föstudagur, nóvember 14, 2003

Þriðja tilraun að ferðasögu....

á miðvikudaginn var ég að verða búin með hana þegar tölvan slökkti á sér.... alls ekki gott.... tölvusérfræðingurinn sem ég er að vinna með sagði að líklega væri örgjafinn að gefa sig og þetta hafi verið varnarviðbrögð hjá tölvunni að slökkva bara á sér í stað þess að bráðna... eða eitthvað... verð að láta líta á þetta:/ ég er að minnsta kosti komin með eitt á jólagjafalistann: nýja örgjafa:) ... eða ef hann er í lagi... nýja viftu svo hann bráðni ekki ef það er það sem er að?:) núna ætla ég samt að vera sniðug og seiva alveg jafnóðum og ég skrifa því það er svo rosalega svekkjandi að vera búin að skrifa heilan helling og týna því svo!!!! strax farin að kvíða því að eipa á jólaritgerðunum vegna tölvurugls:)

núna er ég samt búin að skrifa söguna svo oft og segja svo mörgum hana að ég er búin að komast að því hvað er skemmtilegt og hvað ekki - soldið eins og að skrifa nokkur uppköst og gera svo alvöru útgáfu nema hvað það stendur ekki til boða að tékka á því sem ég skrifaði síðast:)

Fimmtudagur
Hitti Hannes og við fórum út að borða á Pizza Express - rosalega góðar pizzur og drukkum mjög gott vín með:) vegna þess að við erum "sniðugt fólk" skrifaði ég niður nafnið á víninu... ég man bara ekki alveg hvar:)hehehehe að vísu borðuðum við líka salat vegna þess að ég pantaði mér það óvart áður en ég fattaði að það væri ekki pizza, leiðréttingin komst samt ekki til skila og þjóninn kom með þrjá diska á borðið... við ætluðum að senda það til baka en salatið var svo girnilegt að við ákváðum að borða það bara líka:) ótrúlega grand á því svona fyrsta kvöldið:)
Hafsteinn kom og hitti okkur eftir matinn og við fórum á Pitcher and Piano (allir barir í Englandi virðast heita tveimur nöfnum, Eagle and Child, Hand and Flower, King and Crown etc.), keyptum hvítvínsflösku sem var ekki kæld... en átti að vera það - ég veit að sumt hvítvín er í lagi ef það er við stofuhita en þetta átti definetly að kæla.... get ekki mælt með þessum stað annars, eitt orð nægir til að lýsa honum: kjötmarkaður!

