ég er andvaka eins og kemur svo oft fyrir fólk á öllum aldri... að vísu er ég viss um að ég geti sofnað ef ég færi upp í rúm núna en ég gat það ekki áðan og hef ekki reynt það aftur:)
hvað um það ... ég hef verið að pæla soldið í trú undanfarið, meira en venjulega... kannski vegna þess að það var verið að spila jólalög í vinnunni allan laugardaginn og allt "skreyttist" í dag (er þetta sögn?:) mér finnst hún fín:))...
ég hef lesið Biblíuna - nei, ekki ALLA, ég nennti engan vegin nafnlistunum og því öllu... ég held að það nenni því enginn - og ég held að margir sem lesi Biblíuna gerist heiðingjar eða trúlausir eins og ég ... tökum sem dæmi Markúsarguðspjallið, í ellefta kafla er Jesú á ferð með lærisveinunum tólf:
Á leiðinni frá Betaníu morguninn eftir kenndi hann hungurs. Þá sá hann álengdar laufgað fíkjutré og fór að gá, hvort hann fyndi nokkuð á því. En þegar hann kom að því, fann hann ekkert nema blöð, enda var ekki fíknatíð. Hann sagði þá við tréð: "Enginn neyti framar ávaxtar af þér að eilífu!" Þetta heyrðu lærisveinar hans. ... Árla morguns fóru þeir hjá fíkjutrénu og sáu, að það var visnað frá rótum. Pétur minntist þess, sem gerst hafði, og segir við hann: "Rabbí, sjáðu! fíkjutréð, sem þú formæltir, er visnað." Jesús svaraði þeim: "Trúið á Guð".
Markúsarguðspjall, 11:12-14, 20-21
ég spyr, hvers konar fáviti leitar að fíkjum þegar það er ekki fíknatíð (sem er mjög skemmtilegt orð ef þið pælið í fíklum sem frelsast og þannig... ok, mér finnst það:))? og hvers konar viðbrögð eru það að drepa tré fyrir það eitt að bera ekki ávöxt á vitlausum árstíma??? kannski er hann á einhvers konar pávertrippi? eins og starfsmaður með stimpilvöld í skrifræðisríki? og hvers konar svar er "trúið á Guð" annars? ...
.... Jesú er heldur ekkert svo góður kall samkvæmt Matteusarguðspjalli, sem er í Nýja testamentinu og það er allt saman miklu fallegra en það gamla... miklu, guð er ekki lengur að biðja menn um að fórna sonum sínum og þannig... kannski ræði ég það seinna:)?
Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum. Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra, son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans. Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður.
Matteusarguðspjall 10:32-38
... þvílíkt miskunsamur frelsari? en þeir sem trúa og lesa Biblíuna myndu líklega segja að ég væri að slíta þetta allt úr samhengi og misskilja et cetera... en hvernig er hægt að misskilja þegar það stendur orðrétt "Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð"?? jújú, almennt séð er boðskapur Biblíunnar alveg ágætur en Kommúnista ávarpið er líka fallegt þó það virki ekki endilega:)
já, og nokkrar myndir frá London (og ein frá Oxford) voru að bætast við:)
good night, sleep tight... vissuð þið að "sleep tight" er upprunið frá þeim tíma sem dýnur voru stekktar milli rúmstólpa með böndum svo fólk svæfi ekki í holu:)?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli