörnum og allt
Black Ribbon: Melanoma means "black tumor". Black is the color of the warrior's mood when going into battle and the melanoma patient is in the battle for life. Black is our rage when we consider the lack of progress and lack of research funding going on after 25 years of the so-called "War On Cancer"
Black Ribbon: 11. september 2001 - Against The Hate
Black Ribbon: varð að hafa þetta með - a web site for Blood Drinkers looking for advice and a way out if their habit.
Black Ribbon: The Black Ribbon Campaign for Vampire Awareness - The Black Ribbon Campaign is intended to promote public awareness of who and what Vampires REALLY are, and to encourage their acceptance in society.
Black Ribbon: League of Non Voters - "An election is nothing more than an advance auction of stolen goods."
verð að hætta .... að eru til óteljandi borðar hérna á netinu... og ég tékkaði bara á nokkrum litum:)
þriðjudagur, október 28, 2003
verð að fara að sækja stiga...
kannski er það bara ég... en eru allir með byssur í Bandaríkjunum???
við þurfum ekki byssur!!! við erum hetjur með berum höndum!!!!
.... og eitt soldið morbid.... afhverju myndi maður vilja svona???
kannski er það bara ég... en eru allir með byssur í Bandaríkjunum???
við þurfum ekki byssur!!! við erum hetjur með berum höndum!!!!
.... og eitt soldið morbid.... afhverju myndi maður vilja svona???
mánudagur, október 27, 2003
minns er á leiðinni til London!!!!!
fer 6. nóvember og kem aftur 10. nóvember:) hlakka ósegjanlega mikið til:) hitta Hannesinn sem les aldrei þetta blogg vegna þess að hann hatar blogg og finnst þau vera asnaleg en þykir samt vænt um mig... segir hann að minnsta kosti:) ég hef einu sinni farið til London en það eru margir sem telja millilendingu á Heathrow um nótt ekki með þannig að kannski hef ég aldrei farið til London:) bara segja það núna að ég ætla ekki að kaupa pakka handa neinum þó ég geri það yfirleitt þó ég segist ekki ætla að gera það.... errrr.... ef þið viljið fá póstkort skal ég senda ykkur solleis en þið verðið að biðja um það:) ... nema ef þið eruð yngri en 10 ára og náskyld mér, heitið mamma eða pabbi, Auður, Ási, Gunnar eða Debbý:)
ætla að sitja á kaffihúsi þarna úti og gera ekki neitt... eins lengi og ég get setið kyrr sem sagt:) fara kannski út að borða? fá mér alvöru kebab, eins og þessi sem við borðuðum í Strasbúrg með Írisi.... og skildum eftir þegar við fórum:)hehehehe fara í lestir, og subvei og strætó, kannski tala ég við eitthvað fólk útaf ritgerðunum mínum þessa önn eða fer á eitthvað Tolkien safn svo að ég geti sagt að þetta hafi allt saman verið námstengt, ekki bara svefn og aðgerðarleysi:)
þessi ferð er lúxus... hef ekki alveg unnið mér inn fyrir lúxus ennþá en þröskuldur mismunandi fólks er mismunandi og ég er orðin þreytt og mig langar til að fara í frí ... þó að það svelti lítil börn í Afríku....
væri líklega ekki að fara samt ef ég ætti ekki besta og yndislegasta og frábærasta og mest flottasta og skemmtilegasta og snillinginn litla bróður minn sem bróður:) maður verður nefnilega að vera með aktúelt kort til að geta notað það í farmiðaverslanir á netinu, ég er bara með svona kort með númeri og gildistíma sem bankinn notar til að skuldfæra á (og allt hitt internet dótið og kaup í gegnum síma) ... svona orkuveituna og landsímann og þannig ekki aktúelt dæmi... það er samt til einhvers staðar í viðjum bankans míns, held ég:) anívei, ég fattaði það þegar ég var að reyna að borga og þeir samþykkja heldur ekki millifærslur af reikningum nema ef ég vill borga einhvern 2000 kall auka og tala við einhvern einstakling í símann... nei, ég vil það ekki þannig að ég hringdi bara í snillinginn og hann las upp kortanúmerið sitt med det samme og ég á flugmiða út:)!!!!!:):):):) hann var líka í mjög góðu skapi, nýbúinn að taka lykla sem opnuðu eitthvað milli lífs og dauða af manni sem Al Qæída er að ofsækja með maurum í gegnum internetið... þeir gerðu ekkert við manninn nema að taka af honum bílinn... en eins og lillibó orðaði það "hann átti ekkert erindi útí umferðina"!!!! snilld:) mig langar til að verða lögga:) vona að ég var ekki að brjóta einhvern trúnaðareið???? ... kemur líklega fram í dagbók lögreglunnar samt sem minnir mig á að ég hef ekki verið sérlega dugleg með þann pakka allann, þetta gerðist meðal annars í henni Reykjavík, Borg óttans, um helgina:
Dagbók LR helgina 24.-27. október 2003
Rétt eftir hádegi á föstudag tilkynnti strætisvagnabílstjóri að hann hefði stöðvað ungling með falsaðan strætómiða. Lögregla kannaði málið og framvísaði drengurinn 11 miðum til viðbótar. Rætt var við foreldra drengsins.
Um kl. 16.30 á föstudag var tilkynnt að dekkjum hefði verið stolið undan bifreið í miðborginni.
Um kl. 22.00 hringdi kona og óskaði aðstoðar lögreglu. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða ágreining milli hjóna vegna matarinnkaupa.
Um hádegisbil var tilkynnt um þjófnað. Maður hafði komið inn í söluturn og beðið um karton af sígarettum. Hann greip síðan kartonið og hljóp út. Upptaka er til í öryggismyndavélum.
Um kl. 18 var tilkynnt um eld og reyk úti í garði í Mosfellsbæ. Þarna voru heimilismenn að að grilla úti í garði.
Rétt eftir kl. 2 var tilkynnt um mann vera að ota hníf í allar áttir í miðborginni. Lögreglan afvopnaði manninn sem var með hníf í hulstri og var hnífurinn haldlagður. Manninum var ekið á slysadeild vegna skurðs á augabrún.
Rétt fyrir kl. 8 á sunnudagsmorgni var tilkynnt um ölvaðan mann sem kominn var upp í rúm á hótelherbergi og kannaðist starfsmaður ekki við manninn. Við nánari athugun kom í ljós að hann hafði ruglast á hótelum. Lögreglan ók manninum á viðkomandi hótel.
og ef ykkur langar til að vita það þá er ég sissy elf þið getið komist að því hvernig álfur þið eruð með því að taka þetta próf:)
hefði haldið að ég væri meira svona braindeadelf.... mér finnst þessi klukka til að mynda óendanlega skemmtileg.... verð að hætta að hanga þarna:)hehehehe eða fá mér svona brain-transplant:)... að vísu virðast þeir aðallega vera að bjóða nýja líkama til sölu fyrir heilann þinn... veit ekki alveg hvað á að verða um heilann sem var í þessum nýju líkömum og frankly þá nenni ég ekki að komast að því :Þ það er ekkert að líkamanum mínum .... fyrir utan kannski að hárið á mér er orðið fáránlega sítt (í sumar hefði ég hlegið að stuttklippta einstaklingnum sem sagði að hárið á sér væri orðið sítt fyrir ofan axlir:))
annars, talandi um líkama... hafði einhvern tíman pælt í því hvað þetta er asnalegt orð? þegar þú ert dauður er talað um lík, þegar þú ert lifandi hefurðu líkama... eins og þegar þú ert lifandi finnurðu fyrir líkamanum og í sumum tilfellum er hann hugsanlega til "ama", harðsperrur, vöðvabólga, marblettir etc. en þegar þú ert dauður finnurðu ekki lengur fyrir neinu, líkaminn er ekki lengur til ama þannig að þú ert lík:)hehehehe mikið rosalega er íslenskan skemmtilegt tungumál:)
fyrir þá sem eru með fattarann í lagi þá er kominn nýr fítus á síðuna mína en ég ætla ekki að segja frá því... sá sem fattar það fyrstur fær.... eehhhh... heiðurinn af að hafa fattað það fyrstur:)
May The Force Be With You
fer 6. nóvember og kem aftur 10. nóvember:) hlakka ósegjanlega mikið til:) hitta Hannesinn sem les aldrei þetta blogg vegna þess að hann hatar blogg og finnst þau vera asnaleg en þykir samt vænt um mig... segir hann að minnsta kosti:) ég hef einu sinni farið til London en það eru margir sem telja millilendingu á Heathrow um nótt ekki með þannig að kannski hef ég aldrei farið til London:) bara segja það núna að ég ætla ekki að kaupa pakka handa neinum þó ég geri það yfirleitt þó ég segist ekki ætla að gera það.... errrr.... ef þið viljið fá póstkort skal ég senda ykkur solleis en þið verðið að biðja um það:) ... nema ef þið eruð yngri en 10 ára og náskyld mér, heitið mamma eða pabbi, Auður, Ási, Gunnar eða Debbý:)
ætla að sitja á kaffihúsi þarna úti og gera ekki neitt... eins lengi og ég get setið kyrr sem sagt:) fara kannski út að borða? fá mér alvöru kebab, eins og þessi sem við borðuðum í Strasbúrg með Írisi.... og skildum eftir þegar við fórum:)hehehehe fara í lestir, og subvei og strætó, kannski tala ég við eitthvað fólk útaf ritgerðunum mínum þessa önn eða fer á eitthvað Tolkien safn svo að ég geti sagt að þetta hafi allt saman verið námstengt, ekki bara svefn og aðgerðarleysi:)
þessi ferð er lúxus... hef ekki alveg unnið mér inn fyrir lúxus ennþá en þröskuldur mismunandi fólks er mismunandi og ég er orðin þreytt og mig langar til að fara í frí ... þó að það svelti lítil börn í Afríku....
væri líklega ekki að fara samt ef ég ætti ekki besta og yndislegasta og frábærasta og mest flottasta og skemmtilegasta og snillinginn litla bróður minn sem bróður:) maður verður nefnilega að vera með aktúelt kort til að geta notað það í farmiðaverslanir á netinu, ég er bara með svona kort með númeri og gildistíma sem bankinn notar til að skuldfæra á (og allt hitt internet dótið og kaup í gegnum síma) ... svona orkuveituna og landsímann og þannig ekki aktúelt dæmi... það er samt til einhvers staðar í viðjum bankans míns, held ég:) anívei, ég fattaði það þegar ég var að reyna að borga og þeir samþykkja heldur ekki millifærslur af reikningum nema ef ég vill borga einhvern 2000 kall auka og tala við einhvern einstakling í símann... nei, ég vil það ekki þannig að ég hringdi bara í snillinginn og hann las upp kortanúmerið sitt med det samme og ég á flugmiða út:)!!!!!:):):):) hann var líka í mjög góðu skapi, nýbúinn að taka lykla sem opnuðu eitthvað milli lífs og dauða af manni sem Al Qæída er að ofsækja með maurum í gegnum internetið... þeir gerðu ekkert við manninn nema að taka af honum bílinn... en eins og lillibó orðaði það "hann átti ekkert erindi útí umferðina"!!!! snilld:) mig langar til að verða lögga:) vona að ég var ekki að brjóta einhvern trúnaðareið???? ... kemur líklega fram í dagbók lögreglunnar samt sem minnir mig á að ég hef ekki verið sérlega dugleg með þann pakka allann, þetta gerðist meðal annars í henni Reykjavík, Borg óttans, um helgina:
Dagbók LR helgina 24.-27. október 2003
Rétt eftir hádegi á föstudag tilkynnti strætisvagnabílstjóri að hann hefði stöðvað ungling með falsaðan strætómiða. Lögregla kannaði málið og framvísaði drengurinn 11 miðum til viðbótar. Rætt var við foreldra drengsins.
Um kl. 16.30 á föstudag var tilkynnt að dekkjum hefði verið stolið undan bifreið í miðborginni.
Um kl. 22.00 hringdi kona og óskaði aðstoðar lögreglu. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða ágreining milli hjóna vegna matarinnkaupa.
Um hádegisbil var tilkynnt um þjófnað. Maður hafði komið inn í söluturn og beðið um karton af sígarettum. Hann greip síðan kartonið og hljóp út. Upptaka er til í öryggismyndavélum.
Um kl. 18 var tilkynnt um eld og reyk úti í garði í Mosfellsbæ. Þarna voru heimilismenn að að grilla úti í garði.
Rétt eftir kl. 2 var tilkynnt um mann vera að ota hníf í allar áttir í miðborginni. Lögreglan afvopnaði manninn sem var með hníf í hulstri og var hnífurinn haldlagður. Manninum var ekið á slysadeild vegna skurðs á augabrún.
Rétt fyrir kl. 8 á sunnudagsmorgni var tilkynnt um ölvaðan mann sem kominn var upp í rúm á hótelherbergi og kannaðist starfsmaður ekki við manninn. Við nánari athugun kom í ljós að hann hafði ruglast á hótelum. Lögreglan ók manninum á viðkomandi hótel.
og ef ykkur langar til að vita það þá er ég sissy elf þið getið komist að því hvernig álfur þið eruð með því að taka þetta próf:)
hefði haldið að ég væri meira svona braindeadelf.... mér finnst þessi klukka til að mynda óendanlega skemmtileg.... verð að hætta að hanga þarna:)hehehehe eða fá mér svona brain-transplant:)... að vísu virðast þeir aðallega vera að bjóða nýja líkama til sölu fyrir heilann þinn... veit ekki alveg hvað á að verða um heilann sem var í þessum nýju líkömum og frankly þá nenni ég ekki að komast að því :Þ það er ekkert að líkamanum mínum .... fyrir utan kannski að hárið á mér er orðið fáránlega sítt (í sumar hefði ég hlegið að stuttklippta einstaklingnum sem sagði að hárið á sér væri orðið sítt fyrir ofan axlir:))
annars, talandi um líkama... hafði einhvern tíman pælt í því hvað þetta er asnalegt orð? þegar þú ert dauður er talað um lík, þegar þú ert lifandi hefurðu líkama... eins og þegar þú ert lifandi finnurðu fyrir líkamanum og í sumum tilfellum er hann hugsanlega til "ama", harðsperrur, vöðvabólga, marblettir etc. en þegar þú ert dauður finnurðu ekki lengur fyrir neinu, líkaminn er ekki lengur til ama þannig að þú ert lík:)hehehehe mikið rosalega er íslenskan skemmtilegt tungumál:)
fyrir þá sem eru með fattarann í lagi þá er kominn nýr fítus á síðuna mína en ég ætla ekki að segja frá því... sá sem fattar það fyrstur fær.... eehhhh... heiðurinn af að hafa fattað það fyrstur:)
May The Force Be With You
föstudagur, október 24, 2003
nenni ekki að pæla í skoðunum lengur... þú ert ekki fordómafullur þó þú hafir skoðanir ef þú gerir ráð fyrir að aðrir hafi líka skoðanir - það er mín niðurstaða... nokkurn vegin:) en hérna eru tvær stelpur sem voru að starta bloggsíðum til að viðra sínar skoðanir og verði þeim af því:)
fann þetta blogg hjá stelpu sem er greinilega miklu, miklu óheppnari en ég:) ég hef aldrei hlaupið með hendur í vösum og hrunið beint á andlitið... hingað til... náttúrulega er bannað að segja aldrei.... kannski kemur sá tími þar sem ég er neydd til að hlaupa með hendur í vösum útaf því að ég er að flýja með eitthvað sem má ekki detta úr vasanum eða eitthvað.... kannski kemur sá tími aldrei?:) .... en ég hef lært af mínum slysförum að ég eigi aldrei undir nokkrum kringumstæðum að valhoppa!!!! valhopp er hopp val dauðans!!! lærði samt ekki að forðast valhopp fyrr en 23 ára (held ég) eftir bæði slitin og "trosnuð" liðbönd í öklanum mínum, brotinn olnboga og úppúrsköflungsbeinflísun (þvílíkt vont allt saman:))...
þessi síða er soldið flott... gaurinn gerir greinilega ekkert annað... skrollið aðeins niður og klikkið á "Read our breif report about you" við hliðina á rauða púkanum.... kannski fáið þið að sjá allt sem er á harða drifinu ykkar.... það getur einhver gaur á Madagaskar notað tölvuna þína til að hakka sig inn í móðurtölvu FBI (ef hann er nægilega klár) án þess að þú hafir hugmynd um það.... soldið spúkí jafnframt soldið merkilegt...
ef ykkur langar til að flytjast til Washington er alltaf hægt að sækja um vinnu hérna og verða kannski njósnari:) býst þó við að maður verði að vera bandarískur ríkisborgari... sé það samt hvergi... það er líka hægt að sækja um hérna.... svona ef þú varst rosalega hrifin/n af X-files:)
fann þetta blogg hjá stelpu sem er greinilega miklu, miklu óheppnari en ég:) ég hef aldrei hlaupið með hendur í vösum og hrunið beint á andlitið... hingað til... náttúrulega er bannað að segja aldrei.... kannski kemur sá tími þar sem ég er neydd til að hlaupa með hendur í vösum útaf því að ég er að flýja með eitthvað sem má ekki detta úr vasanum eða eitthvað.... kannski kemur sá tími aldrei?:) .... en ég hef lært af mínum slysförum að ég eigi aldrei undir nokkrum kringumstæðum að valhoppa!!!! valhopp er hopp val dauðans!!! lærði samt ekki að forðast valhopp fyrr en 23 ára (held ég) eftir bæði slitin og "trosnuð" liðbönd í öklanum mínum, brotinn olnboga og úppúrsköflungsbeinflísun (þvílíkt vont allt saman:))...
þessi síða er soldið flott... gaurinn gerir greinilega ekkert annað... skrollið aðeins niður og klikkið á "Read our breif report about you" við hliðina á rauða púkanum.... kannski fáið þið að sjá allt sem er á harða drifinu ykkar.... það getur einhver gaur á Madagaskar notað tölvuna þína til að hakka sig inn í móðurtölvu FBI (ef hann er nægilega klár) án þess að þú hafir hugmynd um það.... soldið spúkí jafnframt soldið merkilegt...
ef ykkur langar til að flytjast til Washington er alltaf hægt að sækja um vinnu hérna og verða kannski njósnari:) býst þó við að maður verði að vera bandarískur ríkisborgari... sé það samt hvergi... það er líka hægt að sækja um hérna.... svona ef þú varst rosalega hrifin/n af X-files:)
fimmtudagur, október 23, 2003
ég hef soldið verið að pæla í skoðunum... hljómar asnalega en það hafa allir sína skoðun á öllu milli himins og jarðar, sumir láta þar við sitja, hafa sína skoðun og eru ekki að básúna henni, aðrir eru sífellt að koma sínu viðhorfi á framfæri í tíma og ótíma, ósjaldan í óspurðum fréttum.... það er þessi seinni flokkur fólks með skoðanir sem ég hef verið að hugsa um... prófið að segja "skoðanir" tíu sinnum rosalega hratt:)... það endar í "skonnir":)
þó ég geti ekki séð sjálfa mig með augum annarra (sem væri rosalega krípí!!!) held ég að ég sé ekki þessi týpa sem auglýsi skoðanir mínar við hvert tækifæri né heldur sú manngerð sem reyni að fá alla til að samþykkja það sem ég segi sem heilagan sannleik...
ég er þessi týpa sem reyni að fylgjast með pólitík en er engan vegin nægilega áhugasöm og þá er soldið erfitt að lesa nægilega mikið til að mynda sér skoðun:)... alvöru skoðun... og þess vegna hef ég lítið að segja um pólitík... ég get alveg sagt heilan helling um pólitík en það er ekki beint stutt skotheldum, óvéfengjanlegum rökum (t.d. finnst mér þróun stjórnmála í Sviss og Danmörku verulega ógnvekjandi, áhugaleysi íslenskra stjórnmálamanna á fólkinu í landinu sem keyrir ekki þriggja milljón króna jeppa finnst mér vera yfirgengilegt og ég er algerlega ósammála því að Íslendingar skrifi undir einhverja samninga sem fela það í sér að þeir sem stjórna raunverulega verði enn fjarlægari þeim sem búa við stjórnina, það er ekki fræðilegur að hlutir batni við það... - þetta eru allt skoðanir sem ég get stutt ágætum rökum og þess vegna held ég þeim frammi sem mínum skoðunum) ... en það er barasta ekki hægt að vita allt um allt og þar af leiðandi ekki hægt að vera harður á að allar manns eigin skoðanir séu réttar... nema að því leyti að manni finnst það sjálfum... en sumir láta það hins vegar ekki aftra sé hið minnsta að vita ekki nægilega mikið... það virðast vera mjög margir þarna úti sem mynda sér strax skoðun á einhverju máli eftir að hafa opnað eitt blað og lesið þrjá dálka eftir einn blaðamann, með eða á móti, allt eftir því hvort það sé PC að vera sammála eða ósammála... það þarf ekki einu sinni að vera PC að vera sammála, kannski er skoðunin byggð á því hvernig blaðamaðurinn kom efninu frá sér, hvort það fylgdi mynd með greininni eða ekki, hvort hann sé góður penni eða ekki, vel upplagður þegar hann skrifaði greinina eða ekki, kvenkyns eða karlkyns... hvenær veistu nægilega mikið um eitthvað málefni til að mynda þér skoðun?
það er einn maður með mér í tíma í skólanum... vá!!! hann hefur skoðun á öllu, til að mynda hélt hann smá fyrirlestur um daginn sem hefði borið yfirskriftina "jafnréttisstofnun háskólans er til þess eins að búa til kvenkyns nörda" ef hann hefði verið að halda ræðu á einhverju málþinginu...
það sem ég er að fara með þessu öllu er: hvenær hættirðu að hafa skoðanir og verður fordómafullur? fordómar eru byggðir á fáfræði, þú veist ekki nægilega mikið til að taka upplýsta ákvörðun en hefur samt skoðun á málinu vegna þess að þú telur þig vita allt sem máli skiptir um eitthvað ákveðið efni... það er auðvitað hægt að ganga út frá ríkjandi skoðunum samfélagsins eða skoðun einhvers ákveðins hóps en hvernig veistu hvort þú ert "réttu megin" við fordómana? hvernig veistu hvort sá hugmyndafræðilegi skóli sem þú fylgir hafi rétt fyrir sér? það er ómögulegt að mynda sér skoðun í vakúmi, það eru alltaf einhver áreiti úr umhverfinu sem hafa áhrif á það hvernig þú lítur á mismunandi málefni, bækur og greinar sem þú hefur lesið, fréttir, bíómyndir, heimildarþættir, fyrri reynsla... ef þú hefur verið lamin/n í klessu af tveggja metra háum svertingja eða af sterabolta er ekki víst að þú lítir á tveggja metra háa svertingja eða sterabolta sömu augum aftur þó að þú vitir að sjálfsögðu innst inni að tveggja metra háir svertingar og steraboltar eru ekki einsleitir þjóðfélagshópar, þú öskrar til að mynda ekki af hræðslu þegar þú ert að horfa á NBA leik í sjónvarpinu en ef þú ert ein/einn í lyftu með risavöxnum svörtum manni myndirðu að öllum líkindum setjast ef hann segði "sit"... þó hann væri að tala við hundinn sinn...
sem er annað, fjarlægðin breytir viðhorfi okkar, það er allt gott og blessað að vera umburðarlynd/ur og PC sitjandi á kaffihúsum talandi um óréttlæti heimisns og fordóma hinna og þessara einstaklinga, hvað heimurinn væri betri ef ekki væri fyrir alla þessar þröngsýnu manneskjur sem eru "fordómafullar" vegna þess að þær hafa ekki sömu skoðanir og þú... en hvað ef þú færir heim og þar biði þín holdveikissjúklingur? fimm ættliðir tælenskrar fjölskyldu? gargandi últra-feministi? það er ábyggilega NIMBY (Not In My BackYard) í okkur öllum, nema kannski Móður Teresu...
eitt drasktískt dæmi, sem um leið lýkur allri röksemdarfærslu í þetta skiptið samkvæmt Godwin't Law, sumir íbúar Þýskalands Seinni heimstyrjaldarinnar tóku kannski upp hugmyndafræði nasismans vegna þess að "allir hinir" hugsuðu þannig en það þýðir ekki að þeir hafi haft rétt fyrir sér ... nema hugsanlega að því leyti að þeir héldu lífi... en þetta sýnir klárlega að stundum hefur fjöldinn ekki rétt fyrir sér en fjarlægðin var ekki nægilega mikil til að sjá málið frá öðru sjónarhorni en því hversdagslega, þó að allir haldi að eitthvað sé svona og hinsegin er það ekki alltaf raunverulega rétt en það kemur ekki í ljós fyrr en öll kurl eru komin til grafar...
talandi um pólitík þá verður maður að vita eitthvað beisik um soldið marga hluti, líka þessa... svo fannst mér þetta rosalega sniðugt því ég þoli ekki að vinna:).... jú, jú, ég vinn en það væri auðvitað miklu skemmtilegra að þurfa ekki að hafa í sig og á og sitja bara á kaffihúsum... sem er að sjálfsögðu mótsögn því hver ætti að búa til kaffið ef það vinnur enginn?... þess vegna held ég að þetta myndi aldrei virka:) ... samt sniðugt:)
þó ég geti ekki séð sjálfa mig með augum annarra (sem væri rosalega krípí!!!) held ég að ég sé ekki þessi týpa sem auglýsi skoðanir mínar við hvert tækifæri né heldur sú manngerð sem reyni að fá alla til að samþykkja það sem ég segi sem heilagan sannleik...
ég er þessi týpa sem reyni að fylgjast með pólitík en er engan vegin nægilega áhugasöm og þá er soldið erfitt að lesa nægilega mikið til að mynda sér skoðun:)... alvöru skoðun... og þess vegna hef ég lítið að segja um pólitík... ég get alveg sagt heilan helling um pólitík en það er ekki beint stutt skotheldum, óvéfengjanlegum rökum (t.d. finnst mér þróun stjórnmála í Sviss og Danmörku verulega ógnvekjandi, áhugaleysi íslenskra stjórnmálamanna á fólkinu í landinu sem keyrir ekki þriggja milljón króna jeppa finnst mér vera yfirgengilegt og ég er algerlega ósammála því að Íslendingar skrifi undir einhverja samninga sem fela það í sér að þeir sem stjórna raunverulega verði enn fjarlægari þeim sem búa við stjórnina, það er ekki fræðilegur að hlutir batni við það... - þetta eru allt skoðanir sem ég get stutt ágætum rökum og þess vegna held ég þeim frammi sem mínum skoðunum) ... en það er barasta ekki hægt að vita allt um allt og þar af leiðandi ekki hægt að vera harður á að allar manns eigin skoðanir séu réttar... nema að því leyti að manni finnst það sjálfum... en sumir láta það hins vegar ekki aftra sé hið minnsta að vita ekki nægilega mikið... það virðast vera mjög margir þarna úti sem mynda sér strax skoðun á einhverju máli eftir að hafa opnað eitt blað og lesið þrjá dálka eftir einn blaðamann, með eða á móti, allt eftir því hvort það sé PC að vera sammála eða ósammála... það þarf ekki einu sinni að vera PC að vera sammála, kannski er skoðunin byggð á því hvernig blaðamaðurinn kom efninu frá sér, hvort það fylgdi mynd með greininni eða ekki, hvort hann sé góður penni eða ekki, vel upplagður þegar hann skrifaði greinina eða ekki, kvenkyns eða karlkyns... hvenær veistu nægilega mikið um eitthvað málefni til að mynda þér skoðun?
það er einn maður með mér í tíma í skólanum... vá!!! hann hefur skoðun á öllu, til að mynda hélt hann smá fyrirlestur um daginn sem hefði borið yfirskriftina "jafnréttisstofnun háskólans er til þess eins að búa til kvenkyns nörda" ef hann hefði verið að halda ræðu á einhverju málþinginu...
það sem ég er að fara með þessu öllu er: hvenær hættirðu að hafa skoðanir og verður fordómafullur? fordómar eru byggðir á fáfræði, þú veist ekki nægilega mikið til að taka upplýsta ákvörðun en hefur samt skoðun á málinu vegna þess að þú telur þig vita allt sem máli skiptir um eitthvað ákveðið efni... það er auðvitað hægt að ganga út frá ríkjandi skoðunum samfélagsins eða skoðun einhvers ákveðins hóps en hvernig veistu hvort þú ert "réttu megin" við fordómana? hvernig veistu hvort sá hugmyndafræðilegi skóli sem þú fylgir hafi rétt fyrir sér? það er ómögulegt að mynda sér skoðun í vakúmi, það eru alltaf einhver áreiti úr umhverfinu sem hafa áhrif á það hvernig þú lítur á mismunandi málefni, bækur og greinar sem þú hefur lesið, fréttir, bíómyndir, heimildarþættir, fyrri reynsla... ef þú hefur verið lamin/n í klessu af tveggja metra háum svertingja eða af sterabolta er ekki víst að þú lítir á tveggja metra háa svertingja eða sterabolta sömu augum aftur þó að þú vitir að sjálfsögðu innst inni að tveggja metra háir svertingar og steraboltar eru ekki einsleitir þjóðfélagshópar, þú öskrar til að mynda ekki af hræðslu þegar þú ert að horfa á NBA leik í sjónvarpinu en ef þú ert ein/einn í lyftu með risavöxnum svörtum manni myndirðu að öllum líkindum setjast ef hann segði "sit"... þó hann væri að tala við hundinn sinn...
sem er annað, fjarlægðin breytir viðhorfi okkar, það er allt gott og blessað að vera umburðarlynd/ur og PC sitjandi á kaffihúsum talandi um óréttlæti heimisns og fordóma hinna og þessara einstaklinga, hvað heimurinn væri betri ef ekki væri fyrir alla þessar þröngsýnu manneskjur sem eru "fordómafullar" vegna þess að þær hafa ekki sömu skoðanir og þú... en hvað ef þú færir heim og þar biði þín holdveikissjúklingur? fimm ættliðir tælenskrar fjölskyldu? gargandi últra-feministi? það er ábyggilega NIMBY (Not In My BackYard) í okkur öllum, nema kannski Móður Teresu...
eitt drasktískt dæmi, sem um leið lýkur allri röksemdarfærslu í þetta skiptið samkvæmt Godwin't Law, sumir íbúar Þýskalands Seinni heimstyrjaldarinnar tóku kannski upp hugmyndafræði nasismans vegna þess að "allir hinir" hugsuðu þannig en það þýðir ekki að þeir hafi haft rétt fyrir sér ... nema hugsanlega að því leyti að þeir héldu lífi... en þetta sýnir klárlega að stundum hefur fjöldinn ekki rétt fyrir sér en fjarlægðin var ekki nægilega mikil til að sjá málið frá öðru sjónarhorni en því hversdagslega, þó að allir haldi að eitthvað sé svona og hinsegin er það ekki alltaf raunverulega rétt en það kemur ekki í ljós fyrr en öll kurl eru komin til grafar...
talandi um pólitík þá verður maður að vita eitthvað beisik um soldið marga hluti, líka þessa... svo fannst mér þetta rosalega sniðugt því ég þoli ekki að vinna:).... jú, jú, ég vinn en það væri auðvitað miklu skemmtilegra að þurfa ekki að hafa í sig og á og sitja bara á kaffihúsum... sem er að sjálfsögðu mótsögn því hver ætti að búa til kaffið ef það vinnur enginn?... þess vegna held ég að þetta myndi aldrei virka:) ... samt sniðugt:)
mánudagur, október 20, 2003
annar mánudagur... þessi önn í skólanum er algerlega að fara í hundana eins og flestar aðrar hingað til... búin að vera að vakna snemma alla morgna til að læra en ég er ekki morgun-manneskja... væri það líklega ef ég væri ekki svona mikil kvöld-manneskja og færi að sofa á skynsamlegum tíma... kannski fyrir miðnætti?:)
ég tók svefnpróf... eins og maður gerir:) og ég sýni einkenni fjögurra svefnsjúkdóma!!!!
You show symptoms of insomnia, which is defined as a persistent inability to fall asleep or stay asleep.
You show symptoms of narcolepsy, a life-long disorder characterized by uncontrollable sleep attacks during normal waking hours.
You show symptoms of periodic limb movement disorder, a disorder resulting in uncontrollable leg or arm movements during sleep.
You show symptoms of sleep apnea, a potentially serious sleep disorder. People with sleep apnea quit breathing repeatedly, often hundreds of times during their nights sleep.
þeir sögðu að vísu að ég þyrfti líka að tala við lækni:)hehehehe.... það er ekki neitt að mér samt... nema þreyta:) það eru líka allir þreyttir þessa dagana... kannski er minna súrefni í loftinu yfir Íslandi núna en hefur verið... kannski er það á of mikilli ferð til að við náum að anda því að okkur og njóta þess? samt er ég sáttari við rok en rigningu því ég er ekki enn komin með bretti á hjólið mitt... þetta gengur eiginlega ekki lengur:/ hehehehe
anívei, ég er háskólanemi að skrifa ritgerðir þannig að ég er búin að vera að surfa í svona hálftíma.... fann þetta, þarna er hægt að fylgjast með pöndu allan sólarhringinn og litla unganum hennar ... jeiiijjjjj!!!!!! svo er hægt að kaupa "poppkornsgaffal" hérna... afhverju myndirðu vilja það????.... kannski vegna þess að þú getur sett hann í uppþvottavélina en ekki hendurnar á þér.... er fólk orðið svo firrt og ruglað að það nennir ekki lengur að þvo sér um hendurnar???:)
sumt fólk er ekki kaþólskt en vill samt játa syndir sína... eða monta sig af þeim ég veit ekki alveg hvað þeim gengur til með þessari síðu en .... vá!!!... og ok.... og meira vírd... er þetta eitthvað fetish sem ég vissi ekki að væri til??? heimurinn er bara furðulegur....
sá þetta í Fréttablaðinu í síðustu viku:) var að leita að mynd af þessari ölvuðu kráku, gekk ekki en ég fann þetta.... ef vinir þínir eru að gleyma einhverju geturðu minnt þá á það með því að senda e-mail á þá:) sniðugt:)
að lokum eru soldið flottar myndir á þessari síðu, hlutir sem springa í tætlur á mikilli ferð... ef þið hafið ekkert að gera og voruð að skoða þessar myndir mæli ég með þessu prófi... ég elska próf:) þetta er meira að segja í mörgum hlutum:)
ég tók svefnpróf... eins og maður gerir:) og ég sýni einkenni fjögurra svefnsjúkdóma!!!!
You show symptoms of insomnia, which is defined as a persistent inability to fall asleep or stay asleep.
You show symptoms of narcolepsy, a life-long disorder characterized by uncontrollable sleep attacks during normal waking hours.
You show symptoms of periodic limb movement disorder, a disorder resulting in uncontrollable leg or arm movements during sleep.
You show symptoms of sleep apnea, a potentially serious sleep disorder. People with sleep apnea quit breathing repeatedly, often hundreds of times during their nights sleep.
þeir sögðu að vísu að ég þyrfti líka að tala við lækni:)hehehehe.... það er ekki neitt að mér samt... nema þreyta:) það eru líka allir þreyttir þessa dagana... kannski er minna súrefni í loftinu yfir Íslandi núna en hefur verið... kannski er það á of mikilli ferð til að við náum að anda því að okkur og njóta þess? samt er ég sáttari við rok en rigningu því ég er ekki enn komin með bretti á hjólið mitt... þetta gengur eiginlega ekki lengur:/ hehehehe
anívei, ég er háskólanemi að skrifa ritgerðir þannig að ég er búin að vera að surfa í svona hálftíma.... fann þetta, þarna er hægt að fylgjast með pöndu allan sólarhringinn og litla unganum hennar ... jeiiijjjjj!!!!!! svo er hægt að kaupa "poppkornsgaffal" hérna... afhverju myndirðu vilja það????.... kannski vegna þess að þú getur sett hann í uppþvottavélina en ekki hendurnar á þér.... er fólk orðið svo firrt og ruglað að það nennir ekki lengur að þvo sér um hendurnar???:)
sumt fólk er ekki kaþólskt en vill samt játa syndir sína... eða monta sig af þeim ég veit ekki alveg hvað þeim gengur til með þessari síðu en .... vá!!!... og ok.... og meira vírd... er þetta eitthvað fetish sem ég vissi ekki að væri til??? heimurinn er bara furðulegur....
sá þetta í Fréttablaðinu í síðustu viku:) var að leita að mynd af þessari ölvuðu kráku, gekk ekki en ég fann þetta.... ef vinir þínir eru að gleyma einhverju geturðu minnt þá á það með því að senda e-mail á þá:) sniðugt:)
að lokum eru soldið flottar myndir á þessari síðu, hlutir sem springa í tætlur á mikilli ferð... ef þið hafið ekkert að gera og voruð að skoða þessar myndir mæli ég með þessu prófi... ég elska próf:) þetta er meira að segja í mörgum hlutum:)
laugardagur, október 18, 2003
búin að bæta inn fleiri myndum í albúmið... ekki mörgum en fleiri:) er að reyna að vanda mig við að velja ekki myndir þar sem fólk er orðið ofurölvi eða að gera sig að fíblum... og þá eru mun færri myndir til að velja um:)hehehehe
engin sérstök röð á þessu frekar en linkunum mínum, varla tímaröð, engin forgangsröð... það mætti halda að ég væri ekki einu sinni meyja (eiga þær ekki annars að vera með einhverja áráttu þannig að allt sé beint og skipulagt?:)) væri kannski auðveldara að raða ef ég gæti ákveðið eftir hverju ég ætti að raða?:) hlýt að vera rísandi vog... þær geta víst aldrei ákveðið sig:)
engin sérstök röð á þessu frekar en linkunum mínum, varla tímaröð, engin forgangsröð... það mætti halda að ég væri ekki einu sinni meyja (eiga þær ekki annars að vera með einhverja áráttu þannig að allt sé beint og skipulagt?:)) væri kannski auðveldara að raða ef ég gæti ákveðið eftir hverju ég ætti að raða?:) hlýt að vera rísandi vog... þær geta víst aldrei ákveðið sig:)
fimmtudagur, október 16, 2003
verð að bæta smá inn - ég er að verða fræg:)!!!
ok, kannski ekki neitt rosalega fræg en samt smá:) mig langaði í gos áðan þegar ég var að læra... mig langaði mjög mikið í Pepsí max en ég er hætt að drekka gos nema við sérstök tækifæri og á laugardögum því annars er ég sullandi í þessu alla daga vikunar og enda ábyggilega á því að missa allar tennurnar:) ... það er október og ég gef blóð í október þannig að ég ákvað að skella mér í Blóðbankann, fínt líka að komast smá út og þannig:) svo má drekka gos þegar maður er búinn að gefa blóð því maður verður að drekka vökva og ekki verra að hann sé sykraður uppá fúttið ... og í dós því þá fær maður járn... hehehehehe svona réttlætir maður allan fjandann fyrir sér:) fælni mín við að læra er definetly komin á nýtt og æðra stig:)
anívei, ég fór í sturtu og rölti mér yfir á Barónstíg, er með fínan blóðþrýsting og allt gekk rosalega vel, eins og venjulega - samt er ég alltaf hrædd við sprauturnar.... skil ekki málið með mig... þegar ég var að borða kjötsúpuna ... án kjötsins... fann það að minnsta kosti ekki í skálinni minni ... kemur konan sem tók blóðið úr mér og segir að Blóðbankinn eigi afmæli í næsta mánuði og spyr hvort ég vilji ekki vera með í afmælisbæklingnum sem þau ætla að gefa út:) eeehhh, jújú:) minnsta málið:) það var tekin mynd af mér svo verð ég boðuð í viðtal einhvern tímann bráðum, afhverju gef ég blóð og hvernig er reynslan af að gefa það og solleis.... þá verð ég líklega að pæla í því afhverju ég gef blóð? gengur varla að segja að ég hafi fyrst komið vegna þess að ég er sprautufóbíu og vildi yfirvinna hana á uppbyggilegan hátt... sumir fara í fallhlífarsökk útaf lofthræðslufóbíu eins og litli bróðir minn... svo held ég áfram að koma því ég fæ fullt af kökum, þetta er ekkert vont og ég er næstum hætt að svitna af hræðslu þegar ég labba upp töppurnar:) ... svo er það auðvitað góðverk að gefa blóð hafandi þurft blóðgjafir sjálf um ævina...
ok, kannski ekki neitt rosalega fræg en samt smá:) mig langaði í gos áðan þegar ég var að læra... mig langaði mjög mikið í Pepsí max en ég er hætt að drekka gos nema við sérstök tækifæri og á laugardögum því annars er ég sullandi í þessu alla daga vikunar og enda ábyggilega á því að missa allar tennurnar:) ... það er október og ég gef blóð í október þannig að ég ákvað að skella mér í Blóðbankann, fínt líka að komast smá út og þannig:) svo má drekka gos þegar maður er búinn að gefa blóð því maður verður að drekka vökva og ekki verra að hann sé sykraður uppá fúttið ... og í dós því þá fær maður járn... hehehehehe svona réttlætir maður allan fjandann fyrir sér:) fælni mín við að læra er definetly komin á nýtt og æðra stig:)
anívei, ég fór í sturtu og rölti mér yfir á Barónstíg, er með fínan blóðþrýsting og allt gekk rosalega vel, eins og venjulega - samt er ég alltaf hrædd við sprauturnar.... skil ekki málið með mig... þegar ég var að borða kjötsúpuna ... án kjötsins... fann það að minnsta kosti ekki í skálinni minni ... kemur konan sem tók blóðið úr mér og segir að Blóðbankinn eigi afmæli í næsta mánuði og spyr hvort ég vilji ekki vera með í afmælisbæklingnum sem þau ætla að gefa út:) eeehhh, jújú:) minnsta málið:) það var tekin mynd af mér svo verð ég boðuð í viðtal einhvern tímann bráðum, afhverju gef ég blóð og hvernig er reynslan af að gefa það og solleis.... þá verð ég líklega að pæla í því afhverju ég gef blóð? gengur varla að segja að ég hafi fyrst komið vegna þess að ég er sprautufóbíu og vildi yfirvinna hana á uppbyggilegan hátt... sumir fara í fallhlífarsökk útaf lofthræðslufóbíu eins og litli bróðir minn... svo held ég áfram að koma því ég fæ fullt af kökum, þetta er ekkert vont og ég er næstum hætt að svitna af hræðslu þegar ég labba upp töppurnar:) ... svo er það auðvitað góðverk að gefa blóð hafandi þurft blóðgjafir sjálf um ævina...
þvílík og önnur eins þreyta! ég er svo ólýsanlega þreytt en samt vöknuð... nokkuð klædd líka... væri það líklega ekki ef ég væri með einhver gluggatjöld eða enga nágranna:) sá dagur mun koma að ég verð of þreytt til að klæða mig áður en ég spranga um allt með kveikt ljósin... errr.. .sá dagur var kannski áðan? ég þoli ekki þegar ég sofna með gleraugun, er að lesa og sofna óvart áður en ég næ að leggja bókina frá mér og slökkva ljósin... þá finn ég aldrei gleraugun mín daginn eftir, ég "þarf þau til að finna þau" kind of dilemma:) ég hef nokkrum sinnum orðið að setja í mig linsurnar til að finna gleraugun:)hehehehe kannski ætti ég að þjálfa köttinn í að finna þau fyrir mig? láta hann fá eitthvað visjúal kjú svo hann fari að leita að þeim, eins og að hella matnum hans beint á gólfið því ég finn ekki diskinn hans.... hann ætti að fatta hvað málið er? ... nei, þetta er eigingjarn köttur, hann byrjaði bara að borða og ég skreið um allt rúmið eins og moldvarpa, vonaði allan tímann að ég myndi ekki finna þau með hnjánum því það þýðir að þau beyglast - been there done that:) títaníum er dýrt en þess virði:)
ég verð reglulega ofurþreytt og enda á því að sofa í sólarhring eða meira, fyrir um það bil ári fór ég að sofa á sunnudegi um tíu, snemma að sofa:), slökkti á símanum og stillti enga klukku... ég vaknaði á þriðjudegi eftir hádegi því ég þurfti að pissa....
ég er hrifin af því að búa til lista um hluti, hérna er listi yfir atriði sem sýna að ég er orðin of þreytt:)
mig langar til að fara að sofa því það er orðið dimmt úti... þó að klukkan sé bara sex
"það getur ekki verið kominn morgunn! þetta er misskilningur - það er ennþá dimmt úti!!"
ég gef kettinum Cheerios
ég fæ mér Whiskas þurrmat í skál
ég gleymi að tékka á dagsetningum - þeir sem búa einir verða að tékka á dagsetningum, það rennur allt út einhvern tímann og ósjaldan fattarðu það að morgni dags að það sem þú ert að borða er "dáið", morgunkornið á að vera chunky ekki mjólkin
eftir að ég klippti mig hef ég tvisvar sett hárgel á tannburstann minn í staðinn fyrir tannkrem - einu sinni var það "boddílósjon á burstann" sem er ekki næstum eins ógeðslegt ... kannski ég láti hárið vaxa aftur:)
skil ekki afhverju ég kemst ekki inn með lyklinum... þangað til ég prófa þann sem passar
kona með tvíburakerru tekur framúr mér þegar ég er að "bruna" upp brekkuna heim
bíð og bíð og bíð eftir að bílanir stoppi til að hleypa mér yfir götuna án þess að fatta að ýta á takkann
ætla að fá mér bróstsykur... undra mig á því að vera komin með bréfið uppí munninn og horfi á brjóstsykurinn í ruslinu
borða skyr í morgunmat, hádegismat og kvöldmat "því það fylgir skeið með"
festist á svona heimasíðum
fer út í búð til að kaupa mat en kem heim með ostapopp og súkkulaðimuffins
fyllist mikilli löngun til að leggjast á gólfið en hætti við það því það verður svo rosalega erfitt að standa upp aftur
horfi á endursýnda mynd á Hallmark vegna þess að ég nenni ekki að standa upp og skipta um stöð
les sama textann aftur og aftur og aftur og skil hann ekki.... kemst svo að því að ég var að lesa ítölskuna innaná Quoblock stílabókinni minni
innihaldslýsingar heilla mig meira en skólabækur
verð að fara að læra núna, á að skila verkefni í Stefnunum á morgun, einn texti, tvær stefnur til að greina hann... ætti ekki að vera mikið mál en ég er svo rosalega þreytt að ég vakna ábyggilega um hádegið með hálsríg og gormaför í andlitinu:)
ég verð reglulega ofurþreytt og enda á því að sofa í sólarhring eða meira, fyrir um það bil ári fór ég að sofa á sunnudegi um tíu, snemma að sofa:), slökkti á símanum og stillti enga klukku... ég vaknaði á þriðjudegi eftir hádegi því ég þurfti að pissa....
ég er hrifin af því að búa til lista um hluti, hérna er listi yfir atriði sem sýna að ég er orðin of þreytt:)
mig langar til að fara að sofa því það er orðið dimmt úti... þó að klukkan sé bara sex
"það getur ekki verið kominn morgunn! þetta er misskilningur - það er ennþá dimmt úti!!"
ég gef kettinum Cheerios
ég fæ mér Whiskas þurrmat í skál
ég gleymi að tékka á dagsetningum - þeir sem búa einir verða að tékka á dagsetningum, það rennur allt út einhvern tímann og ósjaldan fattarðu það að morgni dags að það sem þú ert að borða er "dáið", morgunkornið á að vera chunky ekki mjólkin
eftir að ég klippti mig hef ég tvisvar sett hárgel á tannburstann minn í staðinn fyrir tannkrem - einu sinni var það "boddílósjon á burstann" sem er ekki næstum eins ógeðslegt ... kannski ég láti hárið vaxa aftur:)
skil ekki afhverju ég kemst ekki inn með lyklinum... þangað til ég prófa þann sem passar
kona með tvíburakerru tekur framúr mér þegar ég er að "bruna" upp brekkuna heim
bíð og bíð og bíð eftir að bílanir stoppi til að hleypa mér yfir götuna án þess að fatta að ýta á takkann
ætla að fá mér bróstsykur... undra mig á því að vera komin með bréfið uppí munninn og horfi á brjóstsykurinn í ruslinu
borða skyr í morgunmat, hádegismat og kvöldmat "því það fylgir skeið með"
festist á svona heimasíðum
fer út í búð til að kaupa mat en kem heim með ostapopp og súkkulaðimuffins
fyllist mikilli löngun til að leggjast á gólfið en hætti við það því það verður svo rosalega erfitt að standa upp aftur
horfi á endursýnda mynd á Hallmark vegna þess að ég nenni ekki að standa upp og skipta um stöð
les sama textann aftur og aftur og aftur og skil hann ekki.... kemst svo að því að ég var að lesa ítölskuna innaná Quoblock stílabókinni minni
innihaldslýsingar heilla mig meira en skólabækur
verð að fara að læra núna, á að skila verkefni í Stefnunum á morgun, einn texti, tvær stefnur til að greina hann... ætti ekki að vera mikið mál en ég er svo rosalega þreytt að ég vakna ábyggilega um hádegið með hálsríg og gormaför í andlitinu:)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)