Föstudagur
Vaknaði ótrúlega hress Hannesi til mikillar armæðu... stal af honum húslyklunum og fór út í göngutúr til að kaupa morgunmat:) labbaði í að verða klukkutíma og fann stað sem hann hafði bent á úr strætó kvöldið áður og sagt að það væru seldar góðar beylgur þar, keypti tvær og tók strætóinn til baka vegna þess að ég er svo ótrúlega klár:)
Hannes varð að hitta einhverja stelpa útaf skólanum þannig að við tókum strætó og lest niðrá Oxford Circus, hann fór aftur niður í Undergroundið og ég fór fyrir hornið og ætlaði að labba niður Regent Street... þegar ég var búin að labba um það bil fimm skref gekk ég inn í hóp af sígaunakonum sem reyndu að festa arfa í álpappír við jakkann minn... gekk ekki þannig að hún tróð honum bara innum hálsmálið og vildi fá pening í staðinn: "for the children" mig langaði ekki í arfa í álpappír! ég reyndi að skila honum aftur en þær vildu hann greinilega ekki heldur... ég fann 10 pens í vasanum og rétti þeim hann en þá vildu þær fá "papermoney, for the children".... þá byrjaði ég að bakka, reyndi aftur að láta þær fá arfann aftur en fyrst þær vildu hann ekki labbaði ég bara í burtu - sem betur fer eru gangstéttirnar breiðar á stórum götum:)
Labbaði um allt West End hverfið þennan dag... sá Covert Garden, Soho, Trafalgar Square, Piccadilly, Chinatown, Leicester Square, St. James's Park, Haymarket... Old Bond Street þar sem úr kosta meira en hús á Íslandi, Downing Street er lokuð með hliði þannig að það sést ekkert, bókabúð á Jermyn Street þar sem ríkir og frægir versla.... amk þegar ég var þar voru þrír biksvartir Land Roverar þar, þrír leðurhanskaklæddir bílstjórar og sex jakkafataklæddir gaurar með eitthvað í eyranu sem fylgdust vel með íslenskri stelpu í gallabuxum, með bakpoka og hárgreiðslu a la Hannes... þannig að ég fór inn:) ég fór líka inn í Fortnum & Mason sem er langflottasta matvörubúð í heimi!!! allt eikarinnréttingar, þykkt rautt teppi, einkennisklæddur lyfturvörður, öryggisverðir sem elta mann um allt og bregður þegar maður spyr þá um leiðbeiningar, nammi sem lítur út fyrir að geimvera hafi skitið því - allt eitthvað rosalega exótískt og merkilegt:) mæli hiklaust með því að þeir sem fari til London kíki þangað inn:) hún er á Piccadilly:)
Fór svo aftur á Oxford Circus til að hitta Hannes og Palla fósturpabba hans, fórum að versla föt og á kaffihús og loks í skólann hans Hannesar til að ná í sjónvarp með innbyggðum DVD spilara sem hann fékk í fyrirfram jólagjöf frá vinnuveitanda sínum:) ... mjög stórt þannig að við tókum leigubíl heim til hans:)
Fórum í sturtu, í strætó, á MacDónalds og heim til Hafsteins í mjög skemmtilegan leik sem gerir kvöld ósjaldan mjög skemmtileg:)hehehehe... ég get kennt ykkur reglurnar ef þið viljið.... enívei, við fórum á skemmtistað sem heitir Pop Stars á/í/við King's Cross með þremur hæðum og þremur tónlistarstefnum, píkupopp efst, teknó í miðjunni og rokk á lægri miðhæðinni og svo einhvers konar "re-mix" (fræg lög með alls konar tónlistarmönnum í teknó útgáfum:)) á jarðhæðinni:) þar reyndu tvær stelpur við mig.... held jafnvel að þetta hafi verið gay-bar...?
Í stætónum á leiðinni heim var maður sem var dauður/sofandi í sætinu sínu fyrir framan okkur - mest pirrandi maður í heimi því við vorum alla leiðina að bíða eftir því að hann dræpist bara alveg og dytti úr sætinu og kláraði þetta en nei, hann sat alveg láréttur alla leiðina og var alltaf alveg við það að detta þegar hann reisti sig smá við og byrjaði aftur að halla á hliðina... maðurinn með sterkustu magavöðva heims.... spurning um að hafa samband við Heimsmetabókina? við sátum fyrir aftan hann í að verða klukkutíma....

Laugardagur
Mikill rólegheitadagur:) vorum næstum allan daginn í Camden - þvílík snilld:) útimarkaðir, innimarkaðir, búðir og furðufuglar:) gengur aldrei að telja allt upp en við sáum Einar Ágúst hjálpa kærustunni sinni að velja eyrnalokka, róna-mann sem sat við borð á kínverskum veitingastað og borðaði afganga úr pappaboxi (svona kína-mat-boxi) á milli þess sem hann notaði sama boxið sem öskubakka.... tveir bitar, smókur, aska, tveir bitar, smókur, aska.... soldið erfitt að hætta að horfa á svoleiðis... næstum eins og bílslys á repít, fórum í búð með geimveruþema, "geimtónlist", starfsfólk frá öðrum plánetum (líklega ráðið fyrir að vera með allof langar lappir hlutfallslega, of lítið höfuð hlutfallslega, skringilegt höfuð etc.), alls konar föt sem gætu líka verið í Universal Studios sem propp í Star Trek, Star Wars, Babylonia.... þeir seldu meira að segja Borg-fylgihluti... mæli með þessu fyrir þá sem hafa horft of mikið á Star Trek um ævina:)
Löbbuðum í marga klukkutíma en sáum ekki næstum allt:) fórum þaðan beint á Íslendingakvöld með Einari Ágústi og öðrum manni sem ég man ekki/veit ekki hvað heitir.... en hann er íslenskur og frægur.... reyni að finna mynd á eftir en ég þori ekki að óverlóda örgjafann núna því kannski slekkur hann aftur á tölvunni og ég bara nenni því ekki:) ég hitti... Önnu Heiðu og Darren, Lilju, Kristrúnu, Soffíu af Nesinu, Lúlla og Lailu, Jón Gunnar (sem var einu sinni fréttamaður á Skjá einum og er vinur hans Hannesar) .... og kynntist fullt af Íslendingum líka:) þetta byrjaði sjö.... lokaði klukkan eitt ... eða ellefu??? mjög óíslenskur tími:)hehehe.... þetta var gaman... kynntist vodka&RedBull sem er bara mjög gott saman:) hringdi í Gunnar lillabó og hann fékk að heyra í stemmningunni:) klósettin voru snilld... eitt var bilað en þrjú virkuðu, af þessum þremur var eitt með hurð, ein hurð datt af þannig að það varð alltaf að lyfta henni og setja hana fyrir opið og á þriðja klósettinu var engin hurð þannig að það varð alltaf einhver að standa fyrir... ég lék hurð nokkrum sinnum um kvöldið - mjög góð leið til að kynnast fólki þegar maður þekkir engan:) maður gæti líklega notað það sem ísbrjót í samræðum: "jamms, ég er að leika hurð - maður lærir svo mikið í leiklistarskólum í London"... held samt að ég hafi ekki sagt það:)
laugardagurinn var bara skemmtilegur... nánari útlistanir væru samt ábyggilega leiðinlegar:)

Sunnudagur
Vaknaði aftur óbærilega hress og fór til Oxford:) Hannes þurfti að læra þannig að ég hoppaði mér uppí strætó og fór á Viktoríulestarstöðina þar sem maður getur farið í rútu beinustu leið:) þar sem ég var svo nálægt Buckingham Palace ákvað ég að kíkja á hana áður en ég færi í rútuna.... Buck House eins og þeir sem til þekkja kalla húsið.... það var... errr... hvítt:) en ég sá það:)!!!! labbaði til baka, var næstum yfirkeyrð af mótorhjóli, fann The Oxford Tube, mjög straumlínulagaður double-dekker og keypti miða: "there and back again".... ég er ábyggilega búin að lesa of mikið af Tolkien:)hehehehe ferðin tók rúmlega klukkutíma en það var nóg að sjá, stór mótmæli í Hyde Park, Notting Hill, Warnar Village - bíó-þorp:), trailertrashparka, slökkvilið að æfa sig með að kveikja í dóti, risastór opin öskuhaugur með jarðýtum og mávum, skógar, lítil þorp etc. - fór úr rútunni á rútustöðinni og byrjaði að labba... gerði það allan daginn og þetta er alveg frábær borg:)
Fór í Blackwell's bókabúðina... sem betur fer var alltof mikið úrval - ég gat ekki valið því það var svo mikið til að velja um þannig að ég keypti mér bara nokkrar bækur:) ég sá Oxford Castle and Prison, minnstu dómkirkju Englands, labbaði Dead Man's Walk (jarðarfaraleið frá miðöldum, sá elsta bókasafn Englands (Merton minnir mig), fullt af görðum og síkjum (eða ám?), ég sá Oxford University Press þaðan sem svo margar bækur koma.... og fullt, fullt meira:) allt rosalega gamalt og fallegt:) soldið sniðugt þarna því það eru svo margar götur sem eru bara fyrir fótgangandi:) líka mjög merkilegt að komast þangað því ég fíla Inspector Morse þættina í ræmur og þeir gerast allir í Oxford:)
... og auðvitað fór ég mitt prívat Tolkien-tour fyrst ég var þarna, ég sá húsið í St. John Street sem hann og Edith bjuggu fyrst í þegar þau komu til Oxford áður en hann varð kennari... á meðan hann var ennþá hermaður held ég:) svo fluttu þau hinum megin við hornið á Alfred Street þegar hann var að vinna við orðabókina og byrjaður að kenna smá... svo sá ég húsið sem hann bjó í þegar hann flutti aftur til Oxford eftir að Edith dó, á Merton Street... ég fór líka á Eagle and Child pöbbinn þar sem hann og T.S. Eliot drukku saman og lásu Angló Saxnesku og Norrænu:) það var að vísu eitthvað snilldar hádegisverðartilboð í gangi þannig að staðurinn var fullur þannig að ég labbaði yfir götuna á annan pöbb sem hét eitthvað Flag and Lamb eða Flag and Flower eða eitthvað:) þar hitti ég tvo Skota og Íra:) Skotarnir voru að vísu ekki lengi þannig að ég spjallaði aðallega við Írann og hann sýndi mér Colleginn sinn... sem ég man ekki hvað heitir akkúrat núna en ég skrifaði það niður:) ... líklega á sama stað og ég skrifaði nafnið á góða víninu fyrsta kvöldið:) kannski ég kíki á kortið sem ég keypti mér af miðbænum?.... þegar ég finn það:) þessir collegar eru yfirleitt lokaðir fyrir almenningi þannig að það var mjög kúl að fá að sjá inní einn:) ég fékk meira að segja símanúmerið hjá honum svo ég geti hringt næst þegar ég kem til "landsins" ... honum finnst svo gaman að ferðast og vill endilega sýna mér Dublin einhvern tímann:) mar er bara hösslari:)hehehehe
ég skemmti mér mjög vel í Oxford og er jafnvel að pæla í að fara þangað aftur einhvern tímann og skoða kannski söfn eða vera lengur í Blackwell's... eða ekki:) að vísu held ég að ég fari frekar til Brighton næst þegar ég fer til London... eða Reading eða York.... svo margir staðir svo lítill tími:) því núna er ég komin með bakteríuna, mig langar til að ferðast meira og meira og meira... helgarferðir eru bara blod på tannen:) ég var ekki einu sinni búin að vera nægilega lengi til að vera fegin að koma heim:)
Tók double-dekkerinn til baka þegar það var orðið dimmt og ætlaði að sofa á leiðinni til baka en nei... bílstjórinn var snarruglaður!!! stór maður með túrbana og demant fremst í honum... ég vissi ekki að það væri til nema hjá konungum... kannski var hann konungur í einhverju ríki sem var lagt niður? hann keyrði að minnsta kosti eins og hann væri Master of the Universe, sótbölvaði allan tímann á útlensku, flautaði eins og geðsjúklingur á alla bíla sem voru fyrir honum, tók framúr vinstra megin á neyðarakreininni, stundaði stórsvig milli akreina eins og Alberto Tomba og keyrði ábyggilega á 140 km/h að meðaltali... við vorum fljótari heim verð ég að viðurkenna en ..... það versta við allt var samt að hann var vitlausu megin í rútunni ... alltaf þegar ég leit fram til að sjá þennan geðsjúkling var enginn bílstjóri fyrir framan mig bara vegur og við vorum að stefna á eitthvað!!!.... svaf ekki mikið:)
Komst þó heilu og höldnu aftur til London, tók Undergroundið á Leicester Square, hitti Hannes og við fórum á Matrix lll:)
Löbbuðum í gegnum Soho og hittum eitthvað fólk og tók loks strætó heim aftur:)

Mánudagur
Fórum saman niður í bæ og á Oxford Street:) keypti mér nýja skó því ég "kláraði" strigaskónna mína með labbinu daginn áður... dagana áður:) keypti mér líka nærföt, sokka, skyrtu og.... já, dragt.... ég var með Hannesi:) fórum á kaffihús og í spilatækja sal þar sem við kláruðum einn kappakstursleikinn:) röltum svo bara um allt... fórum í viskíbúð... mig langaði í allt! það voru flöskur þarna sem kostuðu meira en bíllinn minn!!!! sátum á útikaffihúsi í Soho í langan tíma og pældum í fólkin sem labbaði framhjá - fullt af frægum en eini sem ég þekkti var gaurinn sem lék manninn með skeggið í Four Weddings and a Funeral:) kærasta John Hannah:) hann keypti sér kaffi á staðnum sem við sátum á en það var bara svona teikaway svo labbaði hann í burtu:) þetta var yndislegur letidagur þangað til það kom að því að ég varð að fara á flugvöllinn....
við tróðumst inn í Underground lestina.... þegar við komum upp úr henni kom enginn strætó og umferðin var stop þannig að við ákávðum að labba á næstu stöð... og næstu og næstu og þar sem við vorum að taka framúr öllum bílunum ákváðum við bara að labba alla leiðina heim.... svona þriggja kortéra leið:)... á leiðinni sáum við hvað orsakaði allar tafirnar, löggubíll, sjúkrabíll og læknabíll því það hafði mótorhjól keyrt á konu... umferðin gekk samt vel í hina áttina þannig að hver strætisvagninn á fætur öðrum keyrði framhjá okkur í áttina sem ég varð að fara til að komast á lestarstöðina.... ég fór að pæla... aldrei sniðugt.... kannski myndu allir vagnarnir "klárast" áður en við næðum heim fyrst það var enginn á leiðinni í okkar átt???? hálf hlupum restina af leiðinni heim, náði í töskuna mína og útá stoppistöð.... og það kom strætó:) sem betur fer:) pabbi hefði aldrei hleypt mér einni til útlanda aftur ef ég hefði misst af vélinni:)
þetta var mjög "merkileg" strætóferð:) það settist svona "heimilislaus" maður við hliðina á mér... kannksi ekki beint heimilislaus en ábyggilega ekki vinnandi maður... hans draumur hefur ábyggilega verið að lýsa fótboltaleikjum beint því hann sagði mér hvað var að gerast í strætónum, hver var að koma inn og hver var að fara út og þannig.... það kom inn maður með flöskur í poka, næst kom stór svertingjamamma inn með nokkra krakka á mismunandi aldri og skipaði þeim að setjast hingað og þangað um vagninn og settist sjálf þar sem hún gæti fylgst með.... gaurinn með flöskurnar rak þær í eitthvað þannig að þær brotnuðu og sulluðust á gólfið .... maðurinn við hliðina á mér tilkynnti mér þetta allt saman um leið og það gerðist:) stóra svertingjamamman trompaðist! byrjaði að kalla gaurinn með glerbrotin í pokanum ábyrgðarlausan alkahólista, viðbjóðslegt slím og ýmislegt annað á miður fallegu máli ... hún kallaði alla krakkana til sín, bannaði þeim að koma nálægt götufilthinu og fór að slá aumingjans manninn í öxlina með poka sem hún var sjálf með.... sessunautur minn var í essinu sínu:) hún hrúgaði svo öllum börnunum saman, tilkynnti strætóverðinu að hún ætlaði að kæra þennan ólifnað og fór út..... maðurinn með glerbrotin fór út á stöðinni eftir það, niðurbrotinn, vandræðalegur með marða öxl....
þegar ég kom á Liverpool Street Station voru taaaaaafffffiiiiiirrrrrrr... það voru ábyggilega jafnmargir að bíða eftir lest og búa á Íslandi.... Stansted Express lestin var sein en ég smyglaði mér inná pallana með því að þykjast vera að fara eitthvert annað og var tilbúin þegar hún kom loksins þannig að ég fékk sæti:) maður er svo klár:) hún fylltist auðvitað alveg og það stóðu jafnmargir og sátu þegar hún fór loksins af stað... tíu mínútum eftir að við fórum stoppaði hún aftur.... það varð að handtaka mann og það tók laaaaangannnnn tíma.... ég vissi ekki að það væri til neitt sem hét rail-rage fyrr en þarna í lestinni.... fólk var hægri og vinstri að verða of seint og hjón á leið til Írlands missti af vélinni sinni á meðan við sátum þarna kyrr á teinunum.... áður en við komum að stöðinni á flugvellinum var fólk farið að halda á töskunum sínum, roðna af pirringi og lemja hurðina að innan!!!! afhverju???? þú kemst ekkert fyrr út ef lestin er á ferð??? þegar hún loksins stoppaði reyndu allir að komast á eskaleitorinn í einu... það er eðlisfræðilega bara ekki hægt... en það stoppaði þetta fólk ekki neitt:) sjálf var ég orðin smá stressuð.... þessir klukkutímar sem ég hafði gefið mér til að komast á völlinn voru orðnir að 35 mínútum... ég tékkaði mig inn kortér yfir sjö, boarding byrjaði tuttugu mínútur yfir og vélin átti að fara í loftið tíu mínútur í átta... ég varð að fara í gegnum sekjúritíið (sem er ROSALEGT), með monorail á milli terminala og komast að hliðinu mínu.... ég var samt ekki seinust:) einhver gaur sem hafði greinilega verið með stærri tösku eða tapað bardaganum við eskaleitorinn kom á eftir mér:)... svo lögðum við af stað:)


þetta er beisikallí það sem ég gerði þarna úti.... ekki allt.... bara svona hælæts:) sem betur fer var þetta bara helgarferð... getiði ímyndað ykkur hvað þetta hefði verið langt ef ég hefði verið í viku???:)hehehehehe

Engin ummæli: