laugardagur, desember 13, 2003

Gauti litli á afmæli í dag!!!! Hann er orðinn þriggja ára og rosalega stór:)
Innilega til hamingju með daginn:)


en í dag er líka því miður mikill sorgardagur í lífi okkar Íslendinga, þjóðarhetja og landkynningartæki fyrrverandi er látið



einnar mínútu þögn takk

Samkvæmt fréttinni úr útvarpinu (finn ekki neitt um hann á netinu ennþá) þá lifði Keiki mjög góðu og löngu lífi en fékk bráðalungnabólgu í nótt og er allur. Háhyrningar lifa yfirleitt ekki eins lengi og hann hefur gert og mjög fáir hvalir hafa starfsfólk sem hugsa vel um þá í ellinni.... hvort það sé réttlætanlegt að hafa tekið hann fanga til að byrja með er allt annar handleggur:)

fyrir alla þá sem eru í prófum er þessi mynd tileiknuð ykkur:)



svo getiði líka tékkað á þessum leik og séð hversu mikið þið hafið drukkið um ævina... og getið hlakkað til að vera búin í prófunum til að byrja aftur....

Engin ummæli: