Gleðilegt ár litlu rúsínurnar mínar og hafði það sem allra, allra best á nýju ári!
Samviskubréf ársins 2003 verður ekki birt á netinu... ekki fræðilegur:) mér þykir of vænt um fólkið sem kemur hingað til að bjóða þeim að lesa svoleiðis:) samt búið að vera mjög viðburðarríkt ár....
eyðilagði bílinn minn og keypti nýjan... draumabílinn minn:)
skipti um vinnu... sem er að vísu árlegur viðburður hjá mér:) og gengur mjög vel í þeirri nýju þó ég sakna strákanna í fiskbúðinni mjög mikið.... eftir að það var bætt við kvöldvakt í mynduninni og nýrri myndavél hafa afköstin aukist um þriðjung:)
fór tvisvar til útlanda!! mjög grand á því:)
hélt snilldar afmælisveislu, júróvisjónpartý, þjóðfræðipartý, matarboð og alls konar partý:)
ég klippti af mér allt hárið en get núna sett í tagl!!! að vísu lítið tagl en samt tagl:)
ég synti frá Engey og frá Kópavogi til Reykjavíkur:)
og margt, margt, margt annað....
við Fídel erum að fara í ferðalag í dag og ég verð að fara að klára undirbúninginn, þannig að ég kveð að sinni... heyrumst á næsta ári:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli