þriðjudagur, desember 30, 2003

bara rétt að kíkja inn... merkilegt að hafa svona mikið að gera en vera samt í svona miklu "fríi":)

bætti við link á síðu sem ég var búin að fá leyfi til að linka á fyrir löngu en hvarf svo bara af netinu:( gaman að sjá bloggið þitt Dagný Ásta!! ég linkaði bara á það í staðinn:)

.... og Hannesinn bara að skoða bloggið mitt! undrin gerast enn:) rematch soon?

var búin að lofa vini mínum líka að tala um hann á blogginu mínu, mjög góður vinur minn sem ég hef ekki hitt síðan ég var í París fyrir löngu..... hmmmm ætli það hafi ekki verið '98??? vá... getur ekki verið svona langt síðan við hittumst??? eða jú... það er ábyggilega svona langt síðan? anívei, núna skiptumst við á bréfum og e-mailum og hittumst reglulega á msn:) þessi vinur minn heitir NICK og er alger snillingur! hann les bloggið mitt stundum en kann ekki sérlega mikið í íslensku... ekki alveg nóg til að skilja allt sem ég skrifa en hann nær sumu... sérstaklega ef ég myndi skrifa "Leikandi gott í gogginn" því við borðuðum alltaf Coco Puffs þegar hann bjó hérna svo getur hann sagt fullt af mjög merkilegum hlutum sem ég hef ekki hugmynd um hvar hann lærði:)... maðurinn er bara tungumálasnillingur! hann bjó hérna í nokkra mánuði, keypti söngleikinn Hárið á íslensku og þýddi hann yfir á frönsku! mjög merkilegt!:) verð bara að segja að hann er yndislegur maður og vona að ég fái að hitta hann aftur bráðlega... kannski ég kíki til Frakklands á næsta ári? ég ætla að minnsta kosti að fara til útlanda einhvern tímann innan næstu 12 mánaða:) en ég er ekki alveg búin að ákveða hvert ég ætla að fara... hugsanlega einhvert sem ég hef aldrei farið áður.... eða kaupa ódýrt flug til London og "hoppa" þaðan eitthvert? svo ætla ég auðvitað að fara í ferðir á nýja fína bílnum mínum:).... sem bæ þe vei verður ekki færður fyrr en í vor því þó hann sé stór er hann alveg á kafi eftir snjókomu gærdagsins:( en þvílík snilld sem þessi snjór er! eftir vinnu í gærkvöldi bjó ég til snjókall og er verulega að pæla í að búa til heila snjókallafjölskyldu í dag:) en núna verð ég að fara að koma mér...

Engin ummæli: