miðvikudagur, nóvember 19, 2003

er að klára verkefni þessa stundina en er með dót fast í höfðinu sem ég er alltaf að hugsa um aftur og aftur og aftur í hringi þannig að ég ákvað að dömpa því hingað og kannski vitið þið svarið:)

í vinnunni um daginn vorum við að pæla í þessu með tvo heimana, að sýna einhverjum í tvo heimana... um hvaða tvo er verið að tala?

man einhver sem hefur verið með mér í tímum eftir rannsókn um gaur sem reyndi að halda sér vakandi eins lengi og mögulegt var? mig minnir að hann hafi verið annað hvort mannfræðingur eða sálfræðingur... eða sállífeðlisfræðilegur mannfræðingur:)

fær maður skarlatsótt ekki örugglega bara einu sinni á ævinni?

... að var eitthvað meira líka en ég man það ekki þessa stundina:)

afhverju finnur stelpan á neðri hæðinni sig knúna til að spila Bona Vista Social Club á hæðsta og syngja með um leið og maðurinn hennar er farinn úr húsi?... það er samt skárra en ef þau væru bæði að fíla sig svona fyrir hádegi á miðvikudegi:) annars er ég mjög heppin með tónlistarsmekk nágranna minna verandi mjög hljóðbært hverfi, gaurinn á efstu hæðinni í húsinu ofar í brekkunni spilar blús og jazz sem ískrar ekki, fólkið á efstu hæðinni neðar í brekkunni spilar aðallega franska tónlist og evrópska, strákurinn í kjallaranum á móti spilar rokk og þungarokk sem er mjög gott þegar hann er ekki aktúallí að spila það sjálfur (hann kann tvö Nirvana intró og "strumpalagið" á rafmagnsgítarinn sinn...):) og stelpan á neðri hæðinni spilar aðallega tónlist sem er í tísku meðal "ungs fólks á leiðinni upp í menningarheiminum"... ég veit ekki hvað hún heitir... svona tónlist sem segir "ég bjó í útlöndum og er rosalega víðsýn" dæmi:) smá galli hvað hún spilar hana hátt svona þegar annað fólk er að læra ... sem minnir mig á það að ég verð að halda áfram:)

ég held að háskólanám sé ábyggilega mitt everest....

Engin ummæli: