fimmtudagur, desember 25, 2003

Gleðileg jól til ykkar allra!
Vonandi var aðfangadagurinn yndislegur og hafið það sem allra best það sem eftir er af hátíðunum:) og á næsta ári ... og bara alltaf:)


Takk kærlega fyrir öll jólakortin og jólasmsin - ég sendi hvorugt en mér þykir samt rosalega vænt um ykkur öll:) ég hafði því miður ekki tíma til að senda nein jólakort... afhverju líka að brjóta hefðina? ég hef aldrei sent jólakort en það er ekki vegna þess að mig langi ekki til þess heldur brenn ég alltaf inná tíma.... ég ætla að gera það þegar ég verð orðin stór eða skrifa þau í ágúst til að ná því örugglega:) ég ætlaði að senda e-mail og hringja nokkur símtöl en náði því miður ekki áður en jólin sjálf voru komin og ég kunni ekki við að hringja þá:) hleðslutækið mitt er nefnilega læst inni á einhverjum vinnustaðnum og síminn er týndur einhvers staðar, batteríslaus og ég hef ekki hugmynd um hvar hann er og get ekki hringt til að finna hann... 99% viss um að hann sé heima hjá mömmu og pabba samt - nenni ekki að hafa áhyggjur af honum:)... en klukkan var orðin of margt þegar ég loksins komst í "landlínu":)

Svaf rosalega lengi í nótt... frábær matur í gærkvöldi og fullt af pökkum:) er í fríi í allan dag og er boðin í jólamat til mömmu og pabba á eftir... ætla að lesa og sofa í allan dag og senda nokkur e-mail til fólks sem mér þykir vænt um en fékk hvorki pakka né kort frá mér þessi jól... bara til að láta þau vita að ég er að hugsa um þau og þannig - hafið það sem allra best:)

Engin ummæli: