laugardagur, desember 20, 2003

og núna held ég að sé tíminn til að linka á nokkrar skemmtilegar jólaheimasíður í tilefni þess að það er svona stutt í jólin:) ég er ekki að vinna í kvöld... eins og öll kvöld þessa vikuna vegna þess að ég er orðin bullandi lasin og búin að sofa síðan klukkan fimm í dag... var að vakna og það er ekkert í sjónvarpinu þannig að ég ákvað að surfa á netinu þangað til ég þarf að fara að sofa aftur:)... svo er næstum koma vika síðan ég bloggaði síðast:)

Jólaskraut
tampax-englar á jólatréið
flamingófuglar eru hugsanlega jólalegir í sumum heimshlutum?... mjög vinsælir:)
haglabyssuskreytingar
fiskaskreytingar

Hryllilegar ofskreytingar
ég gæti ekki búið hérna
nokkur hús í Atlanta
skrollið niður... hvað ER dátinn þarna neðst að gera við hreindýrið???

Hvað jólin geta gert
maður sem snappaði... og átti haglabyssu og garð:)
retail rage...

Hérna er listi til að koma auga á þá sem skreyta alltof mikið...:

1. Ruglast flugvélar á leið inn til lendingar á jólaljósunum og flugbrautinni?
2. Eru jólalög á repít allan sólahringinn í stórum hátölurum sem vísa útá götu?
3. Blandar fólk saman mismunandi hátíðum þegar það skreytir, til dæmis þjóðhátíðardeginum og jólunum?
4. Notar fólk teiknimyndafígúrur í stað Jesús, Maríu og Jósef eða nota þau teiknimyndapersónur til að skreyta hjá sér sem hafa ekkert með jólin að gera?
5. Er risastórt uppblásið jólaskraut í garðinum?
6. Myndast umferðateppa í götunni þinni í desember, þó það sé botnlangi?
7. Eru ljósaskilti í garðinum sem eru stærri en auglýsingaskiltið hjá Kringlunni?
8. Eru þau með lítið fjölskylduleikrit í garðinum fyrir nágrannana á hverju kvöldi?
9. Auglýsa þau skreytingarnar sínar í hverfisblaðinu eða eru með eigin heimasíðu?
10. og það skreytir sýndarheimili tölvuleiks sem það spilar... takið eftir klósettinu:)


farin að sofa.... kannski finn ég meira á morgun ef ég verð ekki orðin nægilega góð til að fara í vinnuna:)

Engin ummæli: