fyndið að þegar ég er í prófum þá er ég alltaf að búa til lista í höfðinu á mér um allt það sem ég ætla að gera þegar ég er búin að þessu öllu... stundum þegar ég er alveg að snappa þá skrifa ég sumt meira að segja niður þannig að ég gleymi því ekki þegar á hólminn er komið en ef mig minnir rétt þá geri ég aldrei neitt á þessum lista fyrr en ég hef í rauninni ekki tíma til þess vegna skólans önnina eftir:) merkilegt:)
það sem er efst á to-do listanum mínum núna eru nokkrar jólabækur sem ég ætla að skrifa fyrir næsta ár og verða rík í jólabókaflóðinu eða fá að minnsta kosti snilldar jólagjöf handa öllum vinum og vandamönnum - hver vill ekki fá áritaða bók frá höfundi í jólagjöf:)hehehehe það verður líka að bæta upp kvenhöfundarleysið... er það kannski vitleysa í mér eða eru konur ekkert að gefa út neinar bækur fyrir þessi jól? það eru auðvitað bækur eftir konur sem eru að koma út en mér sýnist það vera ein kona á móti þremur eða fjórum körlum... og bara ein kona tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna af tíu höfundum... og afhverju hefur Sigmundur Ernir bara talað við tvær konur í þáttunum sínum Maður á mann?.... kannski er ég bara að sjá þetta því ég hef verið að skrifa og lesa um heim karlmanna síðustu vikur vegna lokaritgerða og þannig en er samkvæmt öllum vísbendingum stelpa sjálf og á ekkert heima í þeirra heimi - ein ritgerðin var um blóðhefndarsamfélagið önnur var um að "vera karlmenni" miðað við sagnahefð í ákveðinni starfsstétt...
þessi listi er samt orðin helv*** langur... svo margt sem ég ætla að gera að það er hugsanlega ekkert svo slæmt að læra undir próf?:)
hvað um það - hver vill kaupa jólabók eftir mig næstu jól? svona óformleg markaðskönnun:) núna ætla ég að halda áfram að lesa og lesa og lesa og lesa þangað til ég er búin og gleymi því að ég ætlaði að skrifa jólabók... en ég er búin að skrifa um þær hérna þar sem allir geta lesið og minnt mig á ef ég skyldi gleyma því:)
fyrir þá sem lesa blogg og fyrir þá sem eru í vandræðum vegna þess að það er enginn að blogga svona í prófunum þá hefur Bryndís loksins uppfært hjá sér og Bedda skrifar reglulega mjög skemmtilegt blogg:)
svo er kominn nýr linkur:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